Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Ríkis­stjórnir og fyrir­tæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálf­stýr­ingu þar sem ný tækni og gervi­greind eru notuð. Slík „drápsvél­menni“ gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landa­mæra­vörslu. Ákvarð­anir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Við þurfum að bregðast við til verndar mann­kyninu og til að gera heiminn öruggari.

Við stöndum frammi fyrir því sem var áður óhugs­andi. Drónar og önnur háþróuð vopn eru þróuð til að taka ákvarð­anir og velja skot­mörk án atbeina nokk­urrar mann­eskju. Sjálf­stýrð vopn eða “drápsvél­menni” voru áður einungis til sem fram­tíð­ar­vandamál í kvik­myndum en það er ekki lengur raunin.

Vélmenni geta ekki tekið flóknar siðferði­legar ákvarð­anir. Þau skortir samkennd og skilning og taka ákvarð­anir byggðar á hlut­drægum, göll­uðum og íþyngj­andi ferlum. Tækninýj­ungar á sviði andlits- og radd­grein­ingar hafa sýnt að oft eru gerð mistök. Sjálf­stýrð vopn geta aldrei verið forrituð með full­nægj­andi hætti til að koma í staðinn fyrir ákvarð­anir mann­eskju.

Að skipta út hermönnum fyrir vélmenni gerir ákvörð­un­ar­töku um hernað of auðvelda. Einnig er hætta að vopnin rati í rangar hendur, meðal annars í gegnum ólög­lega vopna­flutn­inga. Það má búast við því að tækn­inni verði beitt við löggæslu og landa­mæra­vörslu ásamt því að henni verði beitt til að ógna mann­rétt­indum eins og rétt­inum til að mótmæla, rétt­inum til lífs, og bann við pynd­ingum og annarri illri meðferð. Þrátt fyrir þessar áhyggjur hafa lönd eins og Banda­ríkin, Kína, Ísrael, Suður-Kórea, Rúss­land, Ástr­alía, Indland og Bret­land haldið áfram að fjár­festa í sjálf­stýrðum vopnum.

Við höfum tæki­færi til að bregðast við.

Á meðan fyrir­tæki og varn­ar­mála­ráðu­neyti um allan heim keppast við að þróa þessa tækni verðum við að bregðast hratt við áður en við missum beit­ingu valds úr höndum fólks yfir til vélmenna með hroða­legum afleið­ingum.

Skrifaðu undir þetta mikil­væga mál sem varðar líf og dauða.

Kallaðu eftir því að utan­rík­is­ráð­herra Íslands sýni forystu á alþjóða­vett­vangi og kalli eftir því að sett verði alþjóðalög sem varða sjálf­stýr­ingu vopna til að tryggja að fólk stjórni beit­ingu valds en ekki vélmenni.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Jemen

Leysa þarf sérfræðing í menntamálum úr geðþóttavarðhaldi

Moujib al-Mikhlafi er sérfræðingur á vegum menntamálaráðuneytis Jemen. Hann sætir geðþóttavarðhaldi og fær ekki lögfræðilega aðstoð. Heilsu hans hrakar stöðugt og fjölskylda hans hefur áhyggjur af honum. Skrifaðu undir ákall um að leysa Moujib al-Mikhlafi tafarlaust úr haldi.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulrahman al-Sadhan, 41 árs starfsmaður Rauða hálfmánans (systurfélag Rauða krossins), var handtekinn af yfirvöldum á vinnustað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter.

Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna. Hún var dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagnvart gagnrýni sama hversu meinlaus hún er.  

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.