Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mann­rétt­inda­fröm­uðir lífi sínu í þágu mann­rétt­inda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumb­ískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi.

Hver er vandinn?

Yuly, María, Jani og Joel, ásamt meðliumum samtak­anna CREDHOS, eru hugrakkir einstak­lingar. Í samstarfi við samfélög sín í Catatumbo, Magda­lena Medio, Meta, og Putumayo, leggja þau sitt af mörkum til að binda enda á ofbeldi og standa vörð um nátt­úru­auð­lindir. Þau berjast fyrir mann­rétt­indum í heimalandi sínu þrátt fyrir að engin sé látin sæta ábyrgð á árásum gegn þeim og yfir­völd geti ekki tryggt öryggi þeirra.

Að berjast fyrir mann­rétt­indum í Kólumbíu er afar hættu­legt og mann­rétt­inda­fröm­uður er myrtur um það bil annan hvern dag.

Kólumbísk yfir­völd hafa sögu­legt tæki­færi til að axla ábyrgð og tryggja að mann­rétt­inda­fröm­uðir geti beitt sér fyrir mann­rétt­indum án ótta við hefndarað­gerðir, án þess að leggja líf sitt í hættu.

Hvað er hægt að gera?

Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórn­völd tryggi umfangs­miklar öryggis­að­gerðir og verndi alla mann­rétt­inda­frömuði.

Á mynd­inni með þessu ákalli er Jani Silva, en hennar mál var hluti af Þitt nafn bjargar lífi árið 2020.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.