Berst fyrir umhverfisvernd og réttindum bænda

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazon­svæð­isins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og land­svæða sem eru lífæð alls mann­kyns.

Allt frá 16 ára aldri hefur hún staðið með smábændum í Putumayo, svæði í suður­hluta landsins þar sem líffræði­legur fjöl­breyti­leiki er meiri en víðast annars staðar.

Jani er meðstofn­andi samtaka sem stofnuð voru árið 2008 og berjast fyrir sjálf­bærri þróun á Amazon­svæðinu. Hún berst fyrir verndun umhverf­isins og rétt­indum smábænda er búa á frið­lýstu land­svæði í Putumayo.

Vegna vinnu sinnar komst Jani upp á kant við forsvars­menn olíu­fyr­ir­tæk­isins Ecopetrol sem fékk leyfi árið 2006 til að starfa á svæðum sem skör­uðust við friðlandið í Putumayo. Árið 2009 var leyf­is­veit­ingin flutt yfir til olíu­fyr­ir­tæk­isins Amer­isur. Frá þeim tíma hafa átt sér stað tveir olíulekar sem mengað hafa vatnsból sem nærsam­fé­lagið reiðir sig á.

Barátta Jani fyrir land­svæðið hefur haft skelfi­legar afleið­ingar fyrir hana. Henni hefur verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árás­ar­mönnum og hótað lífláti. Kórónu­veirufar­ald­urinn hefur gert ástandið enn verra þar sem aðgerða­sinnar, eins og aðrir, eru margir hverjir inni­lok­aðir á heim­ilum sínum og njóta takmark­aðrar verndar.

Jani lætur engu að síður engan bilbug á sér finna. „Af því að ég ver land­svæði mitt hefur byssu verið miðað á mig og mér hótað lífláti,“ segir Jani. „Engu að síður fer ég hvergi … við getum ekki hlaupið í burtu eða látið stjórnast af ótta.“

Krefstu þess að hún njóti verndar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi