Tæland

Verndum réttindi barna í Tælandi

Stöðvum herferð gegn börnum núna! 

Fyrir tveimur árum hófu tælensk yfir­völd herferð gegn fjölda­mót­mælum sem voru leidd af börnum og ungu fólki. Stór hluti mótmæl­enda eru nemendur undir 18 ára aldri sem krefjast samfé­lags­legra umbóta í stjórn­málum, menntun og efna­hags­legum- og félags­legum mála­flokkum þar sem þeim þykir opin­bera kerfið vera of íhalds­samt og þrúg­andi. Hinsegin börn og börn úr þjóð­ern­isminni­hluta hafa einnig spilað stórt hlut­verk í mótmæl­unum.

Börn hafa verið hand­tekin, saksótt, haft eftirlit með og ógnað vegna þátt­töku þeirra í fjölda­mót­mælum. Þessi herferð tælenskra stjórn­valda gegn börnum hefur vakið heims­at­hygli. Tælensk stjórn­völd refsa börnum sem berjast fyrir mann­rétt­indum fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla. Nú standa tæplega 300 börn undir 18 ára aldri frammi fyrir ákærum. Börn eiga rétt á því að segja skoðun sína og mótmæla frið­sam­lega eins og við öll. Sýndu stuðning þinn fyrir mann­rétt­indum og skrifaðu undir.

Skoraðu á tælensk stjórn­völd að virða tján­ing­ar­frelsi barna. Þau verða að fella niður ákærur á hendur börnum og  hætta herferð sinni gegn mótmælum barna og ungs fólks.

Lestu nánar: Tæland: 15 ára stúlka í haldi fyrir að brjóta lög sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.