Stöðvum herferð gegn börnum núna!
Fyrir tveimur árum hófu tælensk yfirvöld herferð gegn fjöldamótmælum sem voru leidd af börnum og ungu fólki. Stór hluti mótmælenda eru nemendur undir 18 ára aldri sem krefjast samfélagslegra umbóta í stjórnmálum, menntun og efnahagslegum- og félagslegum málaflokkum þar sem þeim þykir opinbera kerfið vera of íhaldssamt og þrúgandi. Hinsegin börn og börn úr þjóðernisminnihluta hafa einnig spilað stórt hlutverk í mótmælunum.
Börn hafa verið handtekin, saksótt, haft eftirlit með og ógnað vegna þátttöku þeirra í fjöldamótmælum. Þessi herferð tælenskra stjórnvalda gegn börnum hefur vakið heimsathygli. Tælensk stjórnvöld refsa börnum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla. Nú standa tæplega 300 börn undir 18 ára aldri frammi fyrir ákærum. Börn eiga rétt á því að segja skoðun sína og mótmæla friðsamlega eins og við öll. Sýndu stuðning þinn fyrir mannréttindum og skrifaðu undir.
Skoraðu á tælensk stjórnvöld að virða tjáningarfrelsi barna. Þau verða að fella niður ákærur á hendur börnum og hætta herferð sinni gegn mótmælum barna og ungs fólks.
Lestu nánar: Tæland: 15 ára stúlka í haldi fyrir að brjóta lög sem banna gagnrýni á konungsríkið