Tæland

Verndum réttindi barna í Tælandi

Stöðvum herferð gegn börnum núna! 

Fyrir tveimur árum hófu tælensk yfir­völd herferð gegn fjölda­mót­mælum sem voru leidd af börnum og ungu fólki. Stór hluti mótmæl­enda eru nemendur undir 18 ára aldri sem krefjast samfé­lags­legra umbóta í stjórn­málum, menntun og efna­hags­legum- og félags­legum mála­flokkum þar sem þeim þykir opin­bera kerfið vera of íhalds­samt og þrúg­andi. Hinsegin börn og börn úr þjóð­ern­isminni­hluta hafa einnig spilað stórt hlut­verk í mótmæl­unum.

Börn hafa verið hand­tekin, saksótt, haft eftirlit með og ógnað vegna þátt­töku þeirra í fjölda­mót­mælum. Þessi herferð tælenskra stjórn­valda gegn börnum hefur vakið heims­at­hygli. Tælensk stjórn­völd refsa börnum sem berjast fyrir mann­rétt­indum fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla. Nú standa tæplega 300 börn undir 18 ára aldri frammi fyrir ákærum. Börn eiga rétt á því að segja skoðun sína og mótmæla frið­sam­lega eins og við öll. Sýndu stuðning þinn fyrir mann­rétt­indum og skrifaðu undir.

Skoraðu á tælensk stjórn­völd að virða tján­ing­ar­frelsi barna. Þau verða að fella niður ákærur á hendur börnum og  hætta herferð sinni gegn mótmælum barna og ungs fólks.

Lestu nánar: Tæland: 15 ára stúlka í haldi fyrir að brjóta lög sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.