Fréttir

30. mars 2023

Tæland: 15 ára stúlka í haldi fyrir að brjóta lög sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið

Yok, 15 ára stúlka, er í gæslu­varð­haldi í Bangkok í Tælandi á grund­velli laga sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið í kjölfar þess að hún tók þátt í frið­sam­legum mótmælum. Yok tók þátt í mótmælum þann 14. október 2022 þar sem kallað var eftir því að lög sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið yrðu felld úr gildi.

Mál Yok er ekki einangrað tilfelli. Dómstóll í Bangkok dæmdi nýverið mann í þriggja ára fang­elsi fyrir að selja dagatöl á Face­book sem yfir­völd töldu vera brot á lögum sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið. Daga­talið var með mynd af gulri önd sem hefur verið tákn­mynd mótmæla­hreyf­ing­ar­innar í Tælandi.  

 Dómstóll í Chiang Mai í norð­ur­hluta Tælands sakfelldi einnig mann af Karen-þjóð­ern­is­broti fyrir brot á sömu lögum og brot á lögum um tölvuglæpi fyrir færslu á Face­book þar sem hann gagn­rýndi konungs­ríkið.  

Aðför að mótmælendum

Nýleg skýrsla Amnesty Internati­onal greinir frá því að börn sem hafa mótmælt í Tælandi sæta ákærum, ógnunum og eftir­liti af hálfu yfir­valda. Lögregla hefur einnig beitt harka­legum aðgerðum gegn mótmæl­endum.

„Þessi þróun er óþægileg áminning um að tælensk yfir­völd eru enn og aftur að beita lögum, sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið, gegn börnum til að þagga niður í frið­sam­legum mótmælum. Í mars­mánuði voru að minnsta kosti fjórir mótmæl­endur sakfelldir auk fjölda nýrra ákæra á grund­velli þessara laga.“

Chanatip Tatiyak­aroonwong, rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal í Tælandi

Frá því að fjölda­mót­mæli brutust út víðs vegar um Tæland árið 2020 hafa að minnsta kosti 1.985 einstak­lingar verið ákærðir fyrir ýmis konar brot vegna þátt­töku í mótmælum samkvæmt samtökum tælenskra mann­rétt­indalögfræðinga. Tölur frá 27. mars sýna að minnsta kosti 237 einstak­lingar hafa verið ákærðir á grund­velli laga sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið, þar af  18 börn.  

„Nýleg dæmi sýna að opin­bert rými hefur snar­minnkað fyrir millj­ónir einstak­linga í Tælandi þar sem yfir­völd vilja í auknum mæli ekki umbera frið­samleg mótmæli. Frá því í lok síðasta árs hafa frið­samir mótmæl­endur verið sakfelldir fyrir brot á lögum sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið vegna þess þeir nýttu rétt sinn til tján­ingar með skrifum á netinu, fyrir þátt­töku í skoptískusýningu og nú síðast fyrir að selja dagatal á netinu með myndum af gulum öndum, tákn mótmæla­hreyf­ing­ar­innar.“ 

Chanatip Tatiyak­aroonwong, rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal í Tælandi

Amnesty Internati­onal kallar er eftir því að tján­ing­ar­frelsi barna sé verndað og allar ákærur á hendur barna og annarra frið­samra mótmæl­enda séu felldar niður.

Skrifaðu undir ákall Amnesty Internati­onal þar sem kallað er eftir því að tján­ing­ar­frelsi barna sé verndað og allar ákærur á hendur þeirra séu felldar niður.

Lestu einnig