Fréttir

16. september 2024

Afmæl­is­hátíð Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnaði um helgina að 50 ár eru liðin frá stofnun deild­ar­innar þann 15. sept­ember 1974. Til að fagna þessum áfanga voru haldnir þrír viðburðir helgina 13-15. sept­ember. Fyrsti viðburð­urinn var í Norræna húsinu föstu­daginn 13. sept­ember þar sem var haldið málþing  í hádeginu. Á laug­ar­deg­inum 14. sept­ember var stuðn­ings­að­gerð og mann­rétt­indajóga á Aust­ur­velli fyrir baráttu­konu fyrir kven­rétt­indum sem er í fang­elsi í Sádi-Arabíu. Sjálf afmæl­is­veislan var á sunnu­deg­inum 15. sept­ember þar sem var fagnað með skrúð­göngu frá Hall­gríms­kirkju sem endaði í menn­ing­ar­húsinu Iðnó í veislu­höldum.

Málþing

Mikil­vægi mann­rétt­inda var yfir­skrift málþingsins á föstu­deg­inum í tilefni af því að Íslands­deild Amnesty Internati­onal hefur starfað í þágu mann­rétt­inda í hálfa öld. Stað­setn­ingin var engin tilviljun en Norræna húsið var valið þar sem stofn­fundur deild­ar­innar var haldinn þar 50 árum fyrr.

Agnès Callamard aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal var sérstakur gestur málþingsins og kom hún til landsins til að halda erindi um mikil­vægi mann­rétt­inda­bar­átt­unnar á á tímum stríðs­átaka á Gaza og lofts­lags­váar en blés einnig von í brjósti. Lesa má fjöl­miðla­viðtöl við hana um efnið á mbl.is og ruv.is.

Katrín Odds­dóttir, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og aðgerðasinni hélt erindi um nauðsyn mann­rétt­inda­bar­átt­unnar enda hefur hún víðtæka reynslu bæði í rétt­inda­bar­áttu og sem lögfræð­ingur.

Kári Hólmar Ragn­arsson, dósent við laga­deild Háskóla Íslands fjallaði um alþjóða­kerfið og framtíð þess út frá laga­legu sjón­ar­miði. Það komu nokkrar spurn­ingar í lokin og var meðal annars rætt um nauðsyn þess að hugsa nýjar leiðir í alþjóða­kerfinu.

Agnes Callamard aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Mannréttindajóga

Í sönnum anda Amnesty Internati­onal var stuðn­ings­að­gerð og mann­rétt­indajóga á laug­ar­deg­inum til stuðn­ings Manahel al-Otaibi, líkams­rækt­ar­kennara og baráttu­konu sem er í fang­elsi fyrir að styðja kven­rétt­indi og birta mynd að sér í klæða­burði sem stjórn­völd þótti ekki viðeig­andi. Manahel var dæmd í 11 ára fang­elsi og hefur sætt pynd­ingum og einangr­un­ar­vist í fang­elsi.

Þátt­tak­endur söfn­uðust saman á Aust­ur­velli og var byrjað á því að taka hópmynd þar sem haldið var á andlits­mynd af Manahel til sýna henni samstöðu. Manahel hefur mikinn áhuga á alls konar líkams­rækt og því þótti tilvalið að bjóða upp á jóga til að vekja athygli á máli hennar. Að lokinni mynda­töku leiddi Eva Einars­dóttir mann­rétt­indajóga en hún er bæði formaður Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og jóga­kennari. Þátt­taka var góð, enda blíðskap­ar­veður. Hægt er að skrifa undir málið hennar og krefjast lausnar hennar. Skrifaðu undir hér.

Afmælisfögnuður

Á sjálfum afmæl­is­deg­inum sunnu­daginn 15. sept­ember var mikil gleði og fögn­uður. Gleðin hófst með skrúð­göngu frá Hall­gríms­kirkju um kl. 14. Brass­sveit undir stjórn Hauks Gröndal leiddi gönguna með skemmti­legri sveiflu og hélt uppi góðri stemn­ingu. Guli liturinn okkar var alls ráðandi með gulum borða, veifum og skiltum.

Síðasti spöl­urinn í göng­unni var Vonar­stræti sem átti vel þar sem  kertið í merki okkar táknar vonar­ljós fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. Gangan endaði í Iðnó þar sem slegið var upp veislu. Í boði voru léttar veit­ingar og skemmti­dag­skrá. Stemn­ingin var góð og skemmti fólk sér vel. Á svæðinu voru mörg kunn­ugleg andlit sem hafa komið að starfi deild­ar­innar í gegnum árin.

Björk Guðmunds­dóttir, leik­kona og grín­isti, var kynnir og skemmti gestum og kitlaði hlát­urtaug­arnar með glensi og gríni. Ævar Kjart­ansson hélt ávarp þar sem hann horfði til fortíðar í starfi deild­ar­innar enda hefur lengi tengst starfi deild­ar­innar og sat um tíma í stjórn. Eva Einars­dóttir formaður Íslands­deild­ar­innar sagði einnig nokkur orð um deildina í dag og horfði til fram­tíðar.

Anna Lúðvíks­dóttir fram­kvæmda­stjóri Íslands­deild­ar­innar heiðraði forvera sinn, Jóhönnu K. Eyjólfs­dóttur, sem í stýrði deild­inni af festu í um tvo áratugi. Jóhanna kom deild­inni á þann stall sem hún er í dag með heil­indum og þekk­ingu í fyrir­rúmi. Deildin stendur svo sann­ar­lega í þakk­ar­skuld við hennar framlag þar sem enn í dag tengja margir nafn Jóhönnu við mann­rétt­ind­astarf deild­ar­innar.

Karla­kórinn Bartónar var með tónlist­ar­at­riði og fengu gestir að syngja með loka­laginu, Þó líði ár og öld. Það var svo sann­ar­lega vel tekið undir það og sungu gestir af innlifun. Hljóm­sveitin Los Bomboneros héldu uppi fjöri undir lokin með suður-amer­ískri tónlist og það var ekki annað hægt en að dilla sér smá við tónlistina.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þakkar kærlega fyrir sig og vill sérstak­lega þakka öllu því fólki sem hefur stutt mann­rétt­ind­astarf deild­ar­innar með einum eða öðrum hætti.

Lestu einnig