Skýrslur
30. apríl 2020Fram kemur í ársskýrslu Amnesty International fyrir árið 2019 að mótmælendur í Afríku sunnan Sahara hafi barist fyrir réttindum sínum gegn átökum og kúgun þrátt fyrir hættu á skotárásum eða barsmíðum. Í skýrslunni er greint frá mótmælum og harkalegum viðbrögðum stjórnvalda, mannréttindabrotum og átökum víðsvegar á svæðinu. Herjað var á aðgerðasinna og fjölmiðlafólk og þúsundir óbreyttra borgara þjáðust vegna átaka.
Árið 2019 kom samtakamáttur fólksins berlega í ljós í mótmælum víðsvegar í Afríku sunnan Sahara. Í löndum eins og Súdan, Simbabve, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Gíneu reis fólk upp gegn harkalegum aðgerðum til að berjast fyrir réttindum sínum. Í sumum tilfellum hafa mótmælin leitt til stórra breytinga. Í kjölfar þess að forseti Súdan, Omar al Bashir, hrökklaðist frá völdum hafa ný yfirvöld lofað umbótum í þágu mannréttinda. Í kjölfar mótmæla í Eþíópíu tilkynntu stjórnvöld einnig um umbætur í þágu mannréttinda.
Átök
Átök og ofbeldi bitnuðu verst á óbreyttum borgurum á svæðinu:
Í Darfúr í Súdan voru mögulega framdir stríðsglæpir af hálfu hersveita stjórnvalda ásamt öðrum alvarlegum mannréttindabrotum, þar á meðal morð, kynferðisofbeldi, kerfisbundnar gripdeildir og nauðungarflutningar.
Í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frömdu öryggissveitir og tugir vopnaðra hópa, innlendir sem erlendir, enn og aftur mannréttindabrot. Tvö þúsund óbreyttir borgarar féllu og að minnsta kosti ein milljón íbúa sætti nauðungarflutningum.
Í Sómalíu urðu óbreyttir borgarar fyrir áframhaldandi árásum af hálfu vopnaða hópsins Al-Shabaab. Stjórnvöld í landinu og alþjóðlegir bandamenn þeirra náðu ekki að grípa til aðgerða til að vernda fólk gegn árásum Al-Shabab.
Vopnaðir hópar beindu árásum að óbreyttum borgurum í Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu og Búrkína Fasó og brugðust stjórnvöld þar í landi skyldu sinni að vernda almenning.
Miðhluti Malí varð óöruggara svæði þar sem vopnaður hópur, sem telur sig vera sjálfsvarnarhóp, myrti fjölda óbreytta borgara. Öryggissveitir brugðust við með því að fremja fjölmörg mannréttindabrot, þar á meðal aftökur án dóms og laga og pyndingar.
Í Mósambík réðust vopnaðir hópar á íbúa í Cabo Delgado. Talið er að öryggissveitir hafi framið mannréttindabrot til að bregðast við ofbeldinu.
Í Eþíópíu brutust út átök milli þjóðarbrota og brugðust öryggissveitir við af mikilli hörku.
Í enskumælandi hluta Kamerún, héldu vopnaðir aðskilnaðarsinnar áfram að fremja mannréttindabrot, meðal annars morð, limlestingar og mannrán. Að auki eyðilögðu þeir heilsugæslustöðvar. Hersveitir brugðust við með aftökum án dóms og laga og íkveikjum í húsum.
„Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er enn eitt stærsta áhyggjuefni fólks á svæðinu. Undirfjármögnun í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til skorts á sjúkrarúmum og lyfjum á sjúkrahúsum. Stjórnvöld í löndum eins og Angóla, Simbabve, Búrúndí og Kamerún hafa bruðgist skyldu sinni að vernda réttinn til heilsu og átök á svæðinu gera ástandið enn verra. Á tímum kórónuveirufaraldursins má enginn tími fara til spillis í aðgerðum gegn ójöfnuði og mannréttindabrotum sem valda því að heilbrigðisþjónusta er óaðgengileg fyrir marga.“
Samira Daoud, framkvæmdastjóri Vestur- og Mið-Afríkudeildar Amnesty International.
Kúgun ríkis
Baráttufólk fyrir mannréttindum ofsótt og áreitt fyrir að standa gegn stjórnvöldum og gagnrýna þau. Herjað var á aðgerðastarf í Búrúndí, Malaví, Mósambík, Esvatíní, Sambíu og Miðbaugs-Gíneu árið 2019. Til dæmis:
Í 17 löndum víðsvegar í Afríku sunnan Sahara, var fjölmiðlafólk handtekið af geðþótta og sett í varðhald. Til dæmis:
Í Nígeríu voru skráð 19 tilvik þar sem fjölmiðlafólk sætti árásum, geðþóttahandtökum og varðhaldi. Margt þeirra stendur frammi fyrir röngum sakargiftum.
Í Búrúndí herjuðu stjórnvöld á mannréttindafrömuði og borgaraleg samtök meðal annars með málsóknum og löngum fangelsisdómum.
Umrót
Þúsundir neyddust til að flýja heimili sín í leit að vernd vegna mannréttindabrota. Í Mið-Afríkulýðveldinu voru 600 þúsund einstaklingar vegalausir innan eigin lands, yfir 222 þúsund í Tjad og hálf milljón í Búrkína Fasó.
Í Suður-Afríku átti sér stað kerfisbundið ofbeldi gegn farand- og flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Ofbeldið var að hluta tilkomið vegna refsileysis og bresta í dómskerfinu. Í ágúst og september létust 12 einstaklingar, bæði Suður-Afríkubúar og útlendingar, þegar ofbeldi braust út.
Sigrar fyrir mannréttindi
Þrátt fyrir dökka mynd unnust samt sem áður nokkrir sigrar á árinu 2019.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu