Skýrslur

16. apríl 2020

Evrópa: Sjálf­stæði dómstóla ógnað

Samkvæmt ársskýrslu Amnesty Internati­onal um mann­rétt­indi í Evrópu og Mið-Asíu fyrir árið 2019 fólust helstu mann­rétt­inda­brotin í tilraunum til að draga úr sjálf­stæði dóms­kerf­isins til að forðast ábyrgð­ar­skyldu og að brjóta á bak aftur mótmæli.

„Einstak­lingar sættu ógnunum, hótunum, málsóknum, óhóf­legu valdi lögreglu og mismunun. Grasrót­ar­hreyf­ingar hugrakks fólks sem þorði að rísa upp og draga stjórn­völd til ábyrgðar veita von um fram­tíðina.“

Marie Strut­hers, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Sjálfstæði dómstóla ógnað

Sjálf­stæði dómstóla er grund­vall­ar­at­riði til að tryggja sann­gjörn rétt­ar­höld og vernda mann­rétt­indi. Stjórn­ar­flokkar tóku ósvífin skref til að hafa stjórn á dómurum og dómstólum sem ógnuðu sjálf­stæði dóms­kerfis Póllands.

Dómarar og saksókn­arar sem komu dóms­kerfinu í landinu til varnar sættu mann­rétt­inda­brotum. Margir þeirra sættu refsi­að­gerðum vegna agabrota og aðrir urðu fyrir rógs­her­ferð á ríkis­fjöl­miðlum og samfé­lags­miðlum.

Þá jukust áhyggjur vegna sjálf­stæðis dómstóla Ungverja­lands, Rúmeníu og Tyrk­lands. Dómarar í Ungverjalandi hafa sætt árásum úr mörgum áttum í tilraunum stjórn­valda til að draga úr sjálf­stæði dómstóla.

 

Í maí síðast­liðnum varaði fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins Rúmeníu við því að landið gæti misst ákveðin rétt­indi sem aðild­ar­ríki fyrir að brjóta á grund­vall­ar­gildum Evrópu­sam­bandsins ef ekki yrðu ákveðnar úrbætur, meðal annars til að hindra íhlutun fram­kvæmda­valdsins á sjálf­stæði dómstóla.

Umbætur á dóms­kerfinu í Tyrklandi voru samþykktar á þinginu. Engar úrbætur voru þó lagðar fram til að koma í veg fyrir þann gífur­lega póli­tíska þrýsting sem dómstólar eru undir eða binda enda á ósann­gjörn rétt­ar­höld, málsóknir og sakfell­ingar af póli­tískum toga.

Fundafrelsi

Mikil­vægi sjálf­stæðis dómkerf­isins til verndar einstak­lings­frelsi kom berlega í ljós árið 2019 þegar ríki settu frekari takmark­anir á mótmæli í Frakklandi, Póllandi og Tyrklandi og drógu mótmæl­endur til saka.

  • Stór mótmæli áttu sér stað í fjöl­mörgum löndum víðs­vegar um Evrópu, þar á meðal í Frakklandi, Aust­ur­ríki, Póllandi, Rúmeníu, Tékklandi og Ungverjalandi
  • Regluleg mótmæli og verk­föll fóru fram í stærstu borgum Evrópu þar sem  krafist var aðgerða stjórn­valda í lofts­lags­málum.
  • Mörg ríki bældu niður mótmæli með aðgerðum sem stríða gegn funda- og tján­ing­ar­frelsi.
  • Hundruð mótmæl­enda særðust vegna aðgerða lögreglu í Aust­ur­ríki, Frakklandi, og á Spáni.
  • Óhóf­legri vald­beit­ingu var beitt í Frakklandi.
  • Mótmæli voru leyst upp í Tyrk­landi með ofbeld­is­fullum hætti og samkomu­bann var oft sett á til að hindra funda­frelsi.

Ríki brugðust skyldu sinni þegar örygg­is­sveitir voru ekki dregnar til ábyrgðar fyrir ofbeldi gegn mótmæl­endum.

Dómarar í málum mótmæl­enda voru sumir hverjir áreittir eða lækk­aðir í tign af pólskum stjórn­völdum.

„Í Moskvu og öðrum rúss­neskum borgum fóru stærstu mótmæli síðustu ára fram vegna ákvörð­unar stjórn­valda um að banna stjórn­ar­and­stæð­ingum þátt­töku í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum. Aðgerðir gegn mótmælum leiddu til þess að 24 mótmæl­endur voru sakfelldir fyrir að nýta rétt sinn til að mótmæla. Refsi­að­gerðir gegn mótmæl­endum í Moskvu komu af stað fordæma­lausri samstöðu­her­ferð sem er frekari merki um vitund­ar­vakn­ingu um mann­rétt­indi og samtaka­mátt fólksins í Rússlandi.

Marie Strut­hers, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Fólksflutningar

Með útvistun landa­mæra­gæslu til landa þar sem staða mann­rétt­inda er bág eru ríki í Evrópu enn að forðast að taka ábyrgð á mann­rétt­inda­brotum í málefnum farand- og flótta­fólks.

Áhersla þessara Evrópu­ríkja var enn sú sama árið 2019 þar sem verndun landa­mæra umfram manns­lífa var í forgangi. Ríkin héldu áfram samstarfi við Líbíu um að halda farand- og flótta­fólki þar í landi þrátt fyrir versn­andi örygg­is­ástand í landinu.

Ítölsk yfir­völd fram­lengdu samkomulag sitt við Líbíu um varð­hald farand- og flótta­fólks um þrjú ár í nóvember 2019 þrátt fyrir sann­anir um áfram­hald­andi kerf­is­bundin mann­rétt­inda­brot í Líbíu, þar á meðal pynd­ingar í varð­haldsmið­stöðvum.

Skýrslur um alvarleg mann­rétt­inda­brot gegn farand- og flótta­fólki dró ekki kjarkinn úr samstarfi Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land um að hefta fólks­flutn­inga í samræmi við samning þeirra frá árinu 2016. Í október 2019, fyrir árás Tyrk­lands í norð­aust­ur­hluta Sýrlands, tók Amnesty Internati­onal tugi viðtala við Sýrlend­inga. Viðtölin gáfu til kynna að hundruð Sýrlend­inga hefði verið vísað frá Tyrklandi frá maí fram í sept­ember 2019 undir því yfir­skini að fólkið hefði snúið sjálf­viljugt til baka.

Samn­ingur Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land hefur einnig leitt til yfir­fullra flótta­manna­búða sem á sér ekki fordæmi á Eyja­hafs­eyjum (milli Grikk­lands og Tyrk­lands) þar sem tugir þúsunda einstak­linga búa við örbirgð.

Árásir gegn baráttufólki fyrir mannréttindum

Borg­ara­sam­fé­lagið, fjöl­miðla­fólk og aðrir aðilar sem veita stjórn­völdum aðhald fundu vel fyrir þrýst­ingi árið 2019. Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, fjöl­miðla­fólk, frjáls félaga­samtök og aðrir aðilar sem hafa barist fyrir rétt­látara samfé­lagi voru helstu skot­mörk í aðgerðum stjórn­valda.

„Framlag þessara aðila til að draga yfir­völd til ábyrgðar er enn mikil­vægara á meðan og eftir að kórónu­veirufar­ald­urinn gengur yfir. Mannúð og samstaða þessara aðila við jaðar­hópa samfé­lagsins eru enn nauð­syn­legri nú en nokkru sinni fyrr og mun halda áfram að vera það eftir að kórónu­veirufar­aldr­inum lýkur.“

Marie Strut­hers, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Ársskýrslur 2019

Lestu einnig