Fréttir

6. janúar 2026

Alþjóð­legt: Amnesty Internati­onal lýsir yfir alvar­legum áhyggjum af stöðu mann­rétt­inda í kjölfar hern­að­ar­að­gerða Banda­ríkj­anna í Venesúela.

Hern­aðaraðgerðir banda­rískra stjórn­valda í Venesúela undir forystu Donalds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem leiddu til hand­töku Nicolás Maduro og Cilia Floresertil marks um alvar­lega ógn við mann­rétt­indi íbúa landsins.

Aðgerð­irnar fela að öllum líkindum í sér brot á alþjóða­lögum, þar á meðabroti gegn stofn­sátt­mála Sameinuðu Þjóð­annasem og yfir­lýstur ásetn­ingur Banda­ríkj­anna um að taka í stjórn­artaumana í Venesúela og stýra olíu­auð­lindum landsins.  

Mynd: AI @Laura Rangel

Áhyggjur og kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal hefur sérstakar áhyggjur af hætt­unni á frekari stig­mögnun mann­rétt­inda­brota í landinu, hvort sem það orsakast af frekari hern­að­ar­að­gerðum Banda­ríkj­anna eða vegna viðbragða stjórn­valda í Venesúela við árás­unum. 

Samtökin hvetja stjórn­völd í Banda­ríkj­unum eindregið til að virða alþjóðleg mann­úðar- og mann­rétt­indalög, setja vernd óbreyttra borgara í forgang og tryggja mann­rétt­indi allra sem eru frels­is­svipt, meðal annars með því að standa vörð um rétt­láta máls­með­ferð og mann­úð­lega meðferð.  

Jafn­framt skorar Amnesty Internati­onal á stjórn­völd í Venesúela að láta af frekari kúgun og undir­strikar að samkvæmt alþjóða­lögum ber þeim skýr skylda til að virða og vernda mann­rétt­indi allra íbúa landsins. 

Mann­rétt­inda­fröm­uðir og póli­tískir aðgerða­sinnar í Venesúela, sem hafa um árabil barist gegn mann­rétt­inda­brotum stjórn­valda í tíð Maduro forseta, eru í mestri hættu. 

Amnesty Internati­onal lýsir samstöðu sinni með íbúum Venesúela: Þúsundum þolenda og eftir­lif­enda, sem og þeim millj­ónum sem hafa neyðst til að flýja landið eftir að hafa sætt mann­rétt­inda­brotum og glæpum gegn mann­kyni í árafjölda.  

Amnesty Internati­onal ítrekar ennfremur langvar­andi kröfu sína um að ríkis­stjórn Nicolás Maduro verði rann­sökuð og þar sem sönn­un­ar­gögn gefi tilefni til verði einstak­lingar sóttir til saka fyrir óháðum dómstóli, til að tryggja rétt­læti og skaða­bætur fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota í Venesúela.  

Samtökin lýsa yfir þungum áhyggjum af því að árás á Venesúela og hand­taka Nicolás Maduro og Cilia Flores, af hálfu eins af fimm fasta­ríkjum Örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna, grafi enn frekar undan alþjóða­lögum og reglu­verki alþjóða­sam­fé­lagsins. Þessar aðgerðir senda skýr skilaboð um alþjóða­kerfi sem byggir á hervaldi, hótunum og ógnunum, og auka hættuna á að fleiri ríki fylgi fordæminu.  

Lestu einnig