Fréttir

14. maí 2020

Alþjóð­legt: Árásir á fjöl­miðla­fólk í kórónu­veirufar­aldr­inum

Árásir gegn fjöl­miðla­fólki og gagn­rýn­endum stjórn­valda vegna viðbragða við kórónu­veirufar­aldr­inum hindra að hægt sé að takast á við hann. Amnesty Internati­onal varar við ritskoðun á mikil­vægum upplýs­ingum um farald­urinn um heim allan og kallar eftir því að stjórn­völd setji lýðheilsu í forgang fram yfir verndun orðspors síns.

Frá upphafi farald­ursins, þegar kínversk yfir­völd ritskoðuðu fjöl­miðlaum­fjöllun og refsuðu uppljóstr­urum, hefur fjöl­miðla­fólk um allan heim sett líf sitt, frelsi og starf í hættu til að deila upplýs­ingum til almenn­ings sem gætu bjargað lífum.“

Ashfaq Khalfan, fram­kvæmda­stjóri laga­skrif­stofu Amnesty Internati­onal.

Hættuleg ritskoðun

Réttar og tíman­legar upplýs­ingar eru megin­at­riði þegar kemur að rétti einstak­linga til heilsu. Fólk á rétt á upplýs­ingum um eigin­leika og útbreiðslu veirunnar ásamt leiðum til að vernda sig frá smiti. Víðs­vegar um heiminn hafa stjórn­völd hand­tekið fjöl­miðla­fólk og sett í varð­hald fyrir að dreifa slíkum upplýs­ingum.

Rúss­neska blaða­konan Elena Milashina gagn­rýndi viðbrögð yfir­valda í Téténíu. Leið­togi Téténíu, Ramzan Kadyrov, kallaði fólk sem smitar aðra „verra en hryðju­verka­menn og ætti skilið að vera drepið“. Milhasina taldi þessi orð geta leitt til þess að fólk leyndi einkennum sínum vegna ótta. Kadyrov hótaði Milashina í mynd­bandi á Insta­gram og biðlaði til rúss­neskra yfir­valda „að stöðva ómennskt fólk eins og hana sem ögraði fólki með skrifum sínum“.

Í Egyptalandi var Atef Hasballah, ritstjóri dagblaðs, hand­tekinn þann 18. mars og honum haldið án nokk­urra upplýs­inga í tæpan mánuð þegar hann dró í efa opin­berar tölur um smit á Face­book-síðu sinni.

Í Níger var blaða­mað­urinn Mamane Kaka Touda hand­tekinn í byrjun mars eftir að hafa birt á samfé­lags­miðli grun um smit á spítala.

Í Venesúela var Darvinson Rojas í haldi í 12 daga fyrir umfjöllun um útbreiðslu veirunnar í landinu og þrýst á hann að gefa upp heim­ildir sínar.

Í Tyrklandi voru İsmet Çiğit og Güngör Aslan hand­teknir vegna starfa sinna á veffréttamiðli þann 18. mars í kjölfar greinar um tvö dauðs­föll sem tengdust kórónu­veirunni á einum spítala. Þeir voru leystir úr haldi eftir yfir­heyrslu en fannst þeir ekki getað fjallað um málefnið áfram.

Í Indlandi hafa nokkrir blaða­menn verið yfir­heyrðir af lögreglu vegna umfjöll­unar sinnar og sumir hand­teknir.

Fjöl­miðla­fólk hefur verið sótt til saka fyrir umfjöllun um kórónu­veiruna í mörgum löndum eins og Aser­baísjan, Kasakstan, Serbíu, Bangla­dess, Kambódíu, Úganda, Rúanda, Sómalíu, Túnis og Palestínu.

Umfjall­anir um mann­rétt­inda­brot í tengslum við farald­urinn, líkt og lögreglu­of­beldi eða bágar aðstæður í fang­elsum, hafa leitt til þess að fjöl­miðla­fólk hefur verið áreitt, sótt til saka, orðið fyrir árásum eða því hótað.

Í Kenía var tekið upp á mynd­band hvar lögreglan réðst á blaða­menn sem reyndu að taka upp lögreglu­of­beldi gegn fólki í biðröð í ferju fyrir útivist­ar­bann.

Í Bangla­dess réðust flokks­menn stjórn­ar­flokks á fjóra blaða­menn fyrir umfjöllun á Face­book Live um spill­ingu við mann­úð­ar­að­stoð.

Falsfréttir

Nokkur lönd hafa notað kórónu­veirufar­ald­urinn sem fyrir­slátt nýrrar löggjafar gegn dreif­ingu fals­frétta. Til dæmis í Aser­baísjan, Ungverjalandi, Rússlandi, Úsbekistan, Kambódíu, Sri Lanka, Tælandi, Tans­aníu og nokkrum ríkjum á Arab­íu­skag­anum. Í flestum þessara tilfella eru það yfir­völd sem skil­greina hvað fals­fréttir eru en það stríðir gegn frjálsri umræðu.

Stjórn­völd í Ungverjalandi settu á ný lög gegn dreif­ingu fals­frétta eða rangra upplýs­inga um vernd gegn veirunni. Brot á lögunum varða allt að fimm árum í fang­elsi. Fjöl­miðla­fólk hefur verið áreitt og því ógnað fyrir gagn­rýni á stjórn­völd vegna viðbragða við faraldr­inum.

Í Bosníu var kona, sem starfar sem læknir, ákærð fyrir rangar upplýs­ingar og að ýta undir ótta vegna færslu á Face­book um skort á öndun­ar­vélum og öðrum búnaði á einum spítala. Hún á yfir höfði sér 1500 evra sekt.

„Í miðjum kórónu­veirufar­aldri ættu yfir­völd að forgangsraða öðrum hlutum en að leita eftir færslum á Face­book sem þeim líkar illa við.“

Ashfaq Khalfan fram­kvæmda­stjóri laga­skrif­stofu Amnesty Internati­onal.

Umræður eru af hinu góða

Fólk á rétt á upplýs­ingum er varða heilsu, eins og skort á lækn­inga­tækjum og áreið­an­lega tölfræði jafnvel þó hún sé á skjön við upplýs­ingar frá stjórn­völdum.

Alþjóðalög banna refs­ingu við að tjá sig um falskar upplýs­ingar auk þess sem það er ekki árang­ursrík leið til að verja lýðheilsu.

Stjórn­völd ættu í staðinn að tryggja dreif­ingu áreið­an­legra og gagn­reyndra upplýs­inga á aðgengi­legan máta.

Lestu einnig