Fréttir

10. ágúst 2021

Alþjóð­legt: Pegasus verk­efnið

Pegasus-verk­efnið hefur afhjúpað að njósna­búnaði frá ísra­elska fyrir­tækinu NSO Group hefur verið beitt til að brjóta mann­rétt­indi um allan heim. 

Pegasus-verk­efnið er rann­sókn Forbidden Stories, samtaka til verndar fjöl­miðla­fólks, og Amnesty Internati­onal í samvinnu við 80 einstak­linga sem starfa fyrir 17 fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í tíu löndum. Rann­sóknin hófst eftir leka 50.000 síma­númer einstak­linga sem hugs­an­lega var verið að njósna um, þar á meðal númer þjóð­höfð­ingja, aðgerða­sinna og blaða­fólks, til að mynda fjöl­skyldu blaða­mannsins Jamal Khashoggi.

 

„Þetta er  alþjóð­legur vandi og enginn er öruggur, meira að segja tækn­irisar eins og Apple eru illa í stakk búnir til þess að takast á við eftirlit af þessum mæli­kvarða.”

Danna Ingleton, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri tækni­deildar Amnesty Internati­onal

Þúsundir iphone síma um allan heim eru mögu­lega undir eftir­liti Pegasus-njósna­bún­að­arins. Einnig voru Google Android símar á list­anum en ekki var hægt að greina hvort njósna­bún­að­inum hafi verið komið fyrir í slíkum símum. 

Pegasus-njósna­bún­að­inum er hlaðið leyni­lega niður á síma þeirra sem ráðist er gegn. Njósna­bún­að­urinn veitir aðgang að öllum gögnum símans ásamt því að geta kveikt á hljóð­nema og myndavél.

 

„Þessar árásir hafa berskjaldað stað­setn­ingar aðgerða­sinna, fjöl­miðla­fólks og stjórn­mála­manna um allan heim og orðið til þess að persónu­upp­lýs­ingar eru notaðar gegn þeim.”

 Komið hefur í ljós að ríkis­stjórnir hafa notað njósna­bún­aðinn í þeim tilgangi að þagga niður í fjöl­miðla­fólki og aðgerða­sinnum ásamt því að stofna lífi þeirra í hættu. 

„NSO group getur ekki falið sig bakvið þær stað­hæf­ingar að njósna­bún­að­urinn sé einungis notaður til lögmætra rann­sókna á glæpum og hryðju­verkum. Yfir­gnæf­andi vísbend­ingar eru um að njósna­bún­að­urinn sé mark­visst notaður til þögg­unar og annarra mann­rétt­inda­brota. NSO Group verður umsvifa­laust að hætta að selja hugbún­aðinn til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi.”

Danna Ingleton

 „Rann­sóknin sýnir að staf­rænn eftir­lits-og njósna­bún­aður eru ekki háður neinum takmörk­unum. Ríki verða strax að setja á bann á útflutn­ingi, sölu og notkun á hvers konar njósna-og eftir­lits­búnaði þar til reglu­gerðir um slíkan búnað taki mið af mann­rétt­indum.”

Danna Ingleton

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að:

• Yfir­völd tryggi að þessari tækni verði ekki beitt með ólög­mætum hætti gegn mann­rétt­inda­sinnum og almennum borg­urum.
• Hætt sé að selja eftir­lits­búnað til ríkja eins og Marokkó þar sem mikil hætta er á að búnað­urinn sé notaður til að fremja mann­rétt­inda­brot.
• Ríkis­stjórnir víða um heim beiti sér fyrir tíma­bundnu banni á sölu, flutn­ingi og notkun njósna­bún­aðar.

Lestu einnig