Skýrslur
18. mars 2020Milljónir einstaklinga fóru út á götur til að mótmæla ofbeldi, ójafnrétti, spillingu og refsileysi eða neyddust til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi. Ríki beittu harkalegum aðgerðum gegn mótmælendum og umsækjendum um alþjóðlega vernd án þess að virða skyldur sína samkvæmt landslögum og alþjóðalögum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Amnesty International fyrir Norður- og Suður-Ameríku árið 2019.
Rómanska-Ameríka er enn og aftur hættulegasta svæðið í heiminum fyrir baráttufólk fyrir mannréttindum. Aðgerðasinnar sem berjast fyrir landréttindum og umhverfisvernd eru í mestri hættu og eiga á hættu að vera ofsóttir, myrtir, hafðir fyrir rangri sök eða þurfa að flýja heimaslóðir sínar.
Kólumbía var hættulegasta landið fyrir baráttufólk fyrir mannréttindum á síðasta ári en þar eiga sér stað átök milli vopnaðra hópa. Árið 2019 voru 106 einstaklingar myrtir. Flestir þeirra voru af afrískum uppruna og leiðtogar smábænda.
Mexíkó var eitt hættulegast landið fyrir fjölmiðlafólk en a.m.k. 10 einstaklingar úr þeirra hópi voru myrtir árið 2019. Þar var fjöldi skráðra morða einnig með hæsta móti frá upphafi skráninga. Alls voru skráð 35.558 morð.
„Með auknum samfélagslegum óróa, pólitískum óstöðugleika og eyðileggingu náttúrunnar sem vofir yfir fyrir árið 2020 þá er mannréttindabaráttan enn mikilvægari en áður. Pólitískir leiðtogar sem boða hatur og sundrung til að grafa undan réttindum annarra hópa munu ekki lenda réttum megin í sögunni.“
Erika Guevara-Rosas, framkvæmdastjóri Ameríkudeildar Amnesty International
Kúgun gegn mótmælendum
Víða voru mótmæli, oft undir forystu ungs fólks, þar sem krafist var virðingar fyrir mannréttindum. Í eftirfarandi löndum brugðust stjórnvöld við með kúgun og auknum hernaðaraðgerðum í stað þess að opna umræður og veita kröfum mótmælenda athygli.
Kúgunin var sérstaklega alvarleg í Venesúela. Öryggissveitir frömdu alvarleg mannréttindabrot og glæpi samkvæmt alþjóðalögum. Má þar nefna aftökur án dóms og laga, geðþóttahandtökur og óhóflega beitingu valds sem geta talist til stríðsglæpa.
Lögreglan og herinn í Chile særðu þúsundir mótmælenda vísvitandi til að koma í veg fyrir frekari mótmæli og urðu þess valdandi að fjórir létu lífið.
Í heildina féllu a.m.k. 210 einstaklingar í tengslum við mótmælin í Ameríku:
Harkalegar aðgerðir gegn fólki á flótta
Næstum 4,8 milljónir karlmenn, konur og börn hafa flúið neyðarástandið í Venesúela frá árinu 2015, fjöldi sem á sér ekki fordæmi í Ameríku.
Perú, Ekvador og Chile brugðust við með strangari kröfum inn í landið og með ólögmætum brottvísunum fólks frá Venesúela sem leitast eftir alþjóðlegri vernd.
Bandarísk stjórnvöld misbeittu réttarkerfinu til að áreita fólk sem aðstoðar farandfólk.
Stjórnvöld i Mexíkó samþykktu að taka á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd sem er vísað frá Bandaríkjunum í kjölfar þess að bandarísk stjórnvöld hótuðu að setja á nýja viðskiptatolla. Rúmlega 59 þúsund einstaklingar voru sendir frá Mexíkó. Auk þess sendu mexíkósk stjórnvöld hersveitir til að stöðva fólk frá Mið-Ameríku á leið að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Kynbundið ofbeldi
Þrátt fyrir framfarir á réttindum kvenna á svæðinu er kynbundið ofbeldi enn algengt. Litlar framfarir hafa verið í kyn- og frjósemisréttindum.
Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgaði, barði og niðurlægði fólk í vændi ítrekað á þann hátt að það getur talist til pyndinga.
Konur og stúlkur í El Salvador sem verða fyrir fósturmissi, sérstaklega þær sem koma úr jaðarhópum eiga enn hættu á að verða saksóttar vegna algjörs banns við þungunarrofi.
Þriðja hvern klukkutíma í Argentínu fæðist barn af móður sem er undir 15 ára aldri. Meirihluti þeirra neyðist til að ganga með barnið þrátt fyrir að þungun hafi verið afleiðing kynferðisofbeldis.
Umhverfismál og Refsileysi
Áhyggjur af umhverfismálum fór vaxandi.
Refsileysi er ríkjandi á svæðinu:
Sigrar og bjartsýni
Það voru einnig jákvæðar fréttir á árinu 2019.
Í lok ársins höfðu 22 lönd skrifað undir Escázu-samninginn, sem er svæðisbundinn tímamótasáttmáli um réttindi til umhverfisverndar. Ekvador var áttunda landið til að fullgilda samninginn í febrúar. Aðeins þrjú lönd til viðbótar þurfa að gera slíkt hið sama til að samningurinn taki gildi.
Í Bandaríkjunum sýknaði dómstóll í Arizona sjálfboðaliðann Scott Warren fyrir að veita farandfólki athvarf eftir að hann gaf tveimur einstaklingum mat, vatn og stað til að sofa. Ríkisdómari ógilti sakfellingu fjögurra annarra sjálfboðaliða í mannúðarstörfum fyrir svipaðar sakargiftir í febrúar.
Í El Salvador var sýknun Evelyn Hernández var sigur fyrir mannréttindi þrátt fyrir að saksóknari hafi síðan áfrýjað dómsúrskurðinum. Evelyn var ákærð fyrir morð eftir neyðartilfelli á meðgöngu sem leiddi til fósturmissis.
Ungar konur og stúlkur voru í fararbroddi hreyfinga í þágu mannréttinda og kröftug femínísk mótmæli í löndum eins og Argentínu, Mexíkó og Chile vekja vonir fyrir árið 2020.
Konur og stúlkur kröfðust kyn- og frjósemisréttinda og að bundið væri enda á kynbundið ofbeldi. Gjörningur þeirra vakti athygli á heimsvísu. Allt frá Santiago til Washington D.C. var þessi magnaði gjörningur með femínískum söng, „Nauðgarinn á leið þinni“, fluttur og gaf tóninn fyrir samstöðu árið 2019 og endurvakti bjartsýni um árangur á þessu ári.
Erika Guevara-Rosas, framkvæmdastjóri Ameríkudeildar Amnesty International
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu