Skýrslur

18. mars 2020

Ameríka: Harka­legar aðgerðir gegn mótmælum 2019

Millj­ónir einstak­linga fóru út á götur til að mótmæla ofbeldi, ójafn­rétti, spill­ingu og refsi­leysi eða neyddust til að flýja heima­land sitt í leit að öryggi. Ríki beittu harka­legum aðgerðum gegn mótmæl­endum og umsækj­endum um alþjóð­lega vernd án þess að virða skyldur sína samkvæmt lands­lögum og alþjóða­lögum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Amnesty Internati­onal fyrir Norður- og Suður-Ameríku árið 2019.

 

Rómanska-Ameríka er enn og aftur hættu­leg­asta svæðið í heim­inum fyrir baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum. Aðgerða­sinnar sem berjast fyrir landrétt­indum og umhverf­is­vernd eru í mestri hættu og eiga á hættu að vera ofsóttir, myrtir, hafðir fyrir rangri sök eða þurfa að flýja heima­slóðir sínar.

Kólumbía var hættu­leg­asta landið fyrir baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum á síðasta ári en þar eiga sér stað átök milli vopn­aðra hópa. Árið 2019 voru 106 einstak­lingar myrtir. Flestir þeirra voru af afrískum uppruna og leið­togar smábænda.

 

Mexíkó var eitt hættu­legast landið fyrir fjöl­miðla­fólk en a.m.k. 10 einstak­lingar úr þeirra hópi voru myrtir árið 2019. Þar var fjöldi skráðra morða einnig með hæsta móti frá upphafi skrán­inga. Alls voru skráð 35.558 morð.

 „Með auknum samfé­lags­legum óróa, póli­tískum óstöð­ug­leika og eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar sem vofir yfir fyrir árið 2020 þá er mann­rétt­inda­bar­áttan enn mikil­vægari en áður. Póli­tískir leið­togar sem boða hatur og sundrung til að grafa undan rétt­indum annarra hópa munu ekki lenda réttum megin í sögunni.“

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal

Kúgun gegn mótmælendum

Víða voru mótmæli, oft undir forystu ungs fólks, þar sem krafist var virð­ingar fyrir mann­rétt­indum. Í eftir­far­andi löndum brugðust stjórn­völd við með kúgun og auknum hern­að­ar­að­gerðum í stað þess að opna umræður og veita kröfum mótmæl­enda athygli.

  • Venesúela
  • Hond­úras
  • Púertó Ríkó
  • Ekvador
  • Bólivía
  • Haítí
  • Chile
  • Kólumbía

Kúgunin var sérstak­lega alvarleg í Venesúela. Örygg­is­sveitir frömdu alvarleg mann­rétt­inda­brot og glæpi samkvæmt alþjóða­lögum. Má þar nefna aftökur án dóms og laga, geðþótta­hand­tökur og óhóf­lega beit­ingu valds sem geta talist til stríðs­glæpa.

Lögreglan og herinn í Chile særðu þúsundir mótmæl­enda vísvit­andi til að koma í veg fyrir frekari mótmæli og urðu þess vald­andi að fjórir létu lífið.

Í heildina féllu a.m.k. 210 einstak­lingar í tengslum við mótmælin í Ameríku:

  • 83 í Haítí
  • 47 í Venesúela
  • 35 í Bólivíu
  • 31 í Chile
  • 8 í Ekvador
  • 6 í Hond­úras

Harkalegar aðgerðir gegn fólki á flótta

Næstum 4,8 millj­ónir karl­menn, konur og börn hafa flúið neyð­ar­ástandið í Venesúela frá árinu 2015, fjöldi sem á sér ekki fordæmi í Ameríku.

Perú, Ekvador og Chile brugðust við með strangari kröfum inn í landið og með ólög­mætum brott­vís­unum fólks frá Venesúela sem leitast eftir alþjóð­legri vernd.

Banda­rísk stjórn­völd misbeittu rétt­ar­kerfinu til að áreita fólk sem aðstoðar farand­fólk.

Stjórn­völd i Mexíkó samþykktu að taka á móti umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem er vísað frá Banda­ríkj­unum í kjölfar þess að banda­rísk stjórn­völd hótuðu að setja á nýja viðskiptatolla. Rúmlega 59 þúsund einstak­lingar voru sendir frá Mexíkó. Auk þess sendu mexí­kósk stjórn­völd hersveitir til að stöðva fólk frá Mið-Ameríku á leið að landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó.

Kynbundið ofbeldi

Þrátt fyrir fram­farir á rétt­indum kvenna á svæðinu er kynbundið ofbeldi enn algengt. Litlar fram­farir hafa verið í kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum.

Lögreglan í Dómin­íska lýðveldinu nauðgaði, barði og niður­lægði fólk í vændi ítrekað á þann hátt að það getur talist til pynd­inga.

Konur og stúlkur í El Salvador sem verða fyrir fóst­ur­missi, sérstak­lega þær sem koma úr jaðar­hópum eiga enn hættu á að verða saksóttar vegna algjörs banns við þung­un­ar­rofi.

Þriðja hvern klukku­tíma í Argentínu fæðist barn af móður sem er undir 15 ára aldri. Meiri­hluti þeirra neyðist til að ganga með barnið þrátt fyrir að þungun hafi verið afleiðing kynferð­isof­beldis.

Umhverfismál og Refsileysi

Áhyggjur af umhverf­is­málum fór vaxandi.

  • Ríkis­stjórn Donalds Trump í Banda­ríkj­unum tilkynnti form­lega úrsögn sína úr París­ar­sam­komu­laginu.
  • Alvar­legt neyð­ar­ástand í umhverf­is­málum í Amazon-skóg­inum hafði áhrif á frum­byggja í Bras­ilíu, Bólivíu, Perú og Ekvador.
  • Stefna Bols­anaro forseta Bras­ilíu sem stríðir gegn umhverf­is­vernd og ýtti undir hörmu­lega skógar­elda í Amazon-regn­skóg­inum. Frum­byggjar fengu ekki vernd þegar land þeirra var tekið af þeim vegna ólög­legs skóg­ar­höggs og naut­griparæktar. Samtals voru 178 eldar í Amazon-skóg­inum árið 2019 sem var 30% aukning frá árinu áður.

Refsi­leysi er ríkj­andi á svæðinu:

  • Stjórn­völd í Gvatemala grófu undan rétti þolenda til rétt­lætis vegna alvar­legra mann­rétt­inda­brota þegar þau lokuðu alþjóð­legri nefnd gegn refsi­leysi í Gvatemala (CICIG) á síðasta ári.
  • Hond­úras tilkynnti í janúar 2020 að stjórn­völd myndu hætta að styðja við Sendi­nefnd til stuðn­ings barátt­unni gegn spill­ingu og refsi­leysi í Hond­úras (MACCIH)

Sigrar og bjartsýni

Það voru einnig jákvæðar fréttir á árinu 2019.

Í lok ársins höfðu 22 lönd skrifað undir Escázu-samn­inginn, sem er svæð­is­bundinn tíma­móta­sátt­máli um rétt­indi til umhverf­is­verndar. Ekvador var áttunda landið til að full­gilda samn­inginn í febrúar. Aðeins þrjú lönd til viðbótar þurfa að gera slíkt hið sama til að samn­ing­urinn taki gildi.

Í Banda­ríkj­unum sýknaði dómstóll í Arizona sjálf­boða­liðann Scott Warren fyrir að veita farand­fólki athvarf eftir að hann gaf tveimur einstak­lingum mat, vatn og stað til að sofa. Ríkis­dómari ógilti sakfell­ingu fjög­urra annarra sjálf­boða­liða í mann­úð­ar­störfum fyrir svip­aðar sakargiftir í febrúar.

Í El Salvador var sýknun Evelyn Hernández var sigur fyrir mann­rétt­indi þrátt fyrir að saksóknari hafi síðan áfrýjað dóms­úrskurð­inum. Evelyn var ákærð fyrir morð eftir neyð­ar­til­felli á meðgöngu sem leiddi til fóst­ur­missis.

Ungar konur og stúlkur voru í farar­broddi hreyf­inga í þágu mann­rétt­inda og kröftug femínísk mótmæli í löndum eins og Argentínu, Mexíkó og Chile vekja vonir fyrir árið 2020.

Konur og stúlkur kröfðust kyn- og frjó­sem­is­rétt­inda og að bundið væri enda á kynbundið ofbeldi. Gjörn­ingur þeirra vakti athygli á heimsvísu. Allt frá Santiago til Washington D.C. var þessi magnaði gjörn­ingur með femín­ískum söng, „Nauðg­arinn á leið þinni“, fluttur og gaf tóninn fyrir samstöðu árið 2019 og endur­vakti bjart­sýni um árangur á þessu ári.

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal

Lestu einnig