Hugtakið kyn- og frjósemisréttindi vísar til margskonar mannréttinda sem skipta máli í öllu sem viðkemur kynhneigð, kynferði og frjósemi. Réttindin tengjast fyrst og síðast sjálfsforræði í ákvarðanatöku um eigin líkama og eigið líf, frelsi undan mismunun, þvingun og valdbeitingu, og réttinum til að njóta bestu fáanlegu kyn- og frjósemisheilsu.
20
er fjöldi landa í Evrópu þar sem trans fólk þarf að fara í ófrjósemisaðgerðir áður en kyn þeirra er viðurkennt.
23
þúsund konur láta lífið árlega vegna hættulegra þungunarrofa samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
70
lönd glæpavæða samkynhneigðar athafnir.
14
milljónir unglingsstúlkna fæða börn árlega sem rekja má til nauðgana og óvelkominna þunganna.
Kyn- og frjósemisréttindi
Kjarni vandans
Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynferði og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingunar. En um heim allan er fólki refsað – af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað þess að taka þær yfirhöfuð.
Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Hægt er að lesa nánar um kjarna vandans er lýtur að aðgengi að upplýsingum og heilbrigðisþjónustu, kynferðisofbeldi, málefnum hinsegin fólks og þungunarrofi hér að neðan.
Hvað er Amnesty International að gera?
Amnesty International sinnir rannsóknum á mannréttindabrotum, býður upp á fræðslu og þjálfun ásamt því að berjast fyrir umbótum sem stuðla að jafnrétti og öryggi. Samtökin hafa lengi barist fyrir bættri löggjöf er snýr að kyn- og frjósemisréttindum og að ríki afnemi löggjöf er brýtur á réttindum fólks, eins og t.d. afglæpavæðingu þungunarrofs og samkynhneigðar.
Íslandsdeild Amnesty International á í samstarfi við Samtökin ’78, Intersex Ísland og Trans Ísland í baráttunni fyrir bættri réttarstöðu trans og intersex einstaklinga á Íslandi og vinnur til tveggja ára að verkefni sem hefur það að markmiði að tryggja rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og fá lagalega viðurkenningu á kyni sínu með einföldum og áreynslulausum hætti.
Að auki miðar verkefnið að því að tryggja réttindi intersex fólks er lúta að líkamlegri friðhelgi, sjálfsákvörðunarrétti, bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu og friðhelgi einkalífs. Amnesty International leggur jafnframt áherslu á að ríki tryggi jafnrétti fyrir lögum óháð kyneinkennum, kynhneigð, kyntjáningu og kynvitund.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.