Fréttir

5. apríl 2022

Ársskýrsla: Mann­rétt­inda­fröm­uðir sættu stöð­ugum árásum í Evrópu og Mið-Asíu

Samkvæmt ársskýrslu Amnesty Internati­onal fyrir árið 2021 um málefni Evrópu og Mið-Asíu sætti baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum stöð­ugum árásum og var spjótum beint sérstak­lega að frið­sömum mótmæl­endum, fjöl­miðla­fólki, dómurum og borg­ara­legum samtökum með það að mark­miði að bæla niður andóf í stað þess að takast á við rótgróinn ójöfnuð til að hægt væri að rísa upp úr kórónu­veirufar­aldr­inum með sann­gjörnum hætti. Á svæðinu var rekin aukin vald­boðs­stefna undir yfir­skini verndar gegn kórónu­veirufar­aldr­inum. 

„Mann­rétt­indakrísa vegna innrásar Rúss­lands í Úkraínu má ekki skyggja algjör­lega á þær óhugn­an­legu stefnu­breyt­ingar sem hafa átt sér stað í Evrópu síðasta árið. Í stað þess að takast á við órétt­læti og rótgróinn ójöfnuð hafa margar ríkis­stjórnir leitast við að þagga niður í og kúga einstak­linga sem mótmæla frið­sam­lega og tjá sig.“ 

 Marie Strut­hers, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal yfir Evrópu og Mið-Asíu. 

Þörf á sjálfstæðum röddum

 

Þöggun sjálf­stæðra og gagn­rýn­isradda átti sér stað víða í Evrópu á árinu. Herjað var á mann­rétt­inda­frömuði, frjáls félaga­samtök, fjöl­miðla og stjórn­ar­and­stæð­inga með ólög­mætum hand­tökum og varð­haldi. 

  • Ríkis­stjórnir í Póllandi, Georgíu, Kirg­istan og Tyrklandi héldu uppteknum hætti og drógu enn frekar úr sjálf­stæði dóms­kerf­isins og þar með mikil­vægu aðhaldi á fram­kvæmda­valdinu. 
  • Rúss­land, Hvíta-Rúss­land og fleiri lönd skertu tján­ingar- og fjöl­miðla­frelsi með ýmsum hætti.
  • Í Bosníu og Hersegóvínu og Króatíu sætti fjöl­miðla­fólk lögsóknum um meið­yrði, oft af hálfu stjórn­mála­fólks.  
  • Í Búlgaríu, Tékklandi og Slóveníu var ráðist að sjálf­stæði og fjöl­breyti­leika útvarps- og sjón­varps­miðla.  
  • Tyrk­land er það land í heim­inum sem enn og aftur heldur flestu fjöl­miðla­fólki í fang­elsi. 
  • Baráttu­fólk í þágu farand­fólks á Kýpur, Ítalíu, Möltu, í Frakklandi og Grikklandi á enn yfir höfði sér mögu­lega refs­ingu.
  • Baráttu­fólk fyrir rétt­indum kvenna og hinsegin fólks sætti áreitni, órétt­látum lögsóknum og rógher­ferðum í Aser­baísjan, Georgíu, Ungverjalandi, Póllandi, Tyrklandi og fleiri löndum 

 

  • Í Tyrklandi og Aser­baísjan sætti baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum tilhæfu­lausum rann­sóknum og lögsóknum sem enduðu jafnvel með sakfell­ingum.
  • Geðþótta­legar skerð­ingar á starfi borg­ara­legra samtaka er enn áhyggju­efni í Ungverjalandi, Grikklandi, Tyrklandi, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi.
  • Nokkur lönd notuðu njósna­búnað frá tæknifyr­ir­tækinu NSO Group gegn mann­rétt­inda­fröm­uðum og stjórn­ar­and­stæð­ingum í Aser­baísjan, Ungverjalandi, Kasakstan og Póllandi.  
  • Rúss­land, Hvíta-Rúss­land og Kasakstan herjuðu á frið­sama mótmæl­endur af hörku.  
  •  Mörg lönd eins og Grikk­land, Kýpur og Tyrk­land viðhéldu skerð­ingum á funda­frelsi, meðal annars með bönnum undir formerkjum kórónu­veirufar­ald­ursins. Fólk sætti geðþótta­hand­tökum og lögsóknum fyrir það eitt að nýta sér rétt­indi sín.  
  •  Á stórum mótmælum gegn takmörk­unum vegna kórónu­veirufar­ald­ursins í lok árs viðhafðist stundum ofbeldi og hand­tökur af hálfu lögreglu. Mótmæl­endur á mótmælum í Aust­ur­ríki, Belgíu, Króatíu, Ítalíu og Hollandi særðust við slíkar aðstæður. 

Ríki forðuðust að taka ábyrgð á farand- og flóttafólki

 

Jákvæð viðbrögð Evrópu­landa við móttöku fólks frá Úkraínu vegna nýlegrar innrásar Rúss­lands stangast almennt á við stefnur í Evrópu í málefnum flótta­fólks á árinu 2021. Landa­mæri voru víggirt, fólk var sent til baka án máls­með­ferðar, dauði og pynd­ingar á landa­mærum voru í auknum mæli talin ásætt­an­legur fæling­ar­máttur fyrir fólk á flótta og reglu­gerðir um vernd fyrir flótta­fólk voru þynntar út.  

  • Grikk­land skil­greindi Tyrk­land sem öruggt land fyrir fólk sem leitar sér verndar.
  • Danmörk reyndi að taka dval­ar­leyfi af Sýrlend­ingum og nokkur lönd sendu umsækj­endur um alþjóð­lega vernd aftur til Afgan­istan rétt áður en talíbanar tóku yfir.  

  • Hvíta-Rúss­land gaf þúsundum einstak­linga frá Mið-Aust­ur­löndum vega­bréfs­áritun, einkum íröskum kúrdum og þvinguðu þá síðan í átt að landa­mærum Póllands, Lett­lands og Litháens. 
  • Víða var fólk sent til baka í skyndi án þess að fá að sækja um alþjóð­lega vernd, þar á meðal í Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Grikklandi, Ungverjalandi, Tyrklandi, Norður-Makedóníu, á Ítalíu og Spáni.  

 

„Margir hafa tekið eftir tvískinnungi þegar kemur að meðferð á flótta­fólki frá Úkraínu í saman­burði við annað flótta­fólk. Ástandið í Úkraínu sýnir að Evrópa getur verndað fólki í neyð án mismun­unar ef póli­tískur vilji er fyrir hendi.

Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Barátta fyrir réttindum kvenna og aukin kynþáttamismunun

 

Aukin kynþáttam­is­munun átti sér stað í Evrópu á árinu 2021.  

  • Bakslag varð í nokkrum löndum í kjölfar Black Lives Matter-hreyf­ing­ar­innar.   
  • Aust­ur­ríki og Frakk­land beittu auknu eftir­liti með múslímskum samfé­lögum, gerði áhlaup á moskur og lokuðu á starf­semi múslímskra samtaka á þeim forsendum að koma í veg fyrir hryðju­verk og öfga­hyggju.  
  • Róma-samfélög hafa lengi sætt lögreglu­eft­ir­liti og þurft að sætta sig við lélegri menntun en útilokun og einangrun þessara samfé­laga varð enn meiri í kórónu­veirufar­aldr­inum.  
  • Í Aust­ur­ríki, Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu jókst gyðinga­hatur. 

 

 

Bakslag átti sér stað í Evrópu í baráttu fyrir rétt­indum kvenna.  

  • Í Póllandi varð eitt stærsta bakslagið þegar lagt var nánast algjört bann við þung­un­ar­rofi í lögum.  
  • Tyrk­land dró sig úr Istanbúl-sátt­mál­anum sem er tíma­móta aðild­arsátt­máli í barátt­unni gegn ofbeldi á konum.  

Jákvæð þróun: 

  • San Marínó lögleiddi þung­un­arrof. 
  • Moldavía og Liechten­stein full­giltu Istanbúl-sátt­málann.   
  • Í Slóveníu voru gerðar umbætur á lögum þar sem kynlíf án samþykkis var skil­greint sem nauðgun. 

Loftslagsváin og bóluefni

 

Lofts­lags­váin

Evrópa greip ekki til áþreif­an­legra aðgerða til að draga úr losun kolefnis til að takast á við lofts­lags­vána. Á COP26 ráðstefn­unni stóð Evrópa gegn aðgerðum sem miðuðu að því að styðja fjár­hags­lega við þróun­ar­lönd vegna skaða af völdum lofts­lags­breyt­inga. Aðgerða­sinnar náðu þó árangri með málsóknum í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi til að fá stjórn­völd og stór olíu­fyr­ir­tæki að draga úr losun.  

 

 

Bólu­efni

Þegar kórónu­veirufar­ald­urinn stóð sem hæst söfnuðu Evrópu­sam­bands­ríkin og Bret­land umframbirgðum af bólu­efni og litu fram hjá því þegar stóru lyfja­fyr­ir­tækin völdu gróða fram yfir fólk þegar þau neituðu að deila tækni­þekk­ingu sinni til að auðvelda dreif­ingu bólu­efna víðar í heim­inum.  

ALÞJÓÐLEG ÁRSSKÝRSLA AMNESTY INTERNATI­ONAL

 

Lestu einnig