Tilkynning

18. september 2020

Áskorun til íslenskra stjórn­valda

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir harka­lega og ómann­úð­lega fram­komu íslenskra stjórn­valda í garð barna á flótta. Á síðustu árum hafa ítrekað komið upp mál þar sem til hefur staðið að vísa börnum úr landi sem hafa dvalið hér í lengri tíma og náð að skjóta rótum og aðlagast íslensku samfé­lagi.

Fram­ferði íslenskra stjórn­valda er andstætt samn­ingi Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi barnsins en samkvæmt samn­ingnum ber stjórn­völdum að tryggja að hags­munir barna hafi forgang þegar gripið er til ráðstafana sem varða börn:

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félags­mála­stofn­anir á vegum hins opin­bera eða einka­aðila, dómstólar, stjórn­völd eða löggjaf­ar­stofn­anir gera ráðstaf­anir sem varða börn.”

Umræddur samn­ingur var lögfestur hér á landi árið 2013.

Stjórn Íslands­deildar Amnesty Internati­onal skorar á íslensk stjórn­völd að hlúa betur að börnum á flótta og grípa þegar í stað til ráðstafana sem tryggja að mann­rétt­indi allra barna sem dvelja á yfir­ráða­svæði íslenska ríkisins séu virt.

Lestu einnig