Um vefkökur á þessari vefsíðu
Við notum vefkökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar til að nota lausnir frá samfélagsmiðlum, betrumbæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.
Vefkökum á þessari vefsíðu er skipt í flokka. Fyrir neðan er hægt að lesa um hvern flokk fyrir sig. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Til viðbótar getur þú séð lista af vefkökum fyrir hvern flokk með ítarlegum upplýsingum í yfirlýsingunni um vefkökur.
Nauðsynlegar vefkökur
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Vefkökur fyrir markaðsefni
Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Aðrar vefkökur
Vefkökur í þessum flokki hefur ekki enn verið flokkaðar og ekki endilega vitað um tilgang þeirra að svo stöddu.
Vefkökum á þessari vefsíðu er skipt í flokka. Fyrir neðan er hægt að lesa um hvern flokk fyrir sig. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Til viðbótar getur þú séð lista af vefkökum fyrir hvern flokk með ítarlegum upplýsingum í yfirlýsingunni um vefkökur.
Nauðsynlegar vefkökur
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
cookiehub | .amnesty.is | / | 365 dagar | |
Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site. |
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
_ga_* | .amnesty.is | / | 400 dagar | |
Inniheldur auðkenni sem Google Analytics 4 notar til að aðgreina heimsóknir frá sama notanda. | ||||
_ga | .amnesty.is | / | 400 dagar | |
Inniheldur auðkenni sem Google Analytics 4 notar til að aðgreina heimsóknir frá sama notanda. |
Vefkökur fyrir markaðsefni
Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
_fbp | .amnesty.is | / | 90 dagar | |
Facebook Pixel vefkökur fyrir auglýsingar. Notaðar af Facebook til að rekja heimsóknir á vefsíður til að setja inn auglýsingar að beiðni þriðja aðila. | ||||
YSC | .youtube.com | / | Setukökur | Þriðji aðili |
This cookie is set by YouTube video service on pages with YouTube embedded videos to track views. | ||||
VISITOR_INFO1_LIVE | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Set by YouTube and used for various purposes, including analytical and advertising. | ||||
VISITOR_PRIVACY_METADATA | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Aðrar vefkökur
Vefkökur í þessum flokki hefur ekki enn verið flokkaðar og ekki endilega vitað um tilgang þeirra að svo stöddu.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
__Secure-ROLLOUT_TOKEN | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Fréttir
23. febrúar 2024Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hvetur ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur til að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA. Ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stöðvun fjárstuðnings til UNRWA var tilkynnt 30. janúar síðastliðinn.
Í opinberu bréfi frá utanríkisráðuneytinu segir orðrétt um ástæður þessarar ákvörðunar:
„Utanríkisráðherra ákvað á föstudag að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn, þar til samráð hefur verið haft við samstarfsríki og frekari skýringa leitað hjá stofnuninni.“
Engar sannanir fyrir ásökunum
Amnesty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA um þátttöku þeirra í brotum á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpum, gegn ísraelskum borgurum þann 7. október.
Engu að síður hafa samtökin rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim meintu sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum.
Amnesty International bendir á að UNRWA tilkynnti uppsögn hlutaðeigandi tíu starfsmanna en tveir úr hópi þeirra tólf sem sættu meintum sökum hafa verið drepnir. Innri eftirlitsskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess hafið rannsókn á ásökunum samhliða því að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hóf sjálfstæða rannsókn á UNRWA. Hinir grunuðu verða að sæta skilvirkri, óháðri og gagnsærri rannsókn.
Komi í ljós að þeir beri ábyrgð á brotum á alþjóðalögum skulu þeir dregnir til ábyrgðar í sanngjörnum réttarhöldum í samræmi við alþjóðalög. Amnesty International bendir á að hingað til hefur engum trúverðugum rannsóknum á þessum ásökunum verið lokið.
Ófrægingarherferð ísraelskra stjórnvalda
Amnesty International hefur veitt því eftirtekt að Ísraelsríki og hópar sem tengjast landtöku (vinna að nauðungarflutningum palestínsks fólks og að stækka landtökusvæði) hafa um árabil haft í frammi ófrægingarherferð gegn UNRWA, með það fyrir augum að auðvelda nauðungarflutninga palestínskra íbúa á hernumdu svæðunum í Palestínu og grafa undan rétti milljóna palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til síns heima.
UNRWA gegnir lykilhlutverki í að vernda rétt Palestínubúa til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í samræmi við 194. ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Samkvæmt ályktuninni skal flóttafólk, sem snúa vill aftur til síns heima og búa í friði við nágranna sína, fá heimild til þess eins fljótt og auðið er.
Ísraelsk stjórnvöld og vilhallir hópar gagnrýndu UNRWA áður en ásakanirnar gegn starfsmönnum UNRWA komu fram og sú gagnrýni heldur áfram að aukast. Þessir aðilar og hluti ísraelskra stjórnvalda hafa einnig dreift hatursfullri orðræðu gegn Palestínubúum með því að halda því fram að UNRWA innræti börn þannig að þau hneigist til „hryðjuverka”.
Í þessu tilliti bendir Amnesty International á yfirlýsingu Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann vísar í: „baráttu á milli barna ljóssins og barna myrkursins“. Umrædd yfirlýsing var hluti af gögnum sem lögð voru fram fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag af hálfu Suður-Afríku sem dæmi um stefnuyfirlýsingu um hópmorð.
Árið 2017 talaði þáverandi utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, fyrir því að UNRWA yrði leyst upp með því að vísa í hlutverk þess að standa vörð um réttinn til að snúa aftur á heimaslóðir.
Árið 2018 tók Netanyahu forsætisráðherra undir orð hans:
„Þetta eru samtök sem viðhalda vanda sem fylgir palestínsku flóttafólki. Þau viðhalda líka sögunni um réttinn til að snúa aftur til síns heima , …því ætti að fjarlægja UNRWA úr heiminum.”
Frysting hefur hörmuleg áhrif á líf milljóna
Þá undirstrikar Amnesty International að ásakanir á hendur fáeinum einstaklingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfssviði réttlætir aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkisstjórn Íslands hefur tekið, vegna þeirra hörmulegu áhrifa sem hún hefur á líf og afdrif milljóna einstaklinga. Í þeirri mannúðarneyð sem nú er á Gaza er það hlutverk UNRWA að veita aðstoð, mat og skjól gríðarlega mikilvægt og lífsnauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið.
Þá eru yfir 1,7 milljónir íbúa á Gaza vegalausar og nærri milljón þeirra hefur leitað skjóls í yfirfullum skólum og athvörfum sem UNRWA rekur. UNRWA er jafnframt ein af fáum stofnunum sem skráir kerfisbundið og ítarlega afleiðingar hernaðar Ísraels gegn óbreyttum borgurum á Gaza ásamt því að gefa út skýrslur um stöðu mála.
Frysting fjármagns eykur einungis á þjáningar yfir tveggja milljóna palestínskra flóttamanna, sem skráðir eru flóttamenn hjá UNRWA. Yfir 70% íbúa Gaza eru flóttafólk og afkomendur þess sem flúði heimili sín árið 1948 en nú vofir yfir öllum íbúum svæðisins yfirgnæfandi hætta á hópmorði.
Nýleg bráðabirgðaniðurstaða Alþjóðadómstólsins (ICJ) er sú að það eru trúverðugar vísbendingar um að Ísrael hafi nú þegar framið að minnsta kosti hluta þeirra verknaða sem falla undir sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Dómstóllinn fyrirskipaði meðal annars að Ísrael „skuli gera tafarlausar og skilvirkar ráðstafanir til að hægt sé að veita brýna nauðsynlega grunnþjónustu og mannúðaraðstoð til að bregðast við slæmum lífsskilyrðum sem Palestínubúar standa frammi fyrir á Gaza.“
Ákall Amnesty International
Amnesty International kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands:
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
og þurfa líka þína hjálp. Skrifa líka undir mál false
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu