Ísland

Ísland verður að tryggja UNRWA fjárhagsstuðning

Íslands­deild Amnesty Internati­onal lýsir yfir alvar­legum áhyggjum vegna ákvörð­unar ríkis­stjórnar Íslands um að frysta fjár­mögnun til Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA). Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur sem hvetur ríkis­stjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA eykur á þján­ingar yfir tveggja milljóna palestínskra flótta­manna. Nýleg bráða­birgðanið­ur­staða Alþjóða­dóm­stólsins (ICJ) er sú að það eru trúverð­ugar vísbend­ingar um að Ísrael hafi nú þegar framið að minnsta kosti hluta þeirra verknaða sem falla undir alþjóða­sátt­mála um hópmorð.

Dómstóllinn fyrir­skipaði meðal annars að Ísrael „skuli gera tafar­lausar og skil­virkar ráðstaf­anir til að hægt sé að veita brýna nauð­syn­lega grunn­þjón­ustu og mann­úð­ar­að­stoð til að bregðast við slæmum lífs­skil­yrðum sem Palestínu­búar standa frammi fyrir á Gaza.“ Í ljósi hætt­unnar á hópmorði á Palestínu­búum á Gaza lýsir Amnesty Internati­onal yfir þungum áhyggjum af ákvörðun um að frysta fjár­mögnun til UNRWA og skorar á Katrínu Jakobs­dóttur að snúa ákvörð­un­inni við.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA, sérstak­lega í ljósi þess að enginn annar aðili í mann­úð­ar­starfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrir­skipun Alþjóða­dóm­stólsins um bráða­birgða­ráð­staf­anir og ályktun örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna um að auka en ekki minnka mann­úð­ar­að­stoð til allra óbreyttra borgara á Gaza.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að Katrín Jakobs­dóttir:

  • Tryggi að ríkis­stjórn hennar styðji fjár­hags­lega við UNRWA í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza.
  • Fordæmi opin­ber­lega áform um nauð­ung­ar­flutn­inga palestínskra íbúa á Gaza og stað­festir rétt Palestínubúa til að snúa aftur til síns heima.

 

Snúi Ísland við ákvörðun sinni um að frysta fjár­hags­stuðning við UNRWA myndi það sýna gott fordæmi og leið­toga­færni á alþjóða­vett­vangi er viðlítur virð­ingu fyrir mannúð og mann­rétt­indum.

Frétta­til­kynning Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kanada

Virða þarf rétt frumbyggja í Kanada

Kanadísk yfirvöld þurfa að fella niður ákærur á hendur baráttufólki sem berst gegn framkvæmdum á gasleiðslu á landsvæði Wet’suwet’en-frumbyggja. Brotið er á rétti þeirra til að ákvarða hvernig farið er með land forfeðranna.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.