Ísland

Ísland verður að tryggja UNRWA fjárhagsstuðning

Íslands­deild Amnesty Internati­onal lýsir yfir alvar­legum áhyggjum vegna ákvörð­unar ríkis­stjórnar Íslands um að frysta fjár­mögnun til Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA). Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur sem hvetur ríkis­stjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA eykur á þján­ingar yfir tveggja milljóna palestínskra flótta­manna. Nýleg bráða­birgðanið­ur­staða Alþjóða­dóm­stólsins (ICJ) er sú að það eru trúverð­ugar vísbend­ingar um að Ísrael hafi nú þegar framið að minnsta kosti hluta þeirra verknaða sem falla undir alþjóða­sátt­mála um hópmorð.

Dómstóllinn fyrir­skipaði meðal annars að Ísrael „skuli gera tafar­lausar og skil­virkar ráðstaf­anir til að hægt sé að veita brýna nauð­syn­lega grunn­þjón­ustu og mann­úð­ar­að­stoð til að bregðast við slæmum lífs­skil­yrðum sem Palestínu­búar standa frammi fyrir á Gaza.“ Í ljósi hætt­unnar á hópmorði á Palestínu­búum á Gaza lýsir Amnesty Internati­onal yfir þungum áhyggjum af ákvörðun um að frysta fjár­mögnun til UNRWA og skorar á Katrínu Jakobs­dóttur að snúa ákvörð­un­inni við.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA, sérstak­lega í ljósi þess að enginn annar aðili í mann­úð­ar­starfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrir­skipun Alþjóða­dóm­stólsins um bráða­birgða­ráð­staf­anir og ályktun örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna um að auka en ekki minnka mann­úð­ar­að­stoð til allra óbreyttra borgara á Gaza.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að Katrín Jakobs­dóttir:

  • Tryggi að ríkis­stjórn hennar styðji fjár­hags­lega við UNRWA í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza.
  • Fordæmi opin­ber­lega áform um nauð­ung­ar­flutn­inga palestínskra íbúa á Gaza og stað­festir rétt Palestínubúa til að snúa aftur til síns heima.

 

Snúi Ísland við ákvörðun sinni um að frysta fjár­hags­stuðning við UNRWA myndi það sýna gott fordæmi og leið­toga­færni á alþjóða­vett­vangi er viðlítur virð­ingu fyrir mannúð og mann­rétt­indum.

Frétta­til­kynning Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.