Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur sem hvetur ríkisstjórn hennar til að styðja störf UNRWA.
Að frysta fjármögnun til UNRWA eykur á þjáningar yfir tveggja milljóna palestínskra flóttamanna. Nýleg bráðabirgðaniðurstaða Alþjóðadómstólsins (ICJ) er sú að það eru trúverðugar vísbendingar um að Ísrael hafi nú þegar framið að minnsta kosti hluta þeirra verknaða sem falla undir alþjóðasáttmála um hópmorð.
Dómstóllinn fyrirskipaði meðal annars að Ísrael „skuli gera tafarlausar og skilvirkar ráðstafanir til að hægt sé að veita brýna nauðsynlega grunnþjónustu og mannúðaraðstoð til að bregðast við slæmum lífsskilyrðum sem Palestínubúar standa frammi fyrir á Gaza.“ Í ljósi hættunnar á hópmorði á Palestínubúum á Gaza lýsir Amnesty International yfir þungum áhyggjum af ákvörðun um að frysta fjármögnun til UNRWA og skorar á Katrínu Jakobsdóttur að snúa ákvörðuninni við.
Að frysta fjármögnun til UNRWA, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrirskipun Alþjóðadómstólsins um bráðabirgðaráðstafanir og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að auka en ekki minnka mannúðaraðstoð til allra óbreyttra borgara á Gaza.
Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að Katrín Jakobsdóttir:
- Tryggi að ríkisstjórn hennar styðji fjárhagslega við UNRWA í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza.
- Fordæmi opinberlega áform um nauðungarflutninga palestínskra íbúa á Gaza og staðfestir rétt Palestínubúa til að snúa aftur til síns heima.
Snúi Ísland við ákvörðun sinni um að frysta fjárhagsstuðning við UNRWA myndi það sýna gott fordæmi og leiðtogafærni á alþjóðavettvangi er viðlítur virðingu fyrir mannúð og mannréttindum.
Fréttatilkynning Íslandsdeildar Amnesty International