Fréttir

21. febrúar 2020

Banda­ríkin/Bret­land: Julian Assange skal ekki fram­seldur og fella þarf niður ákærur

Í ljósi áheyrnar í máli Julian Assange um framsal til Banda­ríkj­anna þann 24. febrúar næst­kom­andi kallar Amnesty Internati­onal eftir því að yfir­völd í Banda­ríkj­unum felli niður allar ákærur á hendur honum sem tengjast njósnum og hann leystur úr haldi í kjöl­farið.

Ef þessar ákærur verða ekki felldar niður þurfa stjórn­völd í Bretlandi að tryggja að Julian Assange verði ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna þar sem hætta er á að hann verði fyrir alvar­legum mann­rétt­inda­brotum.

Samkvæmt grein­ingu Amnesty Internati­onal eiga ákærur gegn Assange rætur sínar að rekja til birt­ingu gagna í tengslum við störf hans hjá Wiki­leaks. Slík birting á ekki að vera refsi­verð og svipar til starfa fjöl­miðla­fólks sem reglu­lega rann­sakar mál í starfi sínu.

„Það að banda­rísk stjórn­völd hafi miskunn­ar­laust reynt að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opin­ber­unar gagna sem inni­héldu meðal annars upplýs­ingar um mögu­lega stríðs­glæpi banda­ríska hersins er alvarleg árás gegn rétt­inum til tján­ing­ar­frelsis.“

Massimo Moratti, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty

„Það gæti haft hroll­vekj­andi afleið­ingar fyrir fjöl­miðla­fólk og aðra sem afhjúpa misgjörðir opin­berra aðila með birt­ingu upplýs­inga frá áreið­an­legum heim­ildum og einnig djúp­stæð áhrif á rétt almenn­ings til upplýs­inga um aðgerðir stjórn­valda. Allar ákærur gegn Assange sem tengjast slíku verður að fella niður.“

Alþjóðalög

Alþjóðleg lög og staðlar banna framsal einstak­linga til annars lands þegar raun­veruleg hætta er á alvar­legum mann­rétt­inda­brotum gegn þeim. Bresk stjórn­völd bregðast því skyldu sinni ef Julian Assange verður fram­seldur eða fluttur til Banda­ríkj­anna með einum eða öðrum hætti.

„Julian Assange gæti átt á hættu varð­haldsvist við aðstæður sem teljast til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar, t.d. einangr­un­ar­vist. Hættan á ósann­gjörnum rétt­ar­höldum er einnig mikil í ljósi opin­berrar herferðar embætt­is­fólks í efstu lögum stjórn­sýsl­unnar gegn honum. Það grefur alvar­lega undan rétti Julian Assange að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.“

Massimo Moratti.

Lestu einnig