Fréttir

26. júní 2024

Bret­land/Banda­ríkin: Julian Assange frjáls á ný

Julian Assange var loks látinn laus úr Belm­arsh-fang­elsinu sem er hámarks­ör­ygg­is­fang­elsi í Bretlandi. Hann sat í fang­elsi í Bretlandi í fimm ár á grund­velli framsals­beiðni Banda­ríkj­anna en hefði Julian Assange verið fram­seldur hefði hann átt á hættu að sæta mann­rétt­inda­brotum.  

“Við trúum því stað­fast­lega að Julian Assange hefði aldrei átt að vera fang­els­aður og við höfum ítrekað kallað eftir því að ákærur verði felldar niður.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Fjöldi undirskrifta

Á Íslandi söfn­uðust hátt í 5000 undir­skriftir í máli Julian Assange þar sem krafist var að Banda­ríkin felldi niður ákærur á hendur honum. Banda­ríska sendi­ráðinu á Íslandi var afhent var 3581 undir­skrift haustið 2020 en undir­skriftir sem söfn­uðust til viðbótar voru síðar sendar til banda­rískra yfir­valda.  

Amnesty Internati­onal fagnar þeim jákvæðu fréttum að Julian Assange hafi loks verið leystur úr haldi í Bretlandi eftir fimm ára fangelsi ásamt því að þrauta­göngu hans og fjöl­skyldu hans sé loks lokið.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Julian Assange birti trúnargögn í tengslum við störf sín hjá Wikileaks. Slík birting á ekki að vera refsiverð og svipar til starfa fjölmiðlafólks sem rannsakar mál í starfi sínu.  

Julian Assange átti yfir höfði sér 175 ára fang­els­isdóm í Banda­ríkj­unum á grund­velli njósna­laga frá árinu 1917, lög frá stríðs­árum sem var aldrei ætlað að beina sjónum að lögmætum störfum útgefanda og fjölmiðlafólks. Einnig stóð hann frammi fyrir ákærum á borð við tölvu­svik sem fela í sér allt að fimm ára dóm.  

„Þetta áralanga alþjóð­lega sjón­arspil banda­rískra yfir­valda, sem voru harð­ákveðin í því að brjóta á fjöl­miðla- og tján­ing­ar­frelsinu með því nota mál Julian Assange sem víti til varn­aðar fyrir að hafa varpað ljósi á meinta stríðs­glæpi Banda­ríkj­anna, er án efa sögu­legur skaði.

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Fjölmiðlafrelsi

Fréttamiðlar og fjölmiðlar birta oft, í fullum rétti, trúnargögn til að upplýsa um mál sem eru einkar mikilvæg fyrir almenning. Birting upplýsinga í almannaþágu er grunnurinn að fjölmiðlafrelsi og á ekki að vera refsiverð. Þessi réttur er verndaður í alþjóðlegum mannréttindalögum. 

„Amnesty Internati­onal sendir fjöl­skyldu Julian Assange, baráttu­hópum, lögfræð­ingum, samtökum í þágu fjöl­miðla­frelsi, marga innan samfélag fjöl­miðla auk annarra sem hafa staðið með honum virð­ing­ar­vott.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Baráttan fyrir fjöl­miðla­frelsi heldur áfram! 

Lestu einnig