Fréttir
26. júní 2024Julian Assange var loks látinn laus úr Belmarsh-fangelsinu sem er hámarksöryggisfangelsi í Bretlandi. Hann sat í fangelsi í Bretlandi í fimm ár á grundvelli framsalsbeiðni Bandaríkjanna en hefði Julian Assange verið framseldur hefði hann átt á hættu að sæta mannréttindabrotum.
“Við trúum því staðfastlega að Julian Assange hefði aldrei átt að vera fangelsaður og við höfum ítrekað kallað eftir því að ákærur verði felldar niður.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Fjöldi undirskrifta
Á Íslandi söfnuðust hátt í 5000 undirskriftir í máli Julian Assange þar sem krafist var að Bandaríkin felldi niður ákærur á hendur honum. Bandaríska sendiráðinu á Íslandi var afhent var 3581 undirskrift haustið 2020 en undirskriftir sem söfnuðust til viðbótar voru síðar sendar til bandarískra yfirvalda.
„Amnesty International fagnar þeim jákvæðu fréttum að Julian Assange hafi loks verið leystur úr haldi í Bretlandi eftir fimm ára fangelsi ásamt því að þrautagöngu hans og fjölskyldu hans sé loks lokið.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Julian Assange birti trúnaðargögn í tengslum við störf sín hjá Wikileaks. Slík birting á ekki að vera refsiverð og svipar til starfa fjölmiðlafólks sem rannsakar mál í starfi sínu.
Julian Assange átti yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum á grundvelli njósnalaga frá árinu 1917, lög frá stríðsárum sem var aldrei ætlað að beina sjónum að lögmætum störfum útgefanda og fjölmiðlafólks. Einnig stóð hann frammi fyrir ákærum á borð við tölvusvik sem fela í sér allt að fimm ára dóm.
„Þetta áralanga alþjóðlega sjónarspil bandarískra yfirvalda, sem voru harðákveðin í því að brjóta á fjölmiðla- og tjáningarfrelsinu með því að nota mál Julian Assange sem víti til varnaðar fyrir að hafa varpað ljósi á meinta stríðsglæpi Bandaríkjanna, er án efa sögulegur skaði.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Fjölmiðlafrelsi
Fréttamiðlar og fjölmiðlar birta oft, í fullum rétti, trúnaðargögn til að upplýsa um mál sem eru einkar mikilvæg fyrir almenning. Birting upplýsinga í almannaþágu er grunnurinn að fjölmiðlafrelsi og á ekki að vera refsiverð. Þessi réttur er verndaður í alþjóðlegum mannréttindalögum.
„Amnesty International sendir fjölskyldu Julian Assange, baráttuhópum, lögfræðingum, samtökum í þágu fjölmiðlafrelsi, marga innan samfélag fjölmiðla auk annarra sem hafa staðið með honum virðingarvott.“
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Baráttan fyrir fjölmiðlafrelsi heldur áfram!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu