Fréttir

7. janúar 2021

Bret­land: Góðar og slæmar fréttir í máli Julian Assange

Amnesty Internati­onal hefur fylgst grannt með málinu um beiðni Banda­ríkj­anna um framsal Julian Assange frá Bretlandi. Þann 4. janúar 2021 hafnaði dómstóll í London beiðni um framsal en tveimur dögum síðar var Assange neitað um lausn úr haldi gegn trygg­ingu. Amnesty Internati­onal fagnar þeirri ákvörðun að hafna framsals­beiðn­inni en fordæmir að hann hafi ekki verið leystur úr haldi gegn trygg­ingu. Julian Assange hefur verið í haldi í rúmt ár vegna framsals­beiðni til Banda­ríkj­anna.   

„Við fögnum því að Julian Assange verði ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna og að dómstóllinn hafi tekið til greina að hann ætti á hættu að sæta illri meðferð í banda­ríska fang­elsis­kerfinu vegna heilsu hans.“

Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Mál Assange

Dómarinn sem úrskurðaði um framsals­beiðnina tók það fram að geðheilsa Assange væri tæp en heilsa hans hefur einnig verið í hættu vegna kórónu­veirufar­ald­ursins á Bretlandi. Það er hins vegar ljóst að Julian Assange hefði í fyrsta lagi aldrei átt að vera ákærður eða sæta varða­haldi vegna framsals­beiðn­innar.  

Banda­rísk stjórn­völd láta eins og þau hafi lögsögu um heim allan vegna birt­ingu gagna um misgerðir þeirra.“

segir Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Framsals­beiðni Banda­ríkj­anna byggir á ákærum sem tengjast trún­að­ar­gögnum sem Assange birti vegna starfa sinna hjá Wiki­leaks. Útgáfa slíkra upplýs­inga er undir­staða fjöl­miðla­frelsis og réttur almenn­ings til að fá vitn­eskju um misgerðir stjórn­valda.

Rétt­mætur dóms­úrskurður sem hlífir Julian Assange við framsali dregur ekki úr ábyrgð breskra stjórn­valda í máli sem er runnið af póli­tískum rótum og var próf­steinn á fjöl­miðla- og tján­ing­ar­frelsiÞetta er skelfi­legt fordæmi sem Banda­ríkin hafa gefið með bresk stjórn­völd sér við hlið.  

segir Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Að birta upplýs­ingar í almanna­þágu er vernd­aður réttur í alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og á ekki að vera glæpur. Julian Assange stóð frammi fyrir rétt­ar­höldum vegna 18 ákæra, þar 17 tengdar njósna­lögum (e. Espi­onage Act), hefði hann verð fram­seldur til Banda­ríkj­anna. Julian Assange er sá fyrsti sem hefur staðið frammi fyrir ákærur út frá njósna­lögum vegna birt­ingu efnis.

„Ákvörð­unin um að hafna beiðni Julian Assange um lausn gegn trygg­ingu þýðir í raun að hann sé í varð­haldi að geðþótta þar sem hann hefur nú þegar þolað erfiðar aðstæður við hámarks­ör­ygg­is­gæslu í Belm­arsh-fang­elsinu í rúmt ár. Í stað þess að geta farið heim til ástvina sinna og sofið í sínu eigin rúmi í fyrsta sinn í næstum tíu ár er Julian Assange sendur í einangr­un­ar­klefann sinn í örygg­is­fang­elsi.“

segir Nils Muižnieks, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­deildar Amnesty Internati­onal.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal safnaði 3581 undir­skrift í máli Assange þar sem krafist var að Banda­ríkin felldi niður ákærur á hendur Julian Assange og voru undir­skrift­irnar afhentar í sept­ember 2020 í banda­ríska sendi­ráðið.

Lestu einnig