Góðar fréttir

4. mars 2016

Búrkína Fasó: Snemmbær og þvinguð hjóna­bönd upprætt

Ráðu­neyti dóms­mála, mann­rétt­inda og borg­ara­legra rétt­inda í Búrkína Fasó hefur stað­fest skuld­bind­ingu stjórn­valda til að uppræta og koma í veg fyrir þvinguð og snemmbær hjóna­bönd þar í landi. Yfir­völd skoða nú löggjöfina er varðar einstak­linga og fjöl­skyldur og stefna á að hækka hjúskap­ar­aldur stúlkna í 18 ár. Ráðu­neytið hyggst einnig tryggja að ákvæði verði sett um þvinguð hjóna­bönd í hegnin­arlög Búrkína Fasó.

Það er ljóst þessi sigur er tilkominn vegna þrýst­ings aðgerða­sinna í gegnum Bréfam­araþon Amnesty Internati­onal þar sem í frétta­til­kynn­ing­unni segir að ráðu­neytið hafi fengið bréf og tölvu­pósta alls staðar að úr heim­inum þar sem þrýst er á að binda enda á barna­brúð­kaup.

Vel gert hjá öllum þeim sem tóku þátt! Munum að hver undir­skrift skiptir máli og höldum áfram að grípa til aðgerða og beita yfir­völd þrýst­ingi þar til að lög sem banna barna­brúð­kaup verða endur­skoðuð, þróuð og innleidd af fullum krafti.

Bestu þakkir til allra sem gripu til aðgerða á Bréfam­ara­þoni Amnesty Internati­onal. Við erum þegar farin að sjá árangur átaksins!

Lestu einnig