Fréttir

7. nóvember 2022

COP27: Ráðstefnan haldin í Egyptalandi þar sem mann­rétt­indi eru fótum troðin

Aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, Agnès Callamard, er stödd á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP27 sem haldin er í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi dagana 6.-18. nóvember. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að leið­togar heims sýni opin­bera samstöðu með þolendum mann­rétt­inda­brota í Egyptalandi og þrýsti á egypsk yfir­völd að láta af áralöngum brotum á mann­rétt­indum.

 Í aðdrag­anda ráðstefn­unnar hafði Agnès Callamard þetta að segja: 

 Þetta er frekar einfalt. Við erum að renna út á tíma þegar kemur að lofts­lags­vánni. Glugginn til að halda hækkun hita­stigs jarðar undir 1,5°C er að lokast. Ef það markmið næst ekki stendur heim­urinn frammi fyrir flóðum, þurrkum og skógareldum sem leiða til fólks­flutn­inga og hung­urs­neyðar auk stríðs­átaka og dauða. COP27 er lykil­tæki­færi til að snúa dæminu við og  því má ekki sóa í sýnd­ar­leik  innan­tómra loforða .“  

„Að takast á við lofts­lags­breyt­ingar krefst mikil­vægrar skipu­lagn­ingar og samræm­ingar. Samn­inga­við­ræður mega ekki festast í tækni­legum smáat­riðum og missa sjónar af öllu því fólki sem finnur mest fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.“ 

 Lofts­lags­váin eru mann­rétt­indakrísa. Það verður að tryggja mann­rétt­indi, þar á meðal tján­ingar-, funda- og félaga­frelsi, til að hraðar og rétt­látar breyt­ingar eigi sér stað í átt að kolefn­is­lausu hagkerfi og aðlög­un­ar­hæfu samfé­lagi. 

Ríki sem þrengja að borg­ara­legu samfé­lagieru ekki trúverðug þegar þau segjast ætla að takast á við lofts­lags­vána. Egypsk yfir­völd hafa gerst sek um að fremja fjölda glæpa samkvæmt alþjóða­lögum þeirra á meðal pynd­ingar, morð og þvinguð manns­hvörf. Það er nánast búið að þagga niður í öllum óháðum og gagn­rýnum röddum í landinu.“ 

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni leggur Agnès Callamard áherslu á að ríkin á ráðstefn­unni: 

  • Setji mann­rétt­indi  í forgrunn allra samn­inga­við­ræðna og ákvarðana. Huga þarf sérstak­lega að vinnu­rétt­indum og rétt­indum frum­byggja. 
  • Verndi viðmiðin um að hækkun hita­stigs jarðar verði undir 1,5°C með því að uppfæra áætlanir um kolefn­is­losun fram til ársins 2030 til að tryggja að þau markmið náist. 
  • Skuld­bindi sig til að draga hratt úr notkun jarð­efna­eldsneytis á sann­gjarnan hátt í stað þess að treysta á kolefn­ismarkaði og leiðir til að eyða kolefni úr andrúms­lofti. 
  • Útbúi grein­ar­góða áætlun um að ríkari lönd auki framlag sitt til að fjár­magna breyt­ingar og aðlögun vegna lofts­lags­breyt­inga. 
  • Stofni sjóð til að tryggja bætur og stuðning fyrir fólk og samfélög sem sæta mann­rétt­inda­brotum vegna tjóns og skaða af völdum lofts­lags­breyt­inga.  
  • Sýni samstöðu með mann­rétt­inda­sam­tökum í Egyptalandi og kalli eftir því að fólk sem er í haldi að geðþótta þar í landi verði leyst úr haldi. 

 

Amnesty Internati­onal mun fylgjast vel með því hvernig egypsk yfir­völd koma fram við mótmæl­endur, umhverf­is­vernd­arsinna og mann­rétt­inda­frömuði á meðan COP27 stendur yfir og eftir að ráðstefn­unni lýkur. Samtökin hafa sóst eftir fundi við egypsk yfir­völd og óskað eftir aðgangi að fang­elsum þar sem þúsundir eru haldi af póli­tískum ástæðum.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríkin á ráðstefn­unni lýsi yfir áhyggjum af ástandi mann­rétt­inda í landinu. Þann 31. október höfðu 118 einstak­lingar í höfuð­borg­inni Kaíró verið hand­teknir í tengslum við hvatn­ingu til mótmæla á meðan COP27 ráðstefnan stæði yfir.  

Skrifaðu undir ákall um að leysa úr haldi mann­rétt­inda­lög­fræðing í Egyptalandi.

Lestu einnig