Fréttir

12. ágúst 2024

Ekvador: Gasbrunar í Amazon-skóg­inum ógna mann­rétt­indum

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal um gasbruna er ein af mikil­væg­ustu leið­unum til að takast á við lofts­lags­vána að binda enda á notkun gasbruna sem hafa sögu­lega bitnað verst á jaðar­sett samfé­lögum á svoköll­uðum fórn­ar­svæðum. Lönd sem eru háð olíu­vinnslu verða sjá til þess gasbrunar í tengslum við olíu­vinnslu verði stöðv­aðir og setja í forgang draga úr jarð­efna­eldsneyti til tryggja hröð og réttlát orku­skipti.

Gasbrunar eru notaðir í olíu­vinnslu til brenna jarðgas sem er auka­afurð vinnsl­unnar. Til er tækni sem hægt er nota í staðinn við olíu­vinnslu sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mann­rétt­indi. Olíu­fyr­ir­tæki hafa þó ekki sýnt áhuga á nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostn­aðar.   

 

Ógn við mannréttindi

Skýrslan greinir frá því hvernig Ekvador hefur brugðist skyldu sinni að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda með því að leyfa gasbruna í Amazon-skógi. Ekvador leyfir olíu­iðn­að­inum að halda áfram að nota gasbruna við olíu­vinnslu þrátt fyrir að dómstóll hafi árið 2021 úrskurðað í hag níu ungra baráttu­stúlkna og ungra kvenna um að stöðva gasbruna. Þær eru frá samfé­lögum í Sucumbíos og Orellana og höfðuðu mál í samstarfi við samtökin UDAPT.

Gasbrunar hafa bein áhrif á hlýnun jarðar og losa út mikið magn af meng­un­ar­völdum eins og  gróð­ur­húsaloft­teg­und­inni metan. Gasbrunar eru því ógn við mann­rétt­indi, bæði núna og í fram­tíð­inni.  

Niður­staða Amnesty Internati­onal er sú að Ekvador hafi ekki fylgt öllum fyrir­mælum úrskurðar dómstóls Sucumbíos þann 29. júlí 2021 um gasbruna. Í úrskurð­inum eru fyrir­mæli um að stöðva smám saman alla gasbruna á vegum ríkis- og einka­fyr­ir­tækja og setja þarf í forgang gasbruna sem eru nálægt byggð.  

Samkvæmt vitn­is­burðum, grein­ingu gagna og upplýs­ingum sem voru stað­festar á vett­vangi fyrir skýrslu Amnesty Internati­onal hafa Ekvador og opin­berar stofn­anir þess í orku­málum aðeins gripið til aðgerða sem leggja ofurkapp við að halda olíu­fram­leiðslu gang­andi en forðast að taka áþreif­anleg og metn­að­ar­full skref til að binda enda á notkun gasbruna og tryggja hröð og réttlát orku­skipti.  

Víða gasbrunar

Ekvadorskum yfir­völdum ber skylda til fylgja tafar­laust og af festu fyrir­mælum úrskurðarins í málinu sem níu stúlkur og ungar konur höfðu í samstarfi við UDAPT vegna gasbruna. fram­fylgja úrskurð­inum skiptir máli fyrir lofts­lags-, umhverfisog kynþátta­rétt­læti. Ekvador verður binda enda á gasbruna sem setur Amazonskóginn, heiminn og framtíð barna sem erfa jörðina í hættu.“

Ana Piquer, fram­kvæmdastjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal.

Almennt er viður­kennt á alþjóða­vett­vangi og í vísinda­sam­fé­laginu gasbrunar hafi neikvæð áhrif á mann­rétt­indi og umhverfið ásamt því ýta undir loft­lags­breyt­ingar. Á alþjóða­vísu er því verið draga úr gasbrunum og sum lönd hafa bannað gasbruna eða sett reglu­verk.

Aftur á móti í Norður-og Suður-Ameríku, í löndum eins og Ekvador, Banda­ríkj­unum, Mexíkó, Argentínu, Bras­ilíu og Venesúela eru gasbrunar enn mikið notaðir við olíu­vinnslu. Almennt eru það bæði ríkisog einka­fyr­ir­tæki sem nota gasbruna til draga úr kostnaði. Gasbrun­arnir eru stað­settir á svoköll­uðumfórn­arsvæðum, svæðum sem standa höllum fæti félags­lega og umhverf­is­lega. Sá umhverfisskaði sem olíu­vinnsla hefur í för með sér eykur aðeins á jaðar­setn­ingu og fátækt á þessum svæðum.  

Ekvador bregst skyldum sínum

Ekvador getur verið í forystu fyrir lofts­lagsog umhverf­is­rétt­læti í þágu jarð­ar­innar núna og í fram­tíð­inni með því binda enda á gasbruna og skuld­binda sig til falla frá hagkerfi sem reiðir sig á jarð­efna­eldsneyti. Olíu­auður hefur aldrei náð til Amazon-skóg­arins í Ekvador og er svæðið stórt fórna­svæði olíu þar sem börn, þar á meðal stúlk­urnar og ungu konurnar í gasbruna­málinu, eru einn viðkvæm­asti hópurinn.“

Ana Piquer, fram­kvæmdastjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal.

Samkvæmt Alþjóða­bank­anum er Ekvador eitt af þeim þrjátíu löndum þar sem mest er um gasbruna í heim­inum. Gasbruni ógnar lífi, heilsu og öðrum rétt­indum íbúa á fátæk­asta svæðinu í landinu. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest 52 gasbruna sem eru á svæði sem eru innan við fimm kíló­metra frá íbúa­byggð, fjar­lægð sem veldur mögu­legum skaða fyrir samfé­lögin og umhverfið.  

Ekvador er ekki aðeins að bregðast því að fram­fylgja dóms­úrskurð­inum heldur einnig að bregðast alþjóð­legum skyldum sínum til að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda með því að halda áfram að leyfa gasbruna í stað þess að sjá til þess aðrar aðferðir sem hægt er að nota í staðinn séu innleiddar. 

Stöðva gasbruna

Sögu­lega hefur hagkerfi Ekvador byggst á olíu­vinnslu. Það er því mikil­vægt fyrir landið að að sinna skyldum sínum og nýta tæki­færið til að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda í orku­geir­anum. Þannig er hægt að greiða leiðina fyrir hröðum og rétt­látum orku­skiptum til að draga úr þeim skaða sem þau valda á veður­far­s­kerfið á heimsvísu.  

Veður­fars­breyt­ingar af manna­völdum vegna losunar gróð­ur­húsaloft­teg­unda fer vaxandi. Ekvador hefur brugðist skyldum sínum til að draga úr skaða og vernda mann­rétt­indi í tengslum við lofts­lags­breyt­ingar þar sem ríkið hefur ekki gripið til aðgerða til að stöðva ónauð­syn­lega og skað­lega gasbruna. Aðgerða­leysi þeirra setur fólk og framtíð mann­kynsins í hættu.  

Þær hugrökku stúlkur og ungar konur sem eru stefn­endur í gasbruna­málinu, þekktar sem baráttu­stúlkur Amazonskógar, sýna börn og ungmenni um heim allan krefjast lofts­lags-, kynþáttaog kynj­a­rétt­lætis og róttækra breyt­inga í þágu mann­rétt­inda og náttúru.“

Ana Piquer, fram­kvæmdastjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig