Þú getur stöðvað gasbruna í Ekvador

Áttu andartak?

Þitt framlag skiptir máli

Níu stúlkur þurfa þína hjálp!

Í Amazon-skóg­inum í Ekvador berjast níu ungar stúlkur fyrir því að olíu­fyr­ir­tæki stöðvi gasbruna á svæðinu sem veldur mikilli mengun og aukinni tíðni krabba­meins meðal íbúa.

Amnesty á Amer­íku­svæðinu stendur með stúlk­unum í löngum og erfiðum mála­ferlum en til þess að halda því áfram þarf að tryggja fjár­magn

Öll framlög renna óskert til baráttu stúlkn­anna, til að fram­kvæma frekari rann­sóknir og þrýsta á stjórn­völd að tryggja að olíu­fyr­ir­tækin stöðvi gasbruna.

Hvert er vandamálið?

Ekvador er einn helsti fram­leið­andi hráolíu á Amazon-svæðinu. Yfir­völd og fyrir­tæki í Ekvador ógna Amazon-svæðinu með stefnu sinni, löggjöf og jarð­efna­vinnslu (aðal­lega olíu og námu­vinnslu).

Gasbruni er notaður í olíu­vinnslu til að brenna jarðgas sem er auka­afurð vinnsl­unnar. Í Amazon-skóg­inum í Ekvador eru 447 gasbrunar. Þeir eru um 400°C heitir og brenna allan sólar­hringinn, allan ársins hring og hafa brunnið áratugum saman með tilheyr­andi umhverf­isskaða og heilsutjóni fólks í nágrenninu.  

Það er til tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíu­vinnsluna sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mann­rétt­indi fólks. Þrátt fyrir það hafa olíu­fyr­ir­tæki ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostn­aðar.

Upplýs­inga­gjöf og óþvingað samþykki frum­byggja er ekki tryggð á svæðinu sem hefur haft áhrif á lands­svæði þeirra, umhverfi, heilsu, vatnsból og fæðu­öflun. Frum­byggjar og aðgerða­sinnar í Ekvador eiga einnig á hættu að verða fyrir árásum fyrir baráttu sína fyrir umhverf­is­málum. 

Níu stúlkur frá Amazon-svæðinu fóru í mál við stjórn­völd í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni þeirra á þeim grund­velli að brotið sé á mannrétt­indum þeirra. Héraðs­dóm­stóll úrskurðaði stúlk­unum í hag en þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar á svæðinu.

Amnesty Internati­onal á Amer­íku­svæðinu styður baráttu stúlkn­anna fyrir stöðvun gasbruna í tengslum við olíu­vinnslu á Amazon-svæðinu. Öll framlög frá Íslandi renna beint til verk­efn­isins.

Stuðn­ing­urinn felst m.a. í frekari rann­sóknum á áhrif gasbruna á heilsu fólks og umhverfið. Einnig verður lögð áhersla á vitund­ar­vakn­ingu og herferðir, innan lands sem utan, til að þrýsta á stjórn­völd í Ekvador. 

Brot á réttindum

Enn er verið að brenna gas við olíu­vinnslu þrátt fyrir að rann­sóknir sýni meðal annars fram á eftir­far­andi heilsu­fars­legan og umhverf­is­legan skaða:

 1. Brotið er á rétt­indum til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis í samfé­lögum í nágrenni við gasbrunana vegna mikils gasstyrks og agna, þar á meðal metans, sóts, bensóls og naftalíns sem menga loft og vatn. Þessi mengun getur valdið margs konar heilsu­vanda á borð við krabba­mein, öndun­ar­færa­sjúk­dóma, hjarta­sjúk­dóma og heila­blóð­falls hjá íbúum. 
 2. Líffræðileg fjöl­breytni fer hnign­andi vegna neikvæðra afleið­inga gasbruna á gróður og dýr í nærliggj­andi vist­kerfum.
 3. Mikil losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá gasbrunum veldur lofts­lag­breyt­ingum. 

Mynd: Fengin frá UDAPT

Aðgerða­sinnar og frum­byggjar sem vilja vernda umhverfið verða einnig fyrir árásum vegna baráttu sinnar gegn lofts­lags­vánni víða í Rómönsku-Ameríku. Einstak­lingar innan samtak­anna UDAPT, sem á í samstarfi við Amnesty Internati­onal í þessu verk­efni, hafa þurft að þola hótanir, áreitni, útskúfun, fúkyrði og líkams­árásir vegna starfa sinna.

UDAPT var stofnað af um 80 samfé­lögum og sex ættbálkum frum­byggja í norð­ur­hluta Amazon-svæð­isins í Ekvador sem hafa orðið fyrir áhrifum frá starf­semi olíu­fyr­ir­tæk­isins Chevron-Texaco og glíma við afleið­ingar olíu­meng­unar.

Amnesty Internati­onal lýsti nýverið yfir áhyggjum sínum af rógs­her­ferð yfir­valda gegn fram­kvæmda­stjóra UDAPT vegna starfa hans í þágu máls­höfð­unar á hendur olíu­iðn­að­inum.

Ekki verða því birtar myndir af stúlk­unum í örygg­is­skyni.

Mál stúlknanna

Rann­sókn sem gerð var árið 2017 sýndi fram á aukna tíðni krabba­meins hjá íbúum Amazon-svæð­isins í Ekvador sem búa nálægt olíu­vinnslu­stöðvum og gasbrunum.

Á grund­velli þess­arar rann­sóknar fóru níu stúlkur frá Amazon-svæðinu í mál við stjórn­völd í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna á þeim grund­velli að brotið sé á rétt­indum þeirra til vatns, heilsu, fæðu og heil­næms umhverfis og jafn­vægis á vist­kerfi.  

Lögsóknin var studd af samtök­unum UDAPT. Beiðn­inni um lögbann var hafnað en stúlk­urnar áfrýjuðu málinu. Að lokum úrskurðaði dómstóll í Sucumbíos-héraði stúlk­unum í hag.

Þetta var tíma­móta­sigur þar sem viður­kennt var að Ekvador hefði:   

 1. Virt að vettugi rétt þeirra til heil­næms umhverfis og jafn­vægis í vist­kerfinu. 
 2. Virt að vettugi rétt þeirra til heilsu. 
 3. Ekki sinnt alþjóð­legum skyldum sínum til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum. 

Dómstóllinn dæmdi stúlk­unum einnig fullar skaða­bætur og gaf þau fyrir­mæli að: 

 • Smám saman þyrfti að stöðva gasbruna og í forgangi væru gasbrunar nálægt byggð. Lokafrestur var 18 mánuðir fyrir gasbruna í forgangi og til lok desember 2030 fyrir gasbruna fjarri byggðum.
 • Rann­saka þyrfti heilsu­farsleg áhrif gasbruna á svæðinu og koma á fót heilsu­gæslu með sérhæf­ingu í krabba­meinum.
 • Fyrir­tæki geri nauð­syn­legar tækni­legar breyt­ingar í þeim tilgangi að hætta að reiða sig á gasbruna. 

 

Þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar í Sucumbíós og Orellana-héruð­unum þaðan sem stúlk­urnar eru. Samfélög sem finna fyrir áhrifum meng­unar frá gasbrunum bíða enn áheyrnar þar sem úrskurðað er um bætur og úrræði, meðal annars fyrir 251 einstak­ling með krabba­mein og áætlun um hvenær skuli slökkva á 447 gasbrunum í viðkom­andi samfé­lögum.  

Árið 2022 fóru stúlk­urnar með málið fyrir stjórn­laga­dóm­stól Ekvador vegna vanefnda á úrskurði. Málið er enn þá í gangi og barátt­unni er því ekki lokið.

Verkefni Amnesty International á svæðinu

Markmið Amnesty Internati­onal er að vekja athygli á áhrifum lofts­lags­breyt­inga á mann­rétt­indi og baráttu fólks sem berst gegn lofts­lags­breyt­ingum.

Amnesty Internati­onal starfar með fjöl­mörgum hópum í þeim löndum sem finna mest fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga til þess að auka þrýsting á stjórn­völd og fyrir­tæki sem standa sig ekki í þessum málum. Amnesty Internati­onal styður sérstak­lega ungt fólk, frum­byggja­sam­félög, verka­lýðs­félög og samfélög sem þurfa að glíma við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. 

Amnesty Internati­onal á Amer­íku­svæðinu stendur fyrir stóru verk­efni næstu árin sem styður stúlk­urnar níu, í samstarfi við UDAPT, þar sem baráttan þeirra tengist þessum mark­miðum Amnesty Internati­onal.

Markmið verk­efn­isins: 

Að stuðla að því hætt verði að nota gasbruna í jarð­efna­vinnslu á Amazon-svæðinu í samræmi við úrskurð í máli stúlkn­anna, til að minnka losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, brjóta ekki á mann­rétt­indum íbúa svæð­isins og draga úr umhverf­is­legum áhrifum á viðkvæm vist­kerfi.

Hvernig verður mark­mið­unum náð?

 • Með stuðn­ingi við stúlk­urnar í Amazon í baráttu sinni við að stöðva gasbruna í héruð­unum Sucumbíos og Orellana í Ekvador með innlendum og alþjóð­legum þrýst­ingi og herferðum. Kallað verður eftir því að dóms­úrskurði í dóms­máli þeirra verði fram­fylgt.  
 • Með áfram­hald­andi rann­sóknum til að styðja mál þeirra á innlendum og alþjóð­legum vett­vangi til verndar mann­rétt­indum.   
 • Með því að nýta samtaka­máttinn til að þrýsta á yfir­völd og olíu­fyr­ir­tæki að stöðva gasbruna. 
 • Með því að vekja athygli á því að kjarni vandans í lofts­lags­málum er að stjórn­völd og olíu­fyr­ir­tæki taka gróða fram yfir líf fólks.  
 • Með því að leyfa röddum og frásögnum barna sem eru að berjast gegn lofts­lags­vánni að heyrast og veita þeim tæki­færi til að mynda tengslanet bæði á innlendum og alþjóð­legum vett­vangi. Þetta er sérstak­lega mikil­vægt fyrir frum­byggja­börn sem búa á svæðum þar sem er viðkvæmt vist­kerfi.

Hvað getur þú gert?

Veldu styrkt­ar­upphæð hér að ofan og greiðslu­leið. Íslands­deildin sér svo um senda fram­lögin og þau renna öll óskert í verk­efnið í þágu stúlkn­anna.