Góðar fréttir

19. febrúar 2018

El Salvador: Kona dæmd fyrir morð í kjölfar andvana­fæð­ingar laus úr haldi

Lausn konu sem var áratug á bak við lás og slá í El Salvador fyrir meðgöngu­tengd vand­kvæði sem leiddi til andvana­fæð­ingar verður að leiða til þess að bundið sé enda á öfga­full lög gegn fóst­ur­eyð­ingum.

Teodora del Carmen Vásquez var leyst úr haldi á fimmtudag eftir að dómstóll stytti fang­els­isdóm hennar. Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tökum í landinu eru að minnsta kosti 27 konur enn í haldi vegna algjörs banns gegn fóst­ur­eyð­ingum.

„Það er góðs viti að Teodora sé laus úr fang­elsi þó að hún hefði hún aldrei átt að vera þar til að byrja með. El Salvador er enn þá langt frá því að tryggja rétt­indi kvenna og stúlkna í landinu. Stjórn­völd í El Salvador verða að afnema hið snar­asta þetta svívirði­lega fóst­ur­eyð­ing­ar­bann sem skapar aðstæður sem leiða til mismun­unar, sárs­auka og órétt­lætis,“

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amer­íku­deildar Amnesty Internati­onal.

Í El Salvador eru konur, sem þjást af meðgöngu­tengdum vand­kvæðum er leiða til fóst­ur­missis eða andvana­fæð­ingar, ítrekað grun­aðar um fóst­ur­eyð­ingar sem eru bann­aðar í öllum tilvikum. Saksókn­arar ákæra þær iðulega fyrir mann­dráp eða jafnvel morð að yfir­lögðu ráði en það getur þýtt allt að fimmtíu ára fang­elsi.

Bakgrunnur

Teodora fæddi andvana barn árið 2007 eftir að hún fann skyndi­lega sting­andi sárs­auka við vinnu. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóð­baði.  Hún var síðar dæmd í 30 ára fang­elsi fyrir morð af yfir­lögðu ráði  eftir vankanta á rétt­ar­höldum hennar.

Dóms­mála­ráð­herra El Salvadors mildaði dóm Teodoru en breytti hvorki sakfell­ingu né viður­kenndi sakleysi hennar. Lögfræð­ingar hennar ætla sér að hreinsa nafn hennar og sækja skaða­bætur fyrir áratug í fang­elsi.
Að minnsta kosti 28 aðrar konur eru enn í fang­elsi vegna grimmi­legra fóst­ur­eyð­ing­ar­laga. Hátt hlut­fall þeirra eru efna­litlar konur með takmark­aðan aðgang að menntun, heilsu­gæslu og rétt­ar­kerfi. Í skýrslu Amnesty Internati­onal frá 2014 On the brink of death greindu samtökin að brotið hefði verið á rétt­inum til sann­gjarnra rétt­ar­halda og jafn­ræðis gagn­vart lögum í þeim málum sem hafa verið skráð.

Kröfur Amnesty Internati­onal

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að hætt verði án tafar að fram­fylgja fóst­ur­eyð­ing­ar­lögum í samræmi við tillögur nefndar Sameinuðu þjóð­anna um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) þann 3. mars 2017, með það að mark­miði að afglæpa­væða fóst­ur­eyð­ingar að fullu, að leysa úr haldi allar þær konur tafar­laust úr haldi og án skil­yrða sem hafa verið dæmdar vegna meðgöngu­tengdra vand­kvæða og að auki tryggja örugga og löglega fóst­ur­eyð­ingu í það minnsta þegar líf kvenna, andleg eða líkamleg heilsa er í hættu vegna nauðg­unar, sifja­spella eða þegar um er að ræða alvar­lega og ólíf­væn­lega fóst­urgalla.

Mál hennar var tekið fyrir í árlegri herferð Amnesty Internati­onal, Bréf til bjargar lífi, árið 2015.

Lestu einnig