Skýrslur

2. september 2021

Eþíópía: Nauðg­anir notaðar sem stríðs­vopn

Ný skýrsla Amnesty Internati­onal, I Don’t Know If They Realized I Was A Person’: Rape and Other Sexual Violence in the Conflict in Tigray, Ethi­opia, varpar ljósi á það hvernig ýmsar hersveitir sem styðja eþíópísk stjórnvöld hafa beitt hundruðum kvenna og stúlkna nauðg­unum og öðru kynferð­is­legu ofbeldi á átaka­svæð­unum í Tigray-héraði í norð­ur­hluta Eþíópíu. Beiting nauðgana og kynlífs­þræl­dóms sem stríðs­vopn jafn­gildir stríðs­glæpum og geta talist til glæpa gegn mann­kyninu.

Vörum við grófum lýsingum á kynferð­isof­beldi í frétt­inni.

„Það er ljóst að nauðg­anir og annað kynferð­is­legt ofbeldi hafa verið notuð sem stríðs­vopn til að valda konum og stúlkum í Tigray varan­legu líkam­legu og andlegu tjóni. Eþíópsk stjórn­völd verða að grípa til tafar­lausa aðgerða til að stöðva kynferð­isof­beldi af hálfu hersveita og Afrík­u­sam­bandinu ber að tryggja að átökin verði tekin föstum tökum hjá friðar- og örygg­is­ráði Afrík­u­sam­bandsins.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Í skýrsl­unni eru tekin viðtöl við 63 þolendur kynferð­isof­beldis og heil­brigð­is­starfs­fólk, þar af 28 þolendur sem stað­festu að hersveitir Erítreu hefðu verið gerendur nauðg­an­anna.

Útbreiðsla kynferðisofbeldisins

 

Mynstur kynferð­isof­beld­isins, þar sem fjöldi þolenda hefur einnig orðið vitni að öðrum nauðg­unum, bendir til þess að kynferð­isof­beldi sé útbreitt og ætlað að ógna og niður­lægja þolendur og þjóð­ern­is­hópa.

Í skýrsl­unni greina 12 þolendur frá því að hermenn og uppreisn­ar­her­menn hafi nauðgað sér fyrir framan fjöl­skyldu­með­limi, þar á meðal börn. Fimm af þeim voru ófrískar þegar það átti sér stað.

„Þrír menn komu inn í herbergið. Það var kvöld og komið myrkur. Ég öskraði ekki, þeir gáfu til kynna að ég ætti ekki að hafa hátt því annars yrði ég drepin. Þeir nauðguðu mér hver á eftir öðrum. Ég var komin fjóra mánuði á leið. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri ólétt. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri mann­eskja.“

Letay*, 20 ára kona frá Baaker sem ráðist var á í nóvember 2020 af mönnum sem töluðu amharísku og klæddust ýmist herbún­ingum eða venju­legum fötum.

 

Margir þolendur lýsa líkam­legum eftir­köstum, eins og stans­lausum blæð­ingum, bakverkjum, hreyfi­hömlun og fistlum (óeðlileg göng milli tveggja holra líffæra). Sumar þessara kvenna hafa greinst HIV jákvæðar í kjölfar nauðg­unar. Svefn­leysi, kvíði og tilfinn­ingaleg vanlíðan eru algengir fylgi­kvillar þolenda og fjöl­skyldu­með­lima sem hafa orðið vitni að ofbeldinu.

„Þrír þeirra nauðguðu mér fyrir framan barnið mitt. Það var kona með okkur sem var komin átta mánuði á leið,þeir nauðguðu henni líka. Þeir söfn­uðust saman eins og hýenur sem fundið hafa mat. Þeir nauðguðu konunum og drápu mennina.“

Nigist*, 35 ára tveggja barna móðir frá Humera sem lýsti því hvernig henni og fjórum öðrum konum var nauðgað af erít­reskum hermönnum í Sheraro þann 21. nóvember 2020.

Heil­brigð­is­stofn­anir í Tigray skráðu 1.288 tilfelli af kynbundnu ofbeldi á tíma­bilinu febrúar til apríl 2021. Adigrit-spít­alinn skráði 376 nauðg­un­armál frá því að átökin hófust þann 9. júní 2021. Margir þolendur sögðu hins vegar Amnesty Internati­onal að þeir hefðu ekki heim­sótt heil­brigð­is­stofnun sem sýnir að þessar tölur eru aðeins brot af raun­tölum nauðgana í tengslum við átökin.

Kynlífsþrældómur og niðurlæging

 

Einnig sögðu 12 þolendur frá því að þeim hafi­verið haldið í marga daga eða vikur þar sem þeim var ítrekað nauðgað, oftast af nokkrum mönnum. Sumum var haldið í herbúðum, öðrum í húsum eða úti á ökrum.

„Þeir tóku mig út á akur á afskekktu svæði. Þar voru margir hermenn. Mér var nauðgað af átta þeirra. Þeir skiptust á að vakta svæðið. Þegar fjórir þeirra fóru út voru hinir inni að nauðga mér.“

Tseday* 17 ára stúlka sem var numin á brott af eritreskum hermönnum í Zebangedena og haldið fang­inni í tvær vikur.“

Átta konur sögðu einnig frá því hvernig þeim hafði verið nauðgað af eþíópískum og eritrekum hermönnum og uppreisn­ar­mönnum nálægt landa­mær­unum að Súdan þar sem þær leituðu skjóls.

 

„Þeir nauðguðu okkur og sveltu. Þeir voru svo margir að þeir nauðguðu okkur í lotum. Við vorum í kringum 30 konur. Okkur var öllum nauðgað.“

Blen*, 21 árs kona frá Bademe sem var tekin a brott af eþíópskum og eritreskum hermönnum þann 5. nóvember 2020.

Tveir þolendur lýstu því hvernig stórum nöglum, möl og ýmsum gerðum af flís­sprengjum (sprengi­kúla sem skýtur málm- og plast­flísum) var stungið inn í leggöng þeirra og hafa ollið varan­legum og mögu­lega óbæt­an­legum skaða.

Hermenn of uppreisn­ar­her­menn niður­lægðu einnig fórn­ar­lömb sín ítrekað með svívirð­ingum, kynþátt­aníð, lítil­lækk­andi athuga­semdum og hótunum.

Skortur á stuðningi við þolendur

 

Þolendur og vitni greindu frá því að þau hafi fengið takmarkaða eða enga sálfræði- og lækn­is­að­stoð frá því að þau komu í flótta­manna­búðir í Shire í Eþíópíu eða Súdan.

„Til að bæta á þján­ingar og áföll þolenda er enginn full­nægj­andi stuðn­ingur í boði. Þolendur þurfa að geta nálgast þá þjón­ustu sem þeir þarfnast og eiga rétt á, þar á meðal lækn­is­með­ferð, félags­þjón­ustu, geðheil­brigð­is­þjón­ustu og sálfræði­að­stoð.“

Agnès Callamard

 

„Við krefj­umst þess að sjálf­stæð, óháð og skil­virk rann­sókn verði gerð á öllum ásök­unum um kynferð­is­legt ofbeldi til að tryggja rétt­læti fyrir þolendur. Einnig þarf að koma á lagg­irnar skil­virku stríðsskaða­bóta­kerfi fyrir þolendur. Allir aðilar sem koma að átök­unum tryggi óhindraða mann­úð­ar­að­stoð á svæðinu.“

 

*Nöfnum hefur verið breytt.

Lestu einnig