Eþíópía

Eþíópía: Réttlæti krafist fyrir þolendur kynferðisbrota í Tigray

Ýmsar hersveitir sem styðja eþíópísk stjórn­völd hafa með skipu­lögðum hætti nauðgað konum og stúlkum frá Tigray-héraði og valdið þeim og aðstand­endum þeirra varan­legum líkam­legum og sálrænum skaða.

Viðvörun: Hér fyrir neðan birtast grófar lýsingar á kynferð­is­legu ofbeldi.

Este­genet er sextán ára stúlka. Í borg­inni Adebai héldu eþíópískir hermenn henni fang­inni eftir að hafa numið hana á brott þegar hún var á flótta með móður sinni og systkinum. Hún var færð í hús þar sem yfir­maður í eþíópísku varn­ar­sveit­inni nauðgaði henni á meðan þrír menn biðu fyrir utan. Þegar yfir­mað­urinn hafði lokið sér af hleypti hann hinum þremur inn til hennar sem einnig nauðguðu henni. Este­genetvar haldið í húsinu í þrjá daga og nauðgað ítrekað. Að þriðja degi loknum var henni sleppt í skjóli nætur.

Letay, sem er tvítug, varð fyrir árás á heimili sínu. Vopn­aðir menn, sem töluðu amharísku og klæddust ýmist einkenn­is­bún­ingum eða borg­ara­legum klæðnaði, þóttust ætla að leita að vopnum í húsinu og ráku foreldra hennar og systkini út á meðan Letay svaf í herbergi sínu.

Þrír mann­anna komu inn í herbergi til hennar. Hún vaknaði við lætin en hrópaði ekki. Þeir gáfu henni merki um að ef hún gæfi frá sér hljóð yrði hún drepin. Svo nauðguðu þeir henni hver á eftir öðrum.

„ Ég var komin fjóra mánuði á leið. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri ólétt. Ég veit ekki hvort þeir áttuðu sig á því að ég væri mann­eskja.“

Letay

Eyeru­salem er þrjátíu og níu ára gömul móðir tveggja barna. Erít­reskir hermenn námu hana og börn hennar á brott ásamt tveimur öðrum konum. Þau voru á flótta vegna átaka í heimabæ sínum. Hermenn­irnir héldu henni fang­inni í sólar­hring og brenndu hana með heitu járni. Þeir komu einnig málm­hlutum fyrir í legi Eyeru­salem og fimm þeirra nauðguðu henni að börnum hennar ásjá­andi. Forstjóri sjúkra­hússins þar sem Eyeru­salem var meðhöndluð sagði að þurft hafi að fjar­lægja fjóra nagla úr líkama hennar með skurð­að­gerð tveimur mánuðum eftir árásina þar sem þeir skertu hreyfigetu hennar. Auk þess mátti finna brunasár á efra læri hennar.

Frásagnir um kynferð­isof­beldi gegn konum og stúlkum í Tigray eru mjög svip­aðar og eru til vitnis um að kynferð­isof­beldi sé beitt vísvit­andi til að valda þolendum langvar­andi sálrænum og líkam­legum skaða. Hermenn og uppreisn­ar­her­menn hafa nauðgað og hópnauðgað konum og stúlkum frá Tigray, hneppt þær í kynlífs­þrældóm, misþyrmt kynfærum þeirra og pyndað. Þessu ofbeldi fylgja oft dauða­hót­anir og níð vegna uppruna kvenn­anna og stúlkn­anna.

Lestu meira um skýrsluna hér.

Það er tími til kominn að kynferð­isof­beldi sé stöðvað í átök­unum í Tigray! Krefstu rétt­lætis fyrir konur og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferð­isof­beldi af hálfu hersveita sem tengjast eþíópískum stjórn­völdum og kallaðu eftir:

  • Að sjálf­stæð, óháð og skil­virk rann­sókn verði gerð á öllum ásök­unum um kynferð­is­legt ofbeldi.
  • Að gerendur verði dregnir fyrir dómstóla í samræmi við alþjóðalög.
  • Að þolendum verði tryggðar skaða­bætur.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.