Fréttir

3. nóvember 2021

G20: Óljós loforð um bólu­efni

Leið­togar G20-ríkjanna hafa í yfir­lýs­ingu sinni í lok leið­toga­fund­arins í Róm síðustu helgi gefið loforð um að kanna leiðir til að hraða bólu­setn­ingum í heim­inum og vinna að því að ná mark­miði Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar um að 40% íbúa hvers lands í heim­inum séu bólusettir í enda árs. 

„Leið­togar G20 virðast vera að segja réttu hlutina. En í ljósi þess að fimm millj­ónir einstak­linga hafa látið lífið í faraldr­inum, eru orð ekki nóg. Þessi óljósu loforð eru lítilsvirðing við fólkið sem hefur látið lífið og fólkið sem lifir enn í ótta við kórónu­veiru­smit.“

Tamaryn Nelson sérfræð­ingur um réttinn til heilsu, Amnesty Internati­onal. 

Nú eru aðeins tveir mánuðir eftir af árinu og aðeins róttækar aðgerðir geta jafnað dreif­ingu bólu­efna­skammta. Ef við höldum okkur á sömu braut mun faraldr­inum aldrei ljúka.

Það má engan tíma missa

 

„Við krefj­umst aðgerða sem fyrst. Mörg G20-ríki eiga miklar umframbirgðir af bólu­efna­skömmtum sem gætu endað með að fara til spillis. Amnesty Internati­onal hefur komist að þeirri niður­stöðu að 500 millj­ónir skammta gætu verið nýttir strax ef þeim yrði dreift til lágtekju­landa. Hins vegar var ekkert sagt um mögu­lega dreif­ingu í yfir­lýs­ing­unni.

Tamaryn Nelson 

Það er ekki of seint fyrir stóru lyfja­fyr­ir­tækin að gera það sem er rétt  og uppfylla mann­rétt­inda­skyldur sínar. Í enda mánað­arins munu aðilar að Alþjóða­við­skipta­stofnuninni (e. WTO) hittast í Genf til að ræða tíma­bundna undanþágu frá samn­ingi um hugverka­rétt­indi í viðskiptum (e. TRIPS). Lyfja­fyrirtækin verða að hætta að berjast gegn undan­þág­unni svo að fram­leiðsla bólu­efn­anna geti aukist og hver einasti einstak­lingur í heim­inum eigi kost á bólu­setn­ingu gegn kórónu­veirunni.

 

Skýrsla Amnesty Internati­onal, A Double Dose of Inequality: Pharma comp­anies and the Covid-19 vacc­ines crisis, greinir frá því hvernig sex helstu lyfja­fram­leið­endur Covid-19 bólu­efn­anna ýta undir mann­rétt­inda­neyð. Lestu meira hér.  

100 dagar til stefnu: Tveir millj­arðar bólu­efna­skammta núna! er yfir­skrift herferðar Amnesty Internati­onal þar sem krafist er að: 

  •  Tveimur millj­örðum bólu­efna­skömmtum verði úthlutað til lágtekju­landa og lægri-meðal­tekju­landa fyrir lok árs til að ná mark­miði Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar um að 40% fólks í heim­inum verði bólu­sett þá. 
  • Ríki heims dreifi hundruðum milljóna umframbirgða af bólu­efna­skömmtum sem þau hafa sankað að sér og að lyfja­fram­leið­end­urnir tryggi að a.m.k. helm­ingi þessara skammta verði dreift til fátækari landa. 

 

Skrifaðu undir ákallið hér.

Lestu einnig