Alþjóðlegt

Berjumst gegn ójöfnuði við skömmtun bóluefna

Millj­arðir íbúa fátækari ríkja fá ekki aðgang að covid-19 bólu­efnum með lífs­hættu­legum afleið­ingum.

Skrifið undir tölvu­póst sem berst beint til BioNTech, Johnson & Johnson, Moderna og Pfizer og kallið eftir því að lyfja­fyr­ir­tækin komi í veg fyrir frekari mann­rétt­inda­neyð vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Aukinn jöfn­uður í aðgengi að bólu­efni gegn kórónu­veirunni gæti bjargað lífum millj­arða um allan heim en lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer, Moderna og Johnson & Johnson hafa meðvitað komið í veg fyrir að aðrir lyfja­fram­leið­endur geti fram­leitt bólu­efni. Fyrir­tækin halda áfram að veita efna­meiri ríkjum forgang.

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO), Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (WTO), Alþjóða­bankinn og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­urinn hafa sett það markmið að 40% af fólki í lágtekju­löndum og lægri-meðal­tekju­löndum verði bólu­sett fyrir lok þessa árs. Til þess að mark­miðið náist þarf að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til þessara landa.

Það er augljóst að lyfja­fyr­ir­tæki og ríki eru ekki að sinna skyldu sinni um að tryggja jafnan aðgang að bólu­efni gegn kórónu­veirunni.

Þann 22. sept­ember voru 100 dagar til lok ársins 2021.

Krefj­umst þess að ríki og lyfja­fyr­ir­tæki geri allt í sínu valdi til að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til lág- og lægri-meðal­tekju­landa án tafar og að efnaðri ríki dreifi jafnt þeim hundruðum milljóna umframbirgða af bólu­efna­skömmtum sem þau hafa sankað að sér.

Krefj­umst þess að lyfja­fyr­ir­tækin:

  • Tryggi að a.m.k. helm­ingur fram­leiddra skammta sé dreift til lág- og lægri-meðal­tekju­landa.
  • Taki þátt í alþjóð­legu fram­taki við að deila hugverkum, þekk­ingu og tækni með öðrum lyfja­fram­leið­endum

 

Það má engan tíma missa. Líf hundruð milljóna eru í höndum örfárra lyfja­fyr­ir­tækja, en með nægum þrýst­ingi er hægt að koma í veg fyrir að mann­rétt­inda­neyðin viðgangist. Skrifaðu undir núna.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.