Alþjóðlegt

Berjumst gegn ójöfnuði við skömmtun bóluefna

Millj­arðir íbúa fátækari ríkja fá ekki aðgang að covid-19 bólu­efnum með lífs­hættu­legum afleið­ingum.

Skrifið undir tölvu­póst sem berst beint til BioNTech, Johnson & Johnson, Moderna og Pfizer og kallið eftir því að lyfja­fyr­ir­tækin komi í veg fyrir frekari mann­rétt­inda­neyð vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Aukinn jöfn­uður í aðgengi að bólu­efni gegn kórónu­veirunni gæti bjargað lífum millj­arða um allan heim en lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer, Moderna og Johnson & Johnson hafa meðvitað komið í veg fyrir að aðrir lyfja­fram­leið­endur geti fram­leitt bólu­efni. Fyrir­tækin halda áfram að veita efna­meiri ríkjum forgang.

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO), Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (WTO), Alþjóða­bankinn og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­urinn hafa sett það markmið að 40% af fólki í lágtekju­löndum og lægri-meðal­tekju­löndum verði bólu­sett fyrir lok þessa árs. Til þess að mark­miðið náist þarf að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til þessara landa.

Það er augljóst að lyfja­fyr­ir­tæki og ríki eru ekki að sinna skyldu sinni um að tryggja jafnan aðgang að bólu­efni gegn kórónu­veirunni.

Þann 22. sept­ember voru 100 dagar til lok ársins 2021.

Krefj­umst þess að ríki og lyfja­fyr­ir­tæki geri allt í sínu valdi til að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til lág- og lægri-meðal­tekju­landa án tafar og að efnaðri ríki dreifi jafnt þeim hundruðum milljóna umframbirgða af bólu­efna­skömmtum sem þau hafa sankað að sér.

Krefj­umst þess að lyfja­fyr­ir­tækin:

  • Tryggi að a.m.k. helm­ingur fram­leiddra skammta sé dreift til lág- og lægri-meðal­tekju­landa.
  • Taki þátt í alþjóð­legu fram­taki við að deila hugverkum, þekk­ingu og tækni með öðrum lyfja­fram­leið­endum

 

Það má engan tíma missa. Líf hundruð milljóna eru í höndum örfárra lyfja­fyr­ir­tækja, en með nægum þrýst­ingi er hægt að koma í veg fyrir að mann­rétt­inda­neyðin viðgangist. Skrifaðu undir núna.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.