Alþjóðlegt

Berjumst gegn ójöfnuði við skömmtun bóluefna

Millj­arðir íbúa fátækari ríkja fá ekki aðgang að covid-19 bólu­efnum með lífs­hættu­legum afleið­ingum.

Skrifið undir tölvu­póst sem berst beint til BioNTech, Johnson & Johnson, Moderna og Pfizer og kallið eftir því að lyfja­fyr­ir­tækin komi í veg fyrir frekari mann­rétt­inda­neyð vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Aukinn jöfn­uður í aðgengi að bólu­efni gegn kórónu­veirunni gæti bjargað lífum millj­arða um allan heim en lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer, Moderna og Johnson & Johnson hafa meðvitað komið í veg fyrir að aðrir lyfja­fram­leið­endur geti fram­leitt bólu­efni. Fyrir­tækin halda áfram að veita efna­meiri ríkjum forgang.

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO), Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (WTO), Alþjóða­bankinn og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­urinn hafa sett það markmið að 40% af fólki í lágtekju­löndum og lægri-meðal­tekju­löndum verði bólu­sett fyrir lok þessa árs. Til þess að mark­miðið náist þarf að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til þessara landa.

Það er augljóst að lyfja­fyr­ir­tæki og ríki eru ekki að sinna skyldu sinni um að tryggja jafnan aðgang að bólu­efni gegn kórónu­veirunni.

Þann 22. sept­ember voru 100 dagar til lok ársins 2021.

Krefj­umst þess að ríki og lyfja­fyr­ir­tæki geri allt í sínu valdi til að úthluta tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til lág- og lægri-meðal­tekju­landa án tafar og að efnaðri ríki dreifi jafnt þeim hundruðum milljóna umframbirgða af bólu­efna­skömmtum sem þau hafa sankað að sér.

Krefj­umst þess að lyfja­fyr­ir­tækin:

  • Tryggi að a.m.k. helm­ingur fram­leiddra skammta sé dreift til lág- og lægri-meðal­tekju­landa.
  • Taki þátt í alþjóð­legu fram­taki við að deila hugverkum, þekk­ingu og tækni með öðrum lyfja­fram­leið­endum

 

Það má engan tíma missa. Líf hundruð milljóna eru í höndum örfárra lyfja­fyr­ir­tækja, en með nægum þrýst­ingi er hægt að koma í veg fyrir að mann­rétt­inda­neyðin viðgangist. Skrifaðu undir núna.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Maldíveyjar

Aðgerðasinni dæmdur í fangelsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujuthaba, 39 ára aðgerða- og friðarsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fangelsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórnvöld verða að fella niður ákærur gegn honum. Skrifaðu undir ákall um að ákærur gegn Mohamed verði felldar niður strax.

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Rússland

Listakona á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna hernaðarandstöðu

Listakonan Aleksandra Skochilenko var handtekin í Rússlandi og er sökuð um að hafa skipt út verðmiðum fyrir upplýsingar gegn stríðinu og slagorðum í stórmarkaði í Sankti Pétursborg. Hún var ákærð fyrir að „dreifa vísvitandi röngum upplýsingum um framgöngu rússneska hersins“ og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek. Aleksandra Skochilenko er með alvarlegan heilsufarsvanda og gæsluvarðhald þar sem hún fær ekki viðeigandi mataræði eða læknishjálp stofnar heilsu hennar í hættu. Gríptu til aðgerða eins fljótt og auðið er, eða til 1. júní 2022.

Sádi-Arabía

Stöðvið yfirvofandi aftökur á tveimur mönnum frá Barein

Jaafar Mohammad Sultan og Sadeq Majeed Thamer eiga yfir höfði sér aftökur. Sérstaki sakamáladómstóllinn dæmdi þá til dauða í október 2021 eftir afar ósanngjörn réttarhöld vegna hryðjuverkatengdra ákæra, sem fela í sér smygl á sprengiefni til Sádí-Arabíu og þátttöku í mótmælum gegn stjórnvöldum í Barein. Í apríl 2022 staðfesti hæstiréttur dóminn og aftaka þeirra varð yfirvofandi um leið og konungur fullgildi hann. Amnesty International skorar á yfirvöld í Sádi-Arabíu að fullgilda ekki dauðadóminn, ógilda sakfellingu þeirra og veita þeim sanngjörn réttarhöld í samræmi við alþjóðleg lög.

Gambía

Mannréttindavernd í hættu í Gambíu

Gríptu til aðgerða og skrifaðu undir ákall um að öryggi mannréttindafrömuðarins Madi Jobarteh verði tryggt og að hann geti nýtt sér rétt sinn til tjáningar sem er staðfestur í stjórnarskrá Gambíu.

Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þungunarrofs. Pólskum yfirvöldum ber að afglæpavæða þungunarrof og styðja frekar en refsa manneskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstaklinga sem leita eftir þungunarrofi. Aðgangur að þungunarrofi er hluti af kyn- og frjósemisréttindum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur. Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfirvöld dragi til baka ákærur á hendur kvenréttindafrömuðinum Justynu Wydrzyńska og afglæpavæði þungunarrof.

Hvíta-Rússland

Skrásetning mannréttindabrota er ekki glæpur

Marfa Rabkova er baráttukona fyrir mannréttindum í Hvíta-Rússlandi og hefur unnið fyrir Viasna, hreyfingu sjálfboðaliða, sem er einn öflugasti mannréttindahópurinn í Hvíta-Rússlandi. Viasna fylgist með og skráir mannréttindabrot í landinu. Marfa var fyrst í þeirra hópi til að vera handtekin. Hún er ákærð fyrir að kynda undir hatri gagnvart lögreglu fyrir þátt sinn í að afhjúpa varðhald að geðþótta, pyndingar og aðra illa meðferð af hálfu yfirvalda gegn friðsömum mótmælendum. Það er ekki glæpur að skrásetja mannréttindabrot. Krefjumst þess að Marfa Rabkova verði leyst úr haldi strax.

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.