Viðburðir
11. mars 2021Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á viðburði sem fer fram í kvöld fimmtudag, 11. mars, kl. 20.15 á leik KR og Vals í Dominosdeild karla í körfubolta í DHL höllinni.
Högni Egilsson, fyrrum körfuboltakappi Vals sem er betur þekktur fyrir tónlist sína, tekur 1-2 lög í upphafi leiks og segir nokkur orð um tjáningarfrelsið.
Bæði lið ætla að klæðast Amnesty sokkunum „Hvað eru mannréttindi?“ eftir Berg Guðnason. Íslandsdeild Amnesty International vill einmitt vekja athygli á því með þessum viðburði að það eitt að tjá skoðanir sínar eru mannréttindi sem eru varin í alþjóðalögum.
Aðgerðasinnar frá Háskólafélagi Amnesty International munu því safna undirskriftum fyrir mál Pablo Hasél, spænska rapparans sem nýlega var dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir „vegsömun“ hryðjuverka sem og „róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi“ landsins. Dómurinn var byggður á færslum á Twitter og texta í rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.
Pablo er ekki sá eini sem hefur hlotið slík örlög þar í landi. Ákvæði um refsingu fyrir vegsömun hryðjuverka, róg og níð gegn krúnunni og ríkisstofnunum eða fyrir að misbjóða trú í hegningarlögum eru svo víðfeðm að spænskir borgarar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tjáningu. Lesið meira um tjáningarfrelsið á Spáni hér.
Amnesty International krefst þess að stjórnvöld á Spáni:
1) Afnemi þessi ákvæði úr hegningarlögum.
2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstaklinga úr haldi sem hafa verið fangelsaðir á grundvelli þess fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar með friðsömum hætti.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu