Viðburðir

11. mars 2021

Högni Egilsson og tján­ing­ar­frelsið í DHL-höll­inni

Íslands­deild Amnesty Internati­onal vekur athygli á viðburði sem fer fram í kvöld fimmtudag, 11. mars, kl. 20.15  á leik KR og Vals í Domin­os­deild karla í körfu­bolta í DHL höll­inni.

Högni Egilsson, fyrrum körfu­bol­takappi Vals sem er betur þekktur fyrir tónlist sína, tekur 1-2 lög í upphafi leiks og segir nokkur orð um tján­ing­ar­frelsið. 

Bæði lið ætla að klæðast Amnesty sokk­unum Hvað eru mann­rétt­indi?eftir Berg Guðnason. Íslands­deild Amnesty Internati­onal vill einmitt vekja athygli á því með þessum viðburði að það eitt að tjá skoð­anir sínar eru mann­rétt­indi sem eru varin í alþjóða­lögum. 

Aðgerða­sinnar frá Háskóla­fé­lagi Amnesty Internati­onal munu því safna undir­skriftum fyrir mál Pablo Hasél, spænska rapp­arans sem nýlega var dæmdur í 9 mánaða fang­elsi fyrir vegsömun“ hryðju­verka sem og „róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi“ landsins. Dómurinn var byggður á færslum á Twitter og texta í rapp­lagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt. 

Pablo er ekki sá eini sem hefur hlotið slík örlög þar í landi. Ákvæði um refs­ingu fyrir vegsömun hryðju­verka, róg og níð gegn krún­unni og ríkis­stofn­unum eða fyrir að misbjóða trú í hegn­ing­ar­lögum eru svo víðfeðm að spænskir borg­arar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tján­ingu. Lesið meira um tján­ing­ar­frelsið á Spáni hér.

Amnesty Internati­onal krefst þess að stjórn­völd á Spáni: 

1) Afnemi þessi ákvæði úr hegn­ing­ar­lögum. 

2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa verið fang­els­aðir á grund­velli þess fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar með frið­sömum hætti.

Við hvetjum þá sem geta að mæta á þennan æsispenn­andi leik og skrifa undir ákallið á staðnum. Einnig er hægt að horfa á leikinn og Högna taka lagið í beinni á Stöð2 Sport og skrifa undir ákallið hér.

Lestu einnig