Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fang­elsi og sekt­aður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðju­verka sem og fyrir róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapp­lagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt.

Pablo Hasél er ekki sá eini, notendur samfé­lags­miðla, fjöl­miðla­fólk, tónlistar­fólk og lögfræð­ingar hafa verið ákærð fyrir sömu brot á Spáni. Áhrifin eru hrikaleg fyrir einstak­linga: Háar sektir, útilokun frá opin­berum vett­vangi í langan tíma, fang­els­is­dómar og síðast ekki síst óáþreif­anleg áhrif eins og sjálfs­rit­skoðun vegna ótta við refs­ingu.

Hlut­skipti César Straw­berry, söngvara hljóm­sveit­ar­innar Def con Dos, voru svipuð. Hann var ákærður fyrir „vegsömun hryðju­verka“ fyrir nokkur tíst. Að auki var rapp­arinn Nyto Rukeli, meðlimur í tónlist­ar­hópnum La Insur­gencia, dæmdur fyrir sömu ákæru­liði vegna laga­textans: „Jafnvel neðanjarðar verður ekki þaggað niður í mér, ekki er hægt að fang­elsa listina.“ (spænska:  „Ni bajo tierra me callarán, no puede encarcel­arse el arte”)

Rapp er ekki glæpur. Að tísta brandara er ekki hryðju­verk. Hegn­ing­arlög eiga ekki að gera tján­ingu eða list­ræna sköpun að glæp þar sem það brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu. Óþægileg eða hneyksl­anleg tjáning sem telst ekki til hatursorð­ræðu er ekki glæpur samkvæmt alþjóða­lögum.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu hefur gefið það út að lög um meið­yrði sem hindra eða sekta fyrir rétt­mæta gagn­rýni á stjórn­völd eða embætt­is­fólk brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu.

Skil­grein­ingin í ákvæði 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum á því að „vegsama“ hryðju­verk er svo víðfeðm að spænskir borg­arar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tján­ingu.

Ákvæði um refs­ingu fyrir vegsömun hryðju­verka, róg og níð gegn krún­unni og ríkis­stofn­unum eða fyrir að misbjóða trú eiga ekki heima í hegn­ing­ar­lögum sem þurfa að virða og vernda mann­rétt­indi og vera í samræmi við alþjóðalög.

Verndaðu tján­ing­ar­frelsið og krefstu þess að stjórn­völd á Spáni:

1) Afnemi þessi ákvæði úr hegn­ing­ar­lögum.

2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa verið fang­els­aðir á grund­velli þess fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar með frið­sömum hætti.

Lestu nánar um mál Césars og stöðu tján­ing­ar­frels­isins á Spáni hér

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks, var handtekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangrunarvist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólarhring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof var eingungis handtekinn vegna baráttu sinnar fyrir réttindum verkafólks og stuðnings við verkalýðsfélög.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fangelsi og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðjuverka sem og fyrir róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.