Fréttir

30. ágúst 2019

Hvernig ýtir TripA­dvisor undir þján­ingar Palestínubúa?

Amnesty Internati­onal þrýstir á TripA­dvisor að taka út skrán­ingar á síðu sinni á ferða­manna­stöðum á land­töku­svæðum Ísraels. Land­töku­svæði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu eru ólögleg og valda þján­ingum Palestínubúa. Hvað eru hernumdu svæði Palestínu, hvers vegna eru land­töku­svæði Ísraela ólögleg og hvaða þján­ingum valda þau?

Af hverju eru land­töku­svæði Ísraela vandamál?

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að TripA­dvisor og önnur netbók­un­ar­fyr­ir­tæki loki fyrir skrán­ingar á eignum og ferða­manna­stöðum sem eru á ísra­elskum land­töku­svæðum á hernumdu svæðum Palestínu. Rann­sóknir okkar sýna að TripA­dvisor, AirBnB, Expedia og Booking.com viðhalda ólög­legu ástandi og ýta undir mann­rétt­inda­brot gegn Palestínu­búum með því að beina ferða­mönnum á land­töku­svæði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu.

 

Hvers vegna gerir Amnesty Internati­onal grein­armun á land­töku­svæð­unum og öðrum svæðum Ísraels?

Fyrir 52 árum, árið 1967, í sex daga stríði Ísraela við arab­íska nágranna sína, hernam Ísrael Vest­ur­bakkann, þar á meðal Austur-Jerúsalem, Gaza-ströndina, Sínaí-skagann og Gólan-hæðirnar. Vest­ur­bakkinn og Gaza-svæðið kallast hernumdu svæði Palestínu og hefur Ísrael fullt yfirráð yfir þessum svæðum.

Stríðið árið 1967 varð til þess að þúsundir Palestínubúa hröktust frá landi sínu. Mörgum þeirra var aldrei leyft að snúa aftur til síns heima og búa enn í flótta­manna­búðum, aðal­lega í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi og á öðrum svæðum á hernumdu svæðum Palestínu.

 

Amnesty Internati­onal og önnur mann­rétt­inda­samtök gagn­rýna land­töku­svæðin vegna þeirra þján­inga sem þau valda Palestínu­búum

Stefna Ísraels um land­töku­svæðin er helsti drif­kraftur fjölda mann­rétt­inda­brota vegna hernámsins. Frá árinu 1967 hafa 100 þúsund hekt­arar af lands­svæði Palestínubúa verið teknir af þeim fyrir land­töku­svæði Ísraela. Til að rýmka fyrir ríflega 600 þúsund land­töku­fólks á hernumdu svæð­unum hafa 50 þúsund palestínsk heimili og bygg­ingar verið rifin.

Enn í dag þurfa Palestínu­búar að þola þvingaða brott­flutn­inga, eign­ar­töku lands þeirra og auðlinda, eyði­legg­ingu heimila, eigna og innviða og skert ferða­frelsi. Þetta hefur haft gríð­arleg áhrif á rétt Palestínubúa til lífs­gæða, atvinnu, húsa­skjóls, heilsu og mennt­unar og hefur smám saman rústað hagkerfi Palestínu.

Þúsundir óbreyttra palestínskra borgara og hundruð óbreyttra ísra­elskra borgara hafa látið lífið vegna átaka sem tengjast hernáminu

Ísra­elskar hersveitir hafa á ólög­mætan hátt drepið og sært þúsundir óbreytta palestínskra borgara á hernumdu svæðum Palestínu, þar á meðal á mótmælum gegn eign­ar­námi lands. Frá árinu 1987 hefur ísra­elski herinn drepið 10.200 Palestínubúa, undir kring­um­stæðum sem gætu talist stríðs­glæpir. Á sama tíma­bili voru 1.400 Ísra­elar drepnir af Palestínu­búum, þar af hundruð óbreyttir borg­arar sem féllu fyrir hendi vopn­aðra palestínskra hópa í árásum sem teljast glæpir samkvæmt alþjóða­lögum.

Gagn­rýni Amnesty Internati­onal stafar af því að land­töku­svæðin eru ólögleg

Það eru um 250 land­töku­svæði Ísraela á Vest­ur­bakk­anum og Austur-Jerúsalem, allt frá litlum þorpum til stórra bæja.

Samkvæmt alþjóða­lögum er ólög­legt að hernema land í þeim tilgangi að fá eigin borgara til að setjast þar að eða flytja íbúa hernumda lands­svæð­isins yfir á annað svæði, hvort sem það er innan eða utan marka hernumda svæð­isins. Þetta telst vera stríðs­glæpur samkvæmt Rómarsam­þykkt Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins og það sama á við um ástæðu­lausa eyði­legg­ingu eða eign­ar­töku á hernumdu svæð­unum.

Frá upphafi hefur Ísrael virt þessi lög að vettugi og byggt á hernumdu svæð­unum. Stjórn­völd sem eftir komu fylgdu einnig stefnu um að stækka land­töku­svæðin með niður­greiðslum og skattafríð­indum til að hvetja ísra­elska gyðinga til flutn­inga þangað. Flest ríki, auk Evrópu­sam­bandsins og Sameinuðu þjóð­anna, telja land­töku­svæðin vera ólögleg.

Amnesty Internati­onal og önnur mann­rétt­inda­samtök gagn­rýna land­töku­svæðin vegna þeirra þján­inga sem þau valda Palestínu­búum

Stefna Ísraels um land­töku­svæðin er helsti drif­kraftur fjölda mann­rétt­inda­brota vegna hernámsins. Frá árinu 1967 hafa 100 þúsund hekt­arar af lands­svæði Palestínubúa verið teknir af þeim fyrir land­töku­svæði Ísraela. Til að rýmka fyrir ríflega 600 þúsund land­töku­fólks á hernumdu svæð­unum hafa 50 þúsund palestínsk heimili og bygg­ingar verið rifin.

Enn í dag þurfa Palestínu­búar að þola þvingaða brott­flutn­inga, eign­ar­töku lands þeirra og auðlinda, eyði­legg­ingu heimila, eigna og innviða og skert ferða­frelsi. Þetta hefur haft gríð­arleg áhrif á rétt Palestínubúa til lífs­gæða, atvinnu, húsa­skjóls, heilsu og mennt­unar og hefur smám saman rústað hagkerfi Palestínu.

Ísra­elski herinn stjórnar lífi Palestínubúa á hernumdu svæðum Palestínu

Herinn hefur sett ferða­bann á Palestínubúa á hernumdu svæðum Palestínu. Það hefur áhrif á hvert Palestínu­búar geta farið í skóla eða til vinnu, hvort þeir geti heim­sótt ættingja sína, ferðast erlendis eða fái aðgang að rækt­ar­landi sínu.

Ólögleg herkví Ísraela hefur staðið yfir í 12 ár þar sem aðgangur að Gaza-strönd­inni er stjórnað úr lofti, af sjó og á landi og hamlar flæði fólks og varn­ings til og frá svæðinu. Tvær millj­ónir íbúar Gasa þurfa að líða fyrir þessa sameig­in­legu refs­ingu (e. collective punis­h­ment).

Ísrael stjórnar og takmarkar einnig aðgang Palestínubúa að hreinu vatni. Margir Palestínu­búar eiga erfitt með að fá vatn til að þvo, elda, þrífa og drekka og hvað þá heldur vökva rækt­un­ar­land sitt. Á sama tíma hafa land­töku­svæði Ísraela sund­laugar, vel vökvaða gras­fleti og rækt­un­ar­lönd. Mörg þessara svæða eru skráð hjá netbók­un­ar­fyr­ir­tækjum sem ferða­mannastaðir. Vatns­notkun Ísraela er að minnsta kosti fjórum sinnum meiri en Palestínubúa á hernumdu svæð­unum.

Palestínu­búar lúta öðrum lögum

Frá árinu 1967 hafa hundruð þúsunda Palestínubúa verið hand­teknir að kröfu ísra­elska hersins og í mörgum tilfellum hafa frið­sam­legar aðgerðir verið gerðar glæp­sam­legar. Ísrael hefur sett á lagg­irnar herrétt til að ákæra Palestínubúa. Næstum öll málin sem hafa farið fyrir herréttinn hafa endað með sakfell­ingu eða hinir ákærðu játað sig seka fyrir vægari dóm (e. plea bargain). Hundruð Palestínubúa eru í varð­haldi án dóms­úrskurðar það er, þeim er haldið án ákæru og rétt­ar­halda. Ísra­elar sem búa á land­töku­svæð­unum á Vest­ur­bakk­anum þurfa hins vegar ekki að lúta herlögum heldur aðeins almennum lögum Ísraels.

Að minnsta kosti 210 palestínsk börn eru í ísra­elskum fang­elsum og varð­haldsmið­stöðvum. Í desember 2017 var Ahed Tamimi, 16 ára, hand­tekin og dæmd í átta mánaða fang­elsi fyrir að gefa ísra­elskum hermanni kinn­hest, nokkrum klukku­tímum eftir að hermenn höfðu skotið 14 ára frænda hennar í höfuðið.

Ferða­mennska á land­töku­svæð­unum gerir ástandið verra

Netbók­un­ar­fyr­ir­tæki eins og TripA­dvisor sem kynna fjöl­margar eignir og ferða­mannastaði á land­töku­svæð­unum stuðla að því að viðhalda tilvist land­töku­svæð­anna, stækka þau og þróa. Ísra­elsk stjórn­völd notfæra sér vaxandi ferða­mennsku á land­töku­svæð­unum til að „normalísera“ og rétt­læta lögmæti þeirra.

Í einu þorpi sem Amnesty Internati­onal heim­sótti, Khirbet Susya, hafa Palestínu­búar búið í tíma­bundnum skýlum allt síðan þeir voru þving­aðir á brott árið 1983 fyrir nýtt land­töku­svæði, Susya, og árið 1986 fyrir nýtt forn­leif­a­svæði á rústum Susya. Síðan þá hafa þorps­búar misst stórt rækt­un­ar­land og þurft að fækka í hjörðum sínum sem er aðal­tekju­lind þeirra.

Ísra­elsk stjórn­völd hafa lokað vatnstönkum og vatns­brunnum í Khirbet Susiya og þorps­búar eyða þriðj­ungi tekna sinna í vatn. Palestínu­búar á Khirbet Susiya búa við stöð­ugan ótta um að heimili þeirra eða aðrar eignir verði rifin niður en auk þess þurfa þeir að þola kerf­is­bundið ofbeldi og áreitni af hálfu íbúa land­töku­svæð­anna. TripA­dvisor skráir forn­leif­a­svæðið sem ferða­mannastað ásamt víngerð og vínekru á land­töku­svæðinu Susya. Þetta er dæmi um hvernig ferða­manna­iðn­að­urinn er bein­tengdur stækkun land­töku­svæð­isins og ýtir undir þján­ingar Palestínubúa.

Amnesty Internati­onal kallar ekki eftir snið­göngu Ísraels

Áhersla okkar er á vaxandi hagkerfi ólög­legra land­töku­svæða en ekki á hagkerfi Ísraels. Við köllum ekki eftir því að netferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki stöðvi allar bókanir á ferðum til Ísraels. Heldur þurfa netbók­un­ar­fyr­ir­tæki að hætta að beina fjár­magni í framtak sem veldur þján­ingum Palestínubúa og er brot á alþjóða­lögum.

Ef ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hætta að auglýsa skrán­ingar á land­töku­svæð­unum hefur það augljós­lega áhrif til hins verra á lífs­við­ur­væri sumra á land­töku­svæð­unum. Ábyrgðin á því liggur hjá ísra­elska ríkinu þar sem það hefur verið stefna stjórn­valda frá 1967 að byggja á land­töku­svæðum og stækka þau á hernumdu svæðum Palestínu þrátt fyrir ólög­mæti og að valda þján­ingum palestínskra íbúa á svæðinu.

Amnesty Internati­onal leitast eftir því að atvinnu­starf­semi á land­töku­svæð­unum á hernumdu svæðum Palestínu verði stöðvuð. Við teljum að fyrir­tæki þurfi að grípa til aðgerða til að komast hjá því að stuðla að ólög­legu ástandi og mann­rétt­inda­brotum og ríki þurfi að uppfylla skyldur sínar með því samþykkja ekki eða styðja við ólög­legt ástand.

Ákall okkar er ekki gyðinga­hatur

Amnesty Internati­onal berst gegn allri mismunun, kynþátta­for­dómum og haturglæpum í hvaða birt­ing­ar­mynd sem er, hvort sem það er gegn fólki í ákveðnum trúar­hópi, þjóð­erni, þjóð­ern­is­hópi, kyni, kynhneigð eða kynvitund eða annarra vernd­aðra þátta eins og að vera gyðingur eða álitinn gyðingur.

Áherslan í herferð okkar er ekki byggð á mismunun og það er ekki verið að einblína á einstak­linga. Áherslan beinist að stöðvun starf­semi fyrir­tækja á land­töku­svæðum í ljósi þess að svæðin eru ólögleg samkvæmt alþjóða­lögum og valda miklum skaða og þján­ingum fyrir íbúa á hernumdu svæðum Palestínu.

Lestu einnig