SMS

15. janúar 2021

Yfir­vof­andi hætta á aftöku

Íranski/sænski fræði­mað­urinn Ahma­dreza Djalali hefur verið í einangr­un­ar­vist í fang­elsi í Tehran síðan 24. nóvember 2020 þegar hann fékk þær fréttir að aftaka hans væri yfir­vof­andi. Seint í desember bárust þær fréttir að aftök­unni hefði verið frestað um mánuð. Enn er hætta á að hann verði tekinn af lífi á næst­unni.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Ahma­dreza Djalali starfaði sem  læknir og fræði­maður í Svíþjóð en hann var í vinnu­ferð í Íran þegar hann var hand­tekinn í apríl 2016. Honum var haldið í þrjá mánuði í einangrun án þess að fá aðgang að lögfræð­ingi. Hann var sakaður um njósnir og að hans sögn sætti hann illri meðferð og pynd­ingum  í þeim tilgangi að ná fram falskri játn­ingu. Ahma­dreza Djalali heldur fram sakleysi sínu og segir ástæðuna fyrir þessum ásök­unum vera sú að  að hann hafi neitað að njósna fyrir írönsk stjórn­völd. Hann var dæmdur til dauða fyrir „spill­ingu á jörðu“ í október 2017 eftir mjög ósann­gjörn rétt­ar­höld.

Amnesty fordæmir dauðarefs­ingar og er alfarið á móti þeim í öllum tilfellum undir öllum kring­um­stæðum.

SMS-félagar krefjast þess að hætt verði við áform um að taka Ahma­dreza Djalali af lífi og séð verði til þess að honum verði veittur aðgangur að lögfræð­ingi og hann fái fjöl­skyldu­heim­sóknir.

Lestu einnig