SMS

19. maí 2023

Íran: Skóla­stúlkur í hættu vegna eitr­unar

Skóla­stúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldu­notkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur nú verið beitt gegn skóla­stúlkum á grunn­skóla- og mennta­skóla­stigi. Réttur til mennt­unar, heilsu og lífs er í hættu hjá millj­ónum skóla­stúlkna vegna gasárás­anna.

Fyrstu tilkynn­ingar um árásir með eiturgasi bárust frá stúlkna­skóla í borg­inni Qom þann 30. nóvember 2022. Yfir­völd reyndu að kæfa frétta­flutning um árásina og bárust því ekki fréttir um hana fyrr en næsta árás átti sér stað í sama skóla, tveimur vikum síðar. Þúsundir skóla­stúlkna hafa verið lagðar inn á sjúkrahús vegna gaseitr­unar.

Yfir­völd hafa ekki rann­sakað þessar árásir með viðeig­andi hætti eða komið í veg fyrir þær.

SMS-félagar krefjast þess að írönsk yfir­völd geri sjálf­stæða, ítar­lega og skil­virka rann­sókn á eiturárásum gegn skóla­stúlkum og að einstak­lingar sem eru ábyrgir fyrir árás­unum verði sóttir til saka í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án þess að dauðarefs­ing­unni verði beitt.

SKRÁÐU ÞIG Í SMS-AÐGERÐANETIРHÉR.

Yfir­völd þurfa að tryggja stúlkum öruggan og jafnan aðgang að menntun og vernda þær fyrir hvers kyns ofbeldi. Auk þess verða yfir­völd að tryggja að alþjóð­legum sendi­nefndum og full­trúum verði hleypt inn í Íran til að rann­saka þessar árásir.

Tengd frétt: Yfir­völd í Íran herja á tján­ing­ar­frelsið meðal annars með pynd­ingum á börnum

Lestu einnig