Fréttir
9. október 2025Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísraelska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísraelsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty International hefur meðal annars þetta um málið að segja.
Tímabundið hlé eða umfangsminni árásir ásamt því að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza er ekki nóg. Koma þarf á varanlegu vopnahléi og afnema þarf herkvína að fullu.
Allir Palestínubúar sem hafa verið gerðir vegalausir í eigin landi, margir hverjir í ótal mörg skipti, verða að fá að snúa aftur til lands síns án þess að Ísrael stjórni hverjir megi snúa aftur og hverjir ekki.
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verða að sleppa öllum gíslum til að binda enda á þjáningar þeirra síðustu tvö árin. Ísrael verður að leysa alla Palestínubúa úr geðþóttavarðhaldi, þar á meðal þá sem eru í haldi án ákæru og réttarhalda, þá sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk sem er ranglega í haldi fyrir að sinna sjúklingum sínum.
Til að samningar um varanlegt vopnahlé náist er nauðsynlegt að þeir byggi á mannréttindum og alþjóðalögum ásamt því að Ísrael hætti að fremja hópmorð á Palestínubúum á Gaza, áþreifanleg skref verði tekin í átt að því að binda enda á hernám á hernumda svæðinu í Palestínu og að aðskilnaðarstefnan verði brotin á bak aftur. Núverandi áætlun, svokölluð „friðaráætlun Trumps“, er sorglega langt frá því að ná því.
Áætlunina skortir kröfur um réttlæti eða skaðabætur fyrir þolendur grimmdarverka eða að gerendur verði dregnir til ábyrgðar. Til að stöðva þjáningar og grimmdarverk er nauðsynlegt að binda enda á refsileysi sem veldur endurteknum brotum í Ísrael og á hernumda svæðinu í Palestínu.
Ríki verða að uppfylla skyldur sínar samkvæmt alþjóðalögum um að draga gerendur stríðsglæpa, glæpa gegn mannúð og hópmorðs til ábyrgðar.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu