Fréttir

9. október 2025

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Fyrsti áfangi um vopnahlé

Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mann­úð­ar­að­stoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísra­elska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísra­elsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty Internati­onal hefur meðal annars þetta um málið að segja. 

Tíma­bundið hlé eða umfangs­minni árásir ásamt því að hleypa mann­úð­ar­að­stoð inn á Gaza er ekki nóg. Koma þarf á varan­legu vopna­hléi og afnema þarf herkvína að fullu.

Allir Palestínu­búar sem hafa verið gerðir vega­lausir í eigin landi, margir hverjir í ótal mörg skipti, verða að fá að snúa aftur til lands síns án þess að Ísrael stjórni hverjir megi snúa aftur og hverjir ekki. 

Hamas og aðrir vopn­aðir hópar verða að sleppa öllum gíslum til að binda enda á þján­ingar þeirra síðustu tvö árin. Ísrael verður að leysa alla Palestínubúa úr geðþótta­varð­haldi, þar á meðal þá sem eru í haldi án ákæru og rétt­ar­halda, þá sérstak­lega heil­brigð­is­starfs­fólk sem er rang­lega í haldi fyrir að sinna sjúk­lingum sínum.  

Til að samn­ingar um varan­legt vopnahlé náist er nauð­syn­legt að þeir byggi  á mann­rétt­indum og alþjóða­lögum ásamt því að Ísrael hætti að fremja hópmorð á Palestínu­búum á Gaza, áþreif­anleg skref verði tekin í átt að því að binda enda á hernám á hernumda svæðinu í Palestínu og að aðskiln­að­ar­stefnan verði brotin á bak aftur. Núver­andi áætlun, svokölluð „friðaráætlun Trumps“, er sorg­lega langt frá því að ná því.  

Áætl­unina skortir kröfur um rétt­læti eða skaða­bætur fyrir þolendur grimmd­ar­verka eða að gerendur verði dregnir til ábyrgðar. Til að stöðva þján­ingar og grimmd­ar­verk er nauð­syn­legt að binda enda á refsi­leysi sem veldur endur­teknum brotum í Ísrael og á hernumda svæðinu í Palestínu.  

Ríki verða að uppfylla skyldur sínar samkvæmt alþjóða­lögum um að draga gerendur stríðs­glæpa, glæpa gegn mannúð og hópmorðs til ábyrgðar. 

Lestu einnig