Fréttir

18. maí 2021

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Árásir Ísraela á íbúð­ar­hverfi í Gaza skulu rann­sak­aðar sem stríðs­glæpir

Ísra­elski herinn hefur sýnt að hann ber enga virð­ingu fyrir lífi óbreyttra palestínskra borgara í loft­árásum sínum á íbúð­ar­hús­næði. Heilu fjöl­skyld­urnar hafa látið lífið, þar á meðal börn, í árásum sem geta talist stríðs­glæpir.

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjórar banvænar árásir Ísraela á íbúð­ar­hús­næði án nokk­urrar viðvör­unar og kallar eftir því að Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stólinn (e. ICC) rann­saki umsvifa­laust þessar árásir sem stríðs­glæpi. Blóð­baðið heldur áfram í Gaza og að minnsta kosti. 198 palestínu­búar hafa látið lífið í árás­unum, þar á meðal 58 börn og fleiri en 1.220 einstak­lingar hafa særst. Tíu einstak­lingar hafa látið lífið í árásum á Ísrael, þar á meðal tvö börn og að minnsta kosti. 27 særst í árásum frá Palestínu.

 

„Skelfi­legt mynstur er að myndast hjá Ísrael þar sem loft­árásum er beint að íbúð­ar­hús­næðum og heim­ilum. Í sumum tilfellum hafa heilu fjöl­skyld­urnar verið grafnar undir braki eftir að bygg­ingin hrundi.

Saleh Higaziframkvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Mið-Aust­ur­löndum og Norður-Afríku. 

Samkvæmt skrif­stofu Sameinuðu þjóð­anna um samræmdar aðgerðir í mann­úð­ar­málum (e. UNOCHA) hafa fleiri en 2.500 einstak­lingar misst heimili sín vegna eyði­legg­ingar af völdum loft­árása og fleiri en 38.000 einstak­lingar orðið heim­il­is­lausir og leitað skjóls í 48 skólum á vegum Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna á Gaza (e. UNRWA).

Amnesty Internati­onal hefur áður birt vísbend­ingar um að ísra­elski herinn hafi af ásetn­ingi haft stefnu um að miða árásum á heimili í átök­unum 2014.

Mynd: Heimili al-Atar fjöl­skyld­unnar

Handa­hófs­kenndar árásir vopn­aðra hópa í Palestínu á Ísrael hafa einnig sært og drepið óbreytta borgara ásamt því að eyði­leggja heimili og eignir. Eldflaug­arnar sem skotið er frá Gaza til Ísraels eru ónákvæmar og notkun þeirra brýtur í bága við alþjóðleg mann­úð­arlög sem banna notkun vopna sem eru handa­hófs­kennd. Þessar árásir ættu einnig að vera rann­sak­aðar af Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólnum sem stríðs­glæpir.

„Með þessum hræði­legu árásum á heimili fjöl­skyldna án nokk­urrar viðvör­unar sýnir Ísrael lífi Palestínubúa enga virð­ingu, fólks sem þjáist nú þegar vegna ólög­legrar herkvíar á Gaza sem hófst árið 2007.“

Saleh Higazi

Árásir Ísraela hafa einnig eyðilagt vatns- og rafmagnsveitur, húsnæði fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og stöðvað starf­semi afsöltun­ar­stöðvar í NorðurGaza sem veitir meira en 250.000 einstak­lingum hreint vatn. 

Tortímandi árásir á heimili

 

Á milli eitt og tvö um nótt aðfaranótt 16. maí hóf Ísrael skæða loft­árás á íbúð­ar­hverfi og húsnæði í Gaza. Tvö íbúð­ar­hús­næði eyði­lögðust í árás­unum og 30 einstak­lingar létu lífið, þar á meðal 11 börn.

Rétt fyrir miðnætti þann 14. maí var þriggja hæða heimili al-Atar fjöl­skyld­unnar skot­mark loft­árása Ísraels. Hin 28 ára Lamya Hassan Mohammed Al-Atar og þrjú börn hennar Islam sjö ára, Amira sex ára og Mohammed átta mánaða létu lífið í árás­unum.

 

,,Ég kom að húsinu sem er á þremur hæðum og með 20 íbúa, ég reyndi að finna fólk en gat það ekki. Svo kom björg­un­art­eymi að aðstoða og við fundum að lokum dóttur mína, þriggja barna móður, með börnum sínum, eitt þeirra sem er smábarn, undir einni steypusúlu hússins. Öll voru þau látin. Hinir íbúarnir virðast hafa náð að flýja og komust á spítala. Ég er harmi sleginn.”

Faðir Lamya, Hassan Al-Atar sem kom á vett­vang árás­ar­innar.

Lestu einnig