Fréttir

27. ágúst 2025

Líbanon: Eyði­legging af völdum Ísra­els­hers

Amnesty Internati­onal rann­sakaði áhrif landárása Ísraels á 24 bæjar­félög í Líbanon frá 1. október 2024 til 26. janúar 2025. Rann­sóknin sýndi að 10.000 borg­araleg mann­virki voru eyði­lögð eða urðu fyrir miklum skemmdum á innan við fjórum mánuðum, þar á meðal heimili, moskur, grafreitir, almenn­ings­garðar og land­bún­að­ar­land.  Í sumum þorpum urðu rúmlega 70% allra bygg­inga fyrir skemmdum eða eyði­lögðust.

 

© AFP via Getty Images

 

Gögnin sýna skýrt að Ísra­elsher skildi af ásettu ráði eftir sig slóð eyði­legg­ingar í  suður­hluta Líbanon. Sum svæði eru óbyggileg og er líf fjölda fólks í rústum.

Samkvæmt gervi­hnatta­myndum urðu rúmlega 1.300 mann­virki í þorpinu Kfar Kila fyrir skemmdum eða voru eyði­lögð frá lok sept­ember til 25. janúar.

„Ég fann ekki húsið mitt eða önnur hús! Þorpið okkar er nú algjör­lega autt. Þorps­búar, þar á meðal ég, fara aðeins til Kfar Kila til að heim­sækja hin látnu eða til að jarð­setja aftur þá ættingja sem dóu í stríðinu. Aðeins hin látnu snúa aftur til Kfar Kila.“

Zeinab, íbúi Kfar Kila.

Ísra­elski herinn notaði jarð­ýtur og sprengi­efni sem koma þurfti fyrir hand­virkt. Þetta eru tíma­frekar aðferðir sem krefjast aðgangs að svæðinu og stjórnar á því. Eyði­lagðir voru staðir þar sem fólk bjó og sinnti sínu daglega lífi í leik og starfi.

Ísra­elski herinn beitti þessum aðferðum ítrekað án þess að hægt væri að finna sann­anir um hern­að­ar­lega nauðsyn þess, eins og alþjóðleg mann­úð­arlög kveða á um.

Tækni- og rann­sókn­ar­deild Amnesty Internati­onal greindi fjölda mynd­efnis til að rann­saka eyði­legg­inguna og meta fjölda bygg­inga sem var eyði­lagður eða varð fyrir skemmdum.

Mynd­efni sýnir að engir víga­menn Hezbollah voru í bygg­ing­unum þegar þær voru eyði­lagðar. Í sumum tilfellum voru teknar myndir af vopnum sem voru síðan fjar­lægð áður en eyði­legg­ingin hófst. Í einu tilfelli var steypað fyrir göng sem sýndi að hægt væri að nota aðferðir sem höfðu minni eyði­legg­ingu í för með sér.

„Eyði­legg­ingin í dag er ólýs­anleg og á sér ekki hlið­stæðu. Almenn­ing­s­torgið, stað­irnir þar sem fólk hittist, fótbolta­völlur krakk­anna. Öllum þessum stöðum fylgdu hlýjar minn­ingar. Þetta er allt saman horfið.“

Hajj Muhammad Srour, bæjar­stjóri Aita Ash-Shaab

Ísra­elsher hafði náð stjórn á þessum svæðum í Líbanon og engin átök voru í gangi stað þegar eyði­legg­ingin átti sér stað. Eyði­legging borg­ara­legra eigna án hern­að­ar­legrar nauð­synjar er brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að eyði­legg­ingin verði rann­sökuð sem stríðs­glæpur.

 

 

Lestu einnig