Fréttir
27. ágúst 2025Amnesty International rannsakaði áhrif landárása Ísraels á 24 bæjarfélög í Líbanon frá 1. október 2024 til 26. janúar 2025. Rannsóknin sýndi að 10.000 borgaraleg mannvirki voru eyðilögð eða urðu fyrir miklum skemmdum á innan við fjórum mánuðum, þar á meðal heimili, moskur, grafreitir, almenningsgarðar og landbúnaðarland. Í sumum þorpum urðu rúmlega 70% allra bygginga fyrir skemmdum eða eyðilögðust.
© AFP via Getty Images
Gögnin sýna skýrt að Ísraelsher skildi af ásettu ráði eftir sig slóð eyðileggingar í suðurhluta Líbanon. Sum svæði eru óbyggileg og er líf fjölda fólks í rústum.
Samkvæmt gervihnattamyndum urðu rúmlega 1.300 mannvirki í þorpinu Kfar Kila fyrir skemmdum eða voru eyðilögð frá lok september til 25. janúar.
„Ég fann ekki húsið mitt eða önnur hús! Þorpið okkar er nú algjörlega autt. Þorpsbúar, þar á meðal ég, fara aðeins til Kfar Kila til að heimsækja hin látnu eða til að jarðsetja aftur þá ættingja sem dóu í stríðinu. Aðeins hin látnu snúa aftur til Kfar Kila.“
Zeinab, íbúi Kfar Kila.
Ísraelski herinn notaði jarðýtur og sprengiefni sem koma þurfti fyrir handvirkt. Þetta eru tímafrekar aðferðir sem krefjast aðgangs að svæðinu og stjórnar á því. Eyðilagðir voru staðir þar sem fólk bjó og sinnti sínu daglega lífi í leik og starfi.
Ísraelski herinn beitti þessum aðferðum ítrekað án þess að hægt væri að finna sannanir um hernaðarlega nauðsyn þess, eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um.
Tækni- og rannsóknardeild Amnesty International greindi fjölda myndefnis til að rannsaka eyðilegginguna og meta fjölda bygginga sem var eyðilagður eða varð fyrir skemmdum.
Myndefni sýnir að engir vígamenn Hezbollah voru í byggingunum þegar þær voru eyðilagðar. Í sumum tilfellum voru teknar myndir af vopnum sem voru síðan fjarlægð áður en eyðileggingin hófst. Í einu tilfelli var steypað fyrir göng sem sýndi að hægt væri að nota aðferðir sem höfðu minni eyðileggingu í för með sér.
„Eyðileggingin í dag er ólýsanleg og á sér ekki hliðstæðu. Almenningstorgið, staðirnir þar sem fólk hittist, fótboltavöllur krakkanna. Öllum þessum stöðum fylgdu hlýjar minningar. Þetta er allt saman horfið.“
Hajj Muhammad Srour, bæjarstjóri Aita Ash-Shaab
Ísraelsher hafði náð stjórn á þessum svæðum í Líbanon og engin átök voru í gangi stað þegar eyðileggingin átti sér stað. Eyðilegging borgaralegra eigna án hernaðarlegrar nauðsynjar er brot á alþjóðlegum mannúðarlögum.
Amnesty International kallar eftir því að eyðileggingin verði rannsökuð sem stríðsglæpur.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu