Góðar fréttir
11. febrúar 2021Loujain al-Hathloul þekkt baráttukona fyrir mannréttindum var leyst úr haldi í gær en hún var í fangelsi í næstum þrjú ár.
„Ekkert getur komið í staðinn fyrir þá illu meðferð sem hún hefur sætt eða óréttlætið sem hún upplifði. Í fangelsinu sætti hún pyndingum, kynferðislegri áreitni, einangrunarvist og henni var neitað ð um að hitta fjölskyldu sína svo mánuðum skipti. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu verða að tryggja að þeir aðilar sem stóðu á bak við þessari illu meðferð verði dregnir til ábyrgðar. Einnig verða stjórnvöld að tryggja að hún sæti ekki frekari refsingu eins og ferðabanni.“
„Loujain al-Hathloul hefði aldrei átt að vera í fangelsi. Henni var refsað fyrir að berjast fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður hjá Amnesty International í Mið-Austurlöndum.
Eitt af baráttumálum Loujain var að konur fengju að keyra í Sádi-Arabíu og að konur þyrftu ekki að lúta forsjá karlmanna. Í desember 2020 var hún dæmd í tæplega sex ára fangelsi, þar af tæp þrjú ár óskilorðsbundin, fyrir baráttu sína en hafði þá setið inni síðan 2018. Systir hennar Lina al Hathloul, hefur farið um allan heim og vakið athygli á máli hennar, meðal annars á Íslandi í desember 2019. Tjáningar-, funda-, og félagafrelsið er verulega skert í Sádi-Arabíu en hér er hægt að lesa nánar um stöðuna.
Amnesty International hefur lengi barist fyrir lausn hennar og annarra baráttukvenna. Lesa eldra ákall.
Þess má til gamans geta að Loujain al-Hathloul er ein af 16 mannréttindasinnum í litabókinni okkar Litabók fyrir mannréttindi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu