Góðar fréttir

20. desember 2023

Mann­rétt­inda­sigrar 2023

Þrátt fyrir grafal­var­lega stöðu mann­rétt­inda víða um heim hefur það sann­ar­lega sýnt sig að mann­rétt­inda­bar­áttan leiðir til jákvæðra breyt­inga. Sigr­arnir eru margs konar. Breyt­ingar eru gerðar á löggjöf sem bæta stöðu mann­rétt­inda, einstak­lingar sem eru rang­lega fang­els­aðir fá frelsi á ný og rétt­læti nær fram að ganga. Hér lesa um fjöl­marga sigra frá seinni helmingi þessa árs, hvaðanæva úr heim­inum, sem ber að fagna. 

Breyting á löggjöf

Taívan 

Ágúst: Stjórn­völd samþykktu breyt­ingu á löggjöf um kynferð­isof­beldi. Lögin krefjast þess að þjón­ustu­veit­andi vefsíða takmarki vefráp eða fjar­lægi efni sem tengjist kynferð­is­brotum. Þessi breyting kemur í kjölfar #MeToo hreyf­ing­ar­innar og þrýst­ings frá Amnesty Internati­onal í Taívan um að stöðva kynferð­isof­beldi á netinu. 

Banda­ríkin 

Sept­ember: Biden Banda­ríkja­for­seti tilkynnti stofnun nýrrar skrif­stofu Hvíta hússins um forvarnir gegn ofbeldi af völdum skot­vopna. Amnesty Internati­onal í Banda­ríkj­unum hefur frá árinu 2018 kallað eftir stofnun slíkrar skrif­stofu.  

Aust­ur­ríki 

Október: Eftir tveggja ára viðræður innan aust­ur­rísku ríkis­stjórn­ar­innar samþykkti hún lög sem varða aðgengi að upplýs­ingum. Amnesty Internati­onal í Aust­ur­ríki hefur stutt löggjöfina frá byrjun þrátt fyrir ákveðna veik­leika. Lögin eru skref í átt að auknu gagnsæi yfir­valda og ríkis­fyr­ir­tækja.  

 

Aust­ur­ríki 

Október: Eftir tveggja ára viðræður innan aust­ur­rísku ríkis­stjórn­ar­innar samþykkti hún lög sem varða aðgengi að upplýs­ingum. Amnesty Internati­onal í Aust­ur­ríki hefur stutt löggjöfina frá byrjun þrátt fyrir ákveðna veik­leika. Lögin eru skref í átt að auknu gagnsæi yfir­valda og ríkis­fyr­ir­tækja.  

Evrópa 

Desember: Evrópu­sam­bandið náði samkomu­lagi um tíma­móta­lög­gjöf sem skikkar fyrir­tæki með starf­semi innan Evrópu­sam­bands­ríkja til að huga að umhverfis- og mann­rétt­inda­vernd í allri starf­semi sinni. Löggjöfin gengur ekki jafn langt og Amnesty Internati­onal lagði til en þrátt fyrir það er um að ræða mikil­vægt skref þar sem fyrir­tæki þurfa að taka ábyrgð á starf­semi sinni. Það opnar einnig nýja leið fyrir fólk til að leita réttar síns vegna skaða sem það hefur orðið fyrir vegna starf­semi fyrir­tækja. 

Argentína 

Október: Þingið í Argentínu samþykkti svokallaða Olimpia-löggjöf sem leitast eftir því að fyrir­byggja kynbundið ofbeldi á netinu og draga gerendur til ábyrgðar. Amnesty Internati­onal í Argentínu hefur um árabil kallað eftir því að þessi lög yrðu samþykkt og meðal annars gefið út skýrslu þar sem greint er frá því að þriðja hver kona í Argentínu hafi upplifað ofbeldi á netinu. Lögin eru nefnd eftir baráttu­kon­unni Olimpiu Coral Melo sem hefur barist fyrir rými á netinu þar sem konur og stúlkur eru lausar við ofbeldi. Hún sagði Amnesty Internati­onal í Argentínu:

„Ég er þolandi kynferð­isof­beldis. Ég var á barmi þess að fremja sjálfsvíg. Ég fann fyrir sekt­ar­kennd en móðir mín studdi mig,“ Olimpia Coral Melo Amnesty Internati­onal í Argentínu.  

Herferð Amnesty Internati­onal í Argentínu.

Börn og ungmenni

Suður-Afríka

Amnesty Internati­onal í Suður-Afríku, með stuðn­ingi frá kanadískum sjóði, kom á lagg­irnar verk­efni sem kallast Digital Disruptors árið 2023 í þeim tilgangi að veita 15 ungum aðgerða­sinnum þekk­ingu og verk­færi til að þróa herferðir með ungt fólk í farar­broddi. Hópurinn kallaði eftir því að sveita­stjórn í Orange Farm, rétt fyrir utan Jóhann­es­ar­borg, innleiddi stefnu um kynbundið ofbeldi til að ná fram jákvæðum breyt­ingum. Hættu­legu svæði vegna glæpa og ofbeldis var umbreytt þannig að íbúar í nágrenninu finnast þeir nú vera öruggir til að nýta þetta svæði til að læra um og leita lausna á kynbundnu ofbeldi á svæðinu.  

Paragvæ 

Ágúst: Nefnd um börn og ungmenni í Paragvæ samþykkti verk­efni til forvarnar og stuðn­ings börnum og unglingum sem eru þolendur kynferð­isof­beldis. Þetta voru ein helstu tilmæli í skýrslu Amnesty Internati­onal um kynferð­isof­beldi og barn­ungar mæður í Paragvæ.  

Mynd tekin í tengslum við herferð um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku.

Frelsun einstaklinga

Tyrk­land 

Júní: Taner Kılıç, formaður Amnesty Internati­onal í Tyrklandi, İdil Eser, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Tyrklandi, Özlem Dalkıran og Günal Kurşun, baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, sem voru sakfelld í júlí 2020 á grund­velli tilhæfu­lausra ákæra voru loks sýknuð. Þá voru liðin sex ár frá hand­töku Taner Kılıç. Hann sat 14 mánuði í fang­elsi en hin þrjú sátu þrjá mánuði í fang­elsi en þau voru hand­tekin nokkrum vikum eftir hand­töku Taner Kılıç.  

Rúanda 

Júní: Elias Bizim­ungu, 33 ára fjöl­miðla­maður og meðlimur í ungmenna­hreyf­ing­unni LUCHA, var hand­tekinn við eftir­lits­stöð hersins og færður í varð­hald. Þetta átti sér stað í upphafi mótmæla gegn stuðn­ingi Rúanda við uppreisn­ar­hópinn M23. Réttað var yfir Elias Bizim­ungu og hann dæmdur í herrétti. Amnesty Internati­onal kallaði eftir lausn hans og í kjöl­farið var hann loks sýkn­aður af borg

Jemen 

Júlí: Jemensku fjöl­miðla­menn­irnir Mohammed al-Salahi og Mohammed al-Junaid voru leystir úr varð­haldi leyni­þjón­ustu Huthi í Hodeidah í Jemen eftir næstum fimm ár á bak við lás og slá. Þeir sættu fjöl­mörgum mann­rétt­inda­brotum í varð­haldi þar á meðal þvinguðu manns­hvarfi (í leyni­legu haldi yfir­valda), pynd­ingum og annarri illri meðferð og var þeim neitað um aðgengi að lögfræð­ingi. Amnesty Internati­onal hefur kallað eftir lausn þeirra frá 2018.  

Víetnam 

Júlí: Chau Van Kham, 73 ára ástr­alskur ríkis­borgari og baráttu­maður fyrir lýðræði í Víetnam, fékk að snúa aftur til Sydney sem frjáls maður. Hann var hand­tekinn í Víetnam árið 2019 við komu til landsins og dæmdur í 12 ára fang­elsi fyrir að vera í stjórn­mála­flokknum Viet Tan. Amnesty Internati­onal í Ástr­alíu taldi Chau vera samviskufanga þar sem hann var hand­tekinn fyrir póli­tískar skoð­anir sínar.  

Kína 

Ágúst: Morrison Lee, taívanskur ríkis­borgari, fékk loks að snúa aftur heim eftir að hann var rang­lega ákærður fyrir að stofna þjóðarör­yggi Kína í hættu. Hann var neyddur til að játa sök í sjón­varpi en það er algeng aðferð sem kínversk stjórn­völd beita gegn aðgerða­sinnum og mann­rétt­inda­lög­fræð­ingum. Amnesty Internati­onal í Taívan stóð fyrir herferð um lausn hans.  

Tyrk­land 

Sept­ember: Mücella Yapıcı og Hakan Altınay, bæði samviskufangar, voru leyst úr haldi í sept­ember eftir að sakfell­ingu þeirra var snúið við. Mücella og Hakan þökkuðu fyrir bréfin sem þau fengu frá stuðn­ings­fólki Amnesty Internati­onal á meðan þau voru í haldi. Þau standa frammi fyrir nýjum rétt­ar­höldum á næsta ári. Þau voru hluti af sjömenn­ing­unum Fezi 7 og eru hinir fimm enn í haldi.  

Sri Lanka 

Sept­ember: Ramsy Razeek, frá Sri Lanka, var í haldi í fimm mánuði árið 2020 fyrir gagn­rýni í athuga­semd á Face­book. Amnesty Internati­onal kallaði á sínum tíma eftir lausn hans. Í sept­ember var mál hans loks fellt niður í hæsta­rétti sem komst að þeirri niður­stöðu að brotið hefði verið á grunn­rétt­indum hans. Hæstiréttur fyrir­skipaði ríkinu að borga honum skaða­bætur.  

Íran 

Sept­ember/október: Kambiz Kharout og Ebrahim Narouie, tveir karl­menn úr minn­hluta­hópnum Baluchi, voru sakfelldir og dæmdir til dauða í tengslum við uppreisn fyrir kven­rétt­indum árið 2022 í Íran. Þeir voru leystir úr haldi gegn trygg­ingu í kjölfar þess að sakfell­ingu þeirra var snúið við og dauða­dómur felldur úr gildi af hæsta­rétti. Kambiz Kharout var leystur úr haldi í sept­ember og Ebrahim Narouie fékk frelsi í október. Amnesty Internati­onal kallaði eftir því að dauða­dómur þeirra og annarra einstak­linga yrði felldur úr gildi í byrjun árs 2023.  

Afgan­istan 

Október: Matiullah Wesa var leystur úr haldi þann 26. október eftir næstum sjö mánuði í fang­elsi fyrir að berjast fyrir rétti stúlkna til mennt­unar og að gagn­rýna stefnu talíbana um bann við fram­halds­skóla­menntun stúlkna. Amnesty Internati­onal kallaði eftir lausn hans þar til hann var leystur úr haldi. Bróðir hans, Attaullah Wesa, samstofn­andi og fram­kvæmda­stjóri PenPath, samtaka sem vilja efla menntun stúlkna í Afgan­istan sagði eftir­far­andi:  

„Við erum þakklát fyrir Amnesty Internati­onal og 10 millj­ónir stuðn­ings­aðila sem stóðu með okkur. Samstaðan, stuðn­ing­urinn og þrýst­ingur frá Amnesty Internati­onal og stuðn­ings­fólki veitti okkur innblástur til að berjast fyrir lausn Wesa og við erum svo þakklát fyrir stuðn­inginn. Þó svo að dóms­úrskurður talíbanska dómstólsins og sjö mánaða frels­is­svipting Matiullah misbjóði okkar höldum við áfram að kalla eftir rétti stúlkna til mennt­unar í Afgan­istan.“ 

Matiullah Wesa í mann­rétt­ind­a­starfi sínu til að efla menntun stúlkna í Afgan­istan. Mál hans var meðal annars í netákalli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.  

Sómalía 

Október: Degi eftir að Amnesty Internati­onal setti af stað skyndi­að­gerð þar sem kallað var eftir lausn hans var sómalski fjöl­miðla­mað­urinn, Mohamed Ibrahim Osman Bulbul, leystur úr haldi gegn trygg­ingu í Moga­dishu. Hann var hand­tekinn í ágúst fyrir fjöl­miðla­störf sín. Stuttu síðar felldi dómstóll niður allar ákærur á hendur honum. Mohamed sagði í skila­boðum til Amnesty Internati­onal:

„Ég vil þakka ykkur inni­lega fyrir stuðning ykkar og þrot­lausa baráttu ykkar fyrir frelsi mínu. Skyndi­að­gerð ykkar átti stóran þátt í að tryggja frelsi mitt. Ég er djúpt snortinn af samstöðu ykkar.ׅ“

Íran 

Október: Fariba Adelkhah, frönsk-írönsk fræði­kona, var hand­tekin í júní 2019 í Íran. Hún var leyst úr haldi og henni leyft að snúa aftur til Frakk­lands í október í kjölfar ákalls Amnesty Internati­onal. Hún var dæmd í fimm ára fang­elsi fyrir að „ógna þjóðarör­yggi“ en hún hefur ávallt neitað sök. Þegar Fariba var leyst úr haldi þakkaði hún Amnesty Internati­onal með þessum orðum:

„Núna er þessu lokið. Það sem situr eftir er sýnd vinátta og stuðn­ingur við málstaðinn.”

Afgan­istan 

Október: Mortaza Behboudi, 29 ára fransk-afganskur fjöl­miðla­maður, var leystur úr haldi í október eftir að Amnesty Internati­onal í Frakklandi tók málið hans upp. Eftir rúma níu mánuði í fang­elsi samein­aðist hann fjöl­skyldu sinni á ný. Hann var sakaður um njósnir af talíbönum en mann­rétt­indi hafa átt veru­lega undir högg að sækja frá því að þeir komust til valda þar í landi. 

Indland 

Nóvember: Varð­hald án dóms­úrskurðar yfir Sajad Gul, fjöl­miðla­manni frá Kasmír, var gert ógilt eftir 22 mánuði í haldi. Honum var haldið af indverskum stjórn­völdum á grund­velli grimmi­legrar löggjafar um almanna­ör­yggi í Jammu og Kasmír. 

Eþíópía 

Nóvember: Háskóla­fyr­ir­les­arinn Firew Bekele var leystur úr haldi eftir þriggja mánaða varð­hald vegna meints gruns um að hafa tekið þátt í að skrifa og gefa út bókina Bylt­ingin sem var yfir­tekin ( e. The Highjacked Revolution). Hann var samviskufangi sem hefði aldrei átt að vera í haldi. Amnesty Internati­onal setti af stað skyndi­að­gerð vegna máls Firew Bekele og í kjöl­farið heim­sótti Eþíópíska mann­rétt­inda­nefndin hann í fang­elsi og kallaði eftir tafar­lausri lausn hans.  

Filipps­eyjar 

Nóvember: Þing­konan Leila de Lima var leyst úr haldi gegn trygg­ingu þann 13. nóvember í kjölfar úrskurðar dómstóls. Henni var haldið að geðþótta í nærri sjö ár. Hún var ákærð fyrir brot sem tengdust vímu­efnum en Amnesty Internati­onal og önnur alþjóðleg og innlend samtök hafa ítrekað haldið því fram að þessar ákærur væru ekki á rökum reistar og um tilbúning væri að ræða.  

Amnesty Internati­onal hefur unnið að málinu frá hand­töku hennar árið 2017 og fagnar þessari jákvæðu þróun. Samtökin kalla eftir því að málinu verði vísað frá og þeir aðilar sem standa að baki geðþótta­varð­haldi hennar og annarra brota gegn henni verði dregnir til ábyrgðar í sann­gjörnum rétt­ar­höldum.  

Leila Norma Eulalia Josefa Magistrado de Lima sem starfaði sem þing­kona á Filipps­eyjum.

Réttlæti

Sýrland 

Júní: Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna setti á lagg­irnar sjálf­stæða og alþjóð­lega stofnun til að fá stað­setn­ingu og skýr­ingu á hvarfi tugþús­unda einstak­linga af hálfu stjórn­valda í Sýrlandi. Fjöl­skyldur og aðstand­endur eiga þá auðveldara með að skrá mál er varða ástvini þeirra til að fá lang­þráð svör um hvað kom fyrir þá. Amnesty Internati­onal studdi fjöl­skyldur og þolendur sem hafa verið leið­andi í baráttu fyrir slíkri stofnun með því að greiða fyrir fundum við aðild­ar­ríki til að kalla eftir stuðn­ingi.  

Suður-Afríka 

Júlí: Fyrr á þessu ári var samþykkt að Amnesty Internati­onal í Suður-Afríku yrði sérfróður aðili í dóms­máli um hand­töku­skipan á hendur Vladimir Putin, forseta Rúss­land, ef hann skyldi mæta á leið­toga­fund BRICS (Bras­ilía, Rúss­land, Indland, Kína og Suður-Afríka) í Suður Afríku. Áður en málið fór fyrir rétt kom tilkynning um að Putin forseti myndi ekki mæta á fundinn. Í kjöl­farið samþykkti dómstóllinn hand­töku­skipan á hendur honum skyldi hann mæta. Þetta var stór sigur fyrir rétt­læti og ábyrgð og mála­ferlin sýndu mátt Amnesty Internati­onal.  

Frakk­land 

Ágúst: Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu komst að niður­stöðu í máli 261 einstak­lings í vændi gegn Frakklandi. Vænd­is­fólkið, bæði konur og karl­menn frá 20 löndum sem búa í Frakklandi, töldu að brotið væri á rétti þeirra samkvæmt 2., 3. og 8. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu þar sem vændi væri ólög­legt í Frakklandi. Dómstóllinn taldi málið eiga rétt á sér og viður­kenndi að kærendur ættu mögu­leika sem brota­þolar. Þetta er jákvætt fyrsta skref. Í niður­stöðum dómstólsins var vísað í sex vitn­is­burði frá vænd­is­fólki og er það mikil­vægt til að sljá þessum hópi rödd. Amnesty Internati­onal kom að dóms­málinu sem sérfróður aðili.  

Ítalía 

Ágúst: Séra Franco Rever­beri var fram­seldur til Argentínu eftir áralangan þrýsting frá Amnesty Internati­onal á Ítalíu. Hann verður loks færður fyrir dóm fyrir glæpi gegn mannúð sem áttu sér stað í einræð­istíð argentíska hersins á árunum 1976 til 1983. Rever­beri dvaldi á Ítalíu til að forðast argentíska dómstóla og var það honum til hags­bóta að ítalska rétt­ar­kerfið neitaði að fram­selja hann. Amnesty Internati­onal spilaði einnig stórt hlut­verk í því að tryggja að pynd­ingar yrðu hluti  hegn­ing­ar­laga Ítalíu. 

Nígería 

Október: Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu um reynslu eldra fólks af átökum í norð­aust­ur­hluta Nígeríu í desember 2020. Þar er greint frá því hversu hátt hlut­fall eldra fólks verður fyrir áhrifum átak­anna og að það sé ítrekað litið fram hjá því þegar kemur að mann­úð­ar­að­stoð.

Amnesty Internati­onal kallaði einnig eftir því að Nígería full­gilti bókun til verndar rétt­indum eldra fólks. Stjórn­völd í Nígeríu hlustuðu á Amnesty Internati­onal og full­giltu bókunina. Það er stór sigur fyrir eldra fólk í landinu og mikil­vægt skref til verndar mann­rétt­inda þess.  

 

Eldri maður selur mat á markaði í norð­aust­ur­hluta Nígeríu.

Súdan 

Október: Amnesty Internati­onal, í samstarfi við önnur samtök, þrýsti á mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna að grípa til aðgerða gegn refsi­leysi í Súdan. Mann­rétt­inda­ráðið samþykkti ályktun um að setja á lagg­irnar sendi­nefnd til að safna gögnum um Súdan. Mark­miðið er að rann­saka og safna sönn­un­ar­gögnum um kring­um­stæður og rót vandans á meintum mann­rétt­inda­brotum og brotum á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum, þar með talið brotum gegn flótta­fólki og glæpum í tengslum við vopnuð átök. Þetta er lítill sigur í átt að rétt­læti í Súdan.  

Alþjóð­legt 

Nóvember: Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna samþykkti ályktun um að þróa alþjóð­legan samning um skattamál. Þetta er sögu­legt skref í átt að alþjóð­legu skatt­kerfi sem eykur sann­girni fyrir alla einstak­linga. Þessi samn­ingur veitir ríkjum tæki­færi til þátt­töku í alþjóð­legri stefnu um skattamál á sama tíma og það hjálpar til við að vernda þeirra eigin rétt til að skatt­leggja. Amnesty Internati­onal hefur verið virkur aðili í borg­ara­legu samstarfi um að þrýsta á ríki að styðja við sann­gjarnari stefnu um alþjóð­lega skatta sem tekur tillit til allra einstak­linga. Amnesty Internati­onal heldur áfram að taka þátt í þróun samn­ingsins til að tryggja  ríki geti sinnt mann­rétt­inda­skyldum sínum.  

Kambódía 

Nóvember: Skýrsla Amnesty Internati­onal um þvingaða brott­flutn­inga í Kambódíu á UNESCO-heims­minja­svæðinu Angkor Wat kom út í nóvember í kjölfar átta mánaða rann­sókn­ar­vinnu.  

Daginn eftir útgáfu skýrsl­unnar lýsti UNESCO yfir áhyggjum sínum vegna rann­sóknar Amnesty Internati­onal og hefur flýtt frest­inum sem kambódísk yfir­völd hafði til að gefa út skýrslu um Angkor Wat. Yfir­völd í Kambódíu neita að viður­kenna að um þvingaða brott­flutn­inga sé að ræða en hafa boðið Amnesty Internati­onal til landsins til að ræða stöðuna betur sem samtökin hafa þegið.  

Lett­land 

Nóvember: Lett­land full­gilti Istanbúl-samn­inginn, alþjóð­legan samning um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­isof­beldi, í kjölfar áralangs þrýst­ings frá Amnesty Internati­onal.  

Málefni hinsegin fólks og menntun

Hong Kong

Sept­ember: Dómstóll í Hong Kong úrskurðaði að stjórn­völdum bæri skylda til að koma með lagaramma um viður­kenn­ingu á samkyn­hneigðum samböndum innan tveggja ára. Jimmy Sham, baráttu­maður fyrir rétt­indum hinsegin fólks, hefur reynt frá árinu 2018 að fá viður­kenn­ingu í Hong Kong á hjóna­bandi sínu sem var stað­fest erlendis. Þetta var ákveðinn sigur þrátt fyrir að dómstóll hafi ekki samþykkt tvö önnur atriði í dóms­máli hans.  

Nóvember og desember: Nepal viður­kenndi hjóna­band samkyn­hneigðs fólks og fyrsta hinsegin hjóna­bandið var skráð af yfir­völdum í nóvember. Nepal var annar stað­urinn til að viður­kenna þennan rétt í Asíu á eftir Taívan. Í desember var lagt fram frum­varp á þinginu í Tælandi um lögleið­ingu hjóna­bands samkyn­hneigðra og gæti því orðið þriðji stað­urinn í Asíu til að viður­kenna þennan rétt.

 

Evrópu­ráðið 

Nóvember: Eftir tveggja ára samtal við Amnesty Internati­onal fylgdi Evrópu­ráðið tilmælum Amnesty Internati­onal og gerði umbætur á vegvísi um mann­rétt­inda­fræðslu fyrir ungt fólk 2024-2028. Tillaga Amnesty Internati­onal um að gera mann­rétt­inda­fræðslu stað­bundna gegnir nú í lykil­hlut­verki. Mark­miðið er að mann­rétt­inda­fræðsla verði bæði aðgengi­legri fyrir ungmenni og að þau tengi betur við hana. 

Tækni

Alþjóð­legt

Október: Tækniteymi Amnesty Internati­onal, í samstarfi við European Investigative Colla­boration, gaf út tvær skýrslur um aukn­ingu á eftir­lits­tækni og að Evrópu­sam­bandið og stjórn­völd hafi brugðist því að setja reglu­verk á iðnaðinn. Skýrslan, The Predator Files, beindi ljósum sínum meðal annars á njósna­bún­aðinn Predator. 

Frá útgáfu skýrsl­unnar hafa sérfræð­ingar Sameinuðu þjóð­anna og þing­menn Evrópu­sam­bandsins tekið undir ákall Amnesty Internati­onal og kallað eftir frekari rann­sóknum, strangari reglum um útflutning og alþjóð­legu banni á ágengum njósna­búnaði.  

 

Skýrsla Amnesty Internati­onal, The Predator Files, kom út þann 9. október 2023.

Við þökkum kærlega fyrir stuðn­inginn á árinu 2023!

Lestu einnig