Fréttir

17. maí 2019

Palestína: Amnesty krefst rann­sóknar á mögu­legum stríðs­glæpum Ísraels

Í mars síðast­liðnum var ár liðið frá því að vikuleg mótmæli hófust á Gaza til að kalla eftir því að ólög­legri herkví á Gaza yrði aflétt og  palestínsku flótta­fólki leyft að snúa aftur á land­svæði sem það var hrakið frá fyrir rúmum 70 árum síðan. Enn eru eru þúsundir óbreyttra borgara enn að takast á við afleið­ingar grimmi­legra aðgerða Ísra­els­ríkis, sem hefur ekki enn verið dregið til ábyrgðar.

Berj­umst gegn ólög­legri land­töku í Palestínu og gefum mann­rétt­indum 12 stig!
Sendu SMS með skila­boð­unum 12STIG í númerið 1900 og styrktu mann­rétt­ind­astarf
Amnesty Internati­onal um 1200 kr.

 

Samkvæmt skýrslu sem gefin var út í mars af rann­sókn­ar­nefnd á vegum Sameinuðu þjóð­anna höfðu ríflega sex þúsund Palestínu­búar á Gaza hlotið skotsár á mótmæla­svæðum í lok árs 2018. Þar kom einnig fram að minnsta kosti 122 einstak­lingar, þar af 21 barn, þurftu að gangast undir aflimun vegna sára sinna.

 

„Sláandi umfang alvar­legra áverka af völdum hersveita Ísraels gegn palestínskum mótmæl­endum á Gaza á síðasta ári bendir til þess að Ísrael hafi vísvit­andi beitt þessum aðgerðum til að valda veru­legu líkams­tjóni hjá óbreyttum borg­urum,“

Saleh Higazi, fram­kvæmda­stjóri Miðaust­ur­landa- og Norður-Afríku­deildar Amnesty Internati­onal. 

Image may contain: text

Samkvæmt tölum frá samhæf­ing­ar­skrif­stofu aðgerða Sameinuðu þjóð­anna í mann­úð­ar­málum (e. UN Office for the Coord­ination of Humanit­arian Affairs)

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Sameinuðu þjóð­anna endurómar niður­stöður Amnesty Internati­onal um að hersveitir hafi brotið alþjóðleg mann­úð­arlög gegn Palestínu­búum sem voru drepnir á mótmælum. Nefndin ályktaði að örygg­is­sveitir Ísraela hefðu drepið palestínska mótmæl­endur og valdið alvar­legu líkams­tjóni þótt engin hætta stafaði af þeim, þar með talin börn, sjúkra­flutn­inga­fólk, blaða­fólk og fólk með fötlun.

Skýrslan sýndi fram á að 80% af 6.106 áverkum voru vegna skotsára í fótlegg og að fjöldi einstak­linga sem missti útlimi vegna sára var meiri en í átök­unum í Ísrael og á Gaza árið 2014. Læknar á Gaza hafa tjáð Amnesty Internati­onal að þeir hafi orðið vitni að alvar­legum áverkum sem minna á stríðs­áverka.

„Stefna hersveita Ísraels um að nota banvæn vopn og beita vopnum sem eru hönnuð til þess að valda sem mestum skaða gegn mótmæl­endum, læknum og blaða­fólki sem ógna ekki lífi annarra er einfald­lega glæp­samleg,“

Saleh Higazi

„Enn og aftur sýna stjórn­völd Ísraels grimmi­lega lítilsvirð­ingu gagn­vart manns­lífum á Gaza. Það er með öllu ljóst að það er áríð­andi að stjórn­völd heimsins, þar á meðal Banda­ríkin og Evrópu­sam­bands­ríkin, setji vopna­við­skipta­bann á Ísrael. Ríki hafa skyldum að gegna um að virða Genfar­samn­inginn og stöðva allan vopna­flutning sem gæti stuðlað að mann­rétt­inda­brotum af hálfu Ísraels.“

Saleh Higazi

 

Hersér­fræð­ingar og rétt­ar­meina­fræð­ingar sem skoðuðu ljós­myndir af áverkum frá Gaza sögðu að mörg skotsár­anna litu út fyrir að vera af völdum aflmik­illa hervopna á borð við Tavor-riffla, fram­leiddir í Ísrael, og M24 herriffla, fram­leiddir í Banda­ríkj­unum, með skot­færum sem þenjast út eins og sveppir inn í líkam­anum.

Banda­ríkin eru helsti vopna­sali ísra­elskra stjórn­valda og hafa skuld­bundið sig til að veita 38 millj­arða dollara í herstuðning til Ísraels næstu tíu árin. Önnur lönd, þar á meðal Evrópu­sam­bands­ríkin Frakk­land, Þýska­land, Ítalía og Bret­land, hafa einnig veitt heim­ildir fyrir hervopnum til Ísraels.

Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að farið verði eftir tilmælum úr skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar. Sérstak­lega þeim tilmælum að aflétta herkví á Gaza án tafar og að óháð rann­sókn verði gerð á mann­falli og líkams­áverkum á mótmælum í samræmi við alþjóð­lega staðla til að fá úr því skorið hvort um sé að ræða stríðs­glæpi eða glæpi gegn mann­kyni.

Verði niður­staðan sú kallar Amnesty Internati­onal eftir því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.

„Líf margra einstak­linga sem skotnir voru af hersveitum Ísraels hefur umturnast vegna skotsár­anna og aðgerð­irnar skilið eftir sig ör á líkama og sál. Það er áríð­andi að alþjóð­legt vopna­við­skipta­bann verði sett á Ísrael.“

Saleh Higazi

 

Lestu einnig