SMS
7. ágúst 2024Abdulrahman al-Sadhan var dæmdur af sérstaka sakamáladómstólnum í Riyad þann 5. apríl 2021 í 20 ára fangelsi og 20 ára ferðabann að lokinni afplánun fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter (nú X) þar sem yfirvöld voru gagnrýnd á reikningi sem ákæruvaldið sakaði hann um að stjórna. Ákærur á hendur honum byggðust einnig á þvingaðri „játningu“ hans.
Hann var handtekinn af yfirvöldum í Sádi-Arabíu árið 2018. Í næstum tvö ár mátti hann ekki hafa samband við fjölskyldu sína. Hann sagði að hann hefði sætt pyndingum fyrstu mánuðina í leynilegu fangelsi. Hann var meðal annars barinn, látinn hanga úr lofti, settur í einangrun og honum gefið raflost. Heilsu og líðan hans hrakaði verulega í kjölfarið.
SMS-félagar krefjast þess að Abdulrahman al-Sadhan verði skilyrðislaust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu