Fréttir

31. ágúst 2021

Ísland: Samstöðufundur með afgönskum borg­urum

Síðast­liðinn laug­ardag komu aðgerða­sinnar saman víða um heim til að sýna afgönskum borg­urum samstöðu. Refu­gees in Iceland, No borders og Solaris stóðu fyrir samstöðufundi hér á landi og mættu einnig aðgerða­sinnar frá Ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og grasrót­ar­hópi sem kallar sig Samstaðan. Samstöðufund­urinn hófst með kröfu­göngu frá Hlemmi niður að Aust­ur­velli. Opið var fyrir óformleg ræðu­höld sem endaði með afgönskum hópsöng sem snerti hjörtu viðstaddra á Aust­ur­velli.

Íslensk stjórn­völd hafa samþykkt að taka á móti allt að 120 Afgönum á flótta og er það fjöl­menn­asti hópur flótta­fólks frá einu landi sem Ísland hefur tekið á móti til þessa.

Á samstöðufund­inum var þrýst á íslensk stjórn­völd að beita sér fyrir auknum öruggum brott­flutn­ingi einstak­linga sem tilheyra viðkvæmum hópum vegna stríðs­ástandsins í Afgan­istan. Einnig var farið fram á skil­yrð­is­lausa vernd fyrir afganska umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Íslandi, að afgreiðsla umsóknar þeirra um vernd sé hröð og í forgangi og að reglur um fjöl­skyldusam­ein­ingu verði rýmk­aðar.

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal leiddi kröfu­gönguna niður Laugaveg með kröfu­skiltum, afgönskum fánum ásamt hinum gula einkenn­islit Amnesty Internati­onal til merkis um að kröfur samstöðufund­arins væri þáttur í alþjóð­legri baráttu fyrir mann­rétt­indum afgansks flótta­fólks.

Í dag, 31. ágúst, rann út frestur fyrir brott­flutn­ingum fólks frá Afgan­istan samkvæmt samn­ingi Banda­ríkj­anna og Talíbana. Amnesty Internati­onal hefur kallað eftir því að samn­ing­urinn verði fram­lengdur eða að tryggð sé örugg leið úr landi fyrir fólk í hættu, að Sameinuðu þjóð­irnar grípi til aðgerða vegna stöðu mála í Afgan­istan og að hætt verði við allar brott­vís­anir fólks frá Afgan­istan til síns heima­lands á alþjóða­vísu.

Nánar um ákall Amnesty Internati­onal má lesa hér.

Einnig má lesa nýlega frétt Amnesty Internati­onal um stöðu mála í Afgan­istan hér.

Lestu einnig