Góðar fréttir

5. febrúar 2019

Sigrar á árinu 2018

Hátt í sjö millj­ónir einstak­lingar studdu starf Amnesty Internati­onal á síðasta ári og gripu til aðgerða m.a. með mótmælum, skrifum og undir­skrift til að verja og styrkja mann­rétt­indi.

Áhrifin eru gífurleg. Rang­lega fang­elsað fólk var leyst úr haldi, lögum var breytt og hugrakkt fólk um heim allan reis upp og greip til aðgerða.

Margt og mikið jákvætt gerðist á árinu 2018 og hér má renna yfir allar þær góðu fréttir sem starfið okkar skilaði:

Febrúar

Teodora del Carmen Vasquez var loks leyst úr haldi í El Salvador eftir að 30 ára dómur yfir henni var mild­aður. Hún hafði þá þegar verið í haldi í heilan áratug eftir andvana fæðingu sem varð til þess að hún var ákærð og sakfelld fyrir meðgöngurof en það er með öllu ólög­legt í El Salvador. Amnesty Internati­onal hefur barist fyrir lausn hennar frá árinu 2015 og mun halda áfram að berjast fyrir afglæpa­væð­ingu meðgöngurofs í El Salvador til að koma í veg fyrir að að fleiri konur sæti sömu meðferð og Teodora.

Eskinder Nega, samviskufangi Amnesty Internati­onal, var leystur úr haldi í mánuð­inum. Stuðn­ings­fólk Amnesty skrifaði Eskinder fjöl­mörg bréf sem voru honum mikils virði „Ég fékk stuðn­ingskveðjur frá Amnesty Internati­onal í gegnum fjöl­skyldu mína. Þær veittu mér styrk og hughreystu fjöl­skyldu mína.

Sergio Sánchez var leystur úr haldi eftir átta ár í fang­elsi. Hann var dæmdur fyrir morð eftir órétt­láta máls­með­ferð og mótsagn­ar­kennd sönn­un­ar­gögn. Lögfræð­ingur hans telur að stuðn­ingur Amnesty hafi lagt grunninn að lausn hans.

Úkraína samþykkti nýja náms­skrá í grunn­skólum sem í fyrsta sinn inni­heldur mann­rétt­inda­vinkil. Þátt­taka Amnesty Internati­onal í Úkraínu í vinnu­hópi átti þátt í þessari jákvæðu útkomu.

Benín: Dómar voru mild­aðir hjá fjórtán dauða­föngum. Amnesty Internati­onal heim­sótti fangana í fang­elsi, átti fund með dóms­mála­ráð­herra og forseta þingsins og kallaði eftir mildun á dauða­dómum og þá stóðu samtökin fyrir undir­skrifta­söfnun. Þessi sigur kom í kjölfar þess að Gambía tilkynnti þá jákvæðu þróun að stöðva allar aftökur.

Mars

Úkraína: Olena Shevchenko, ein þeirra sem skipu­lagði kröfu­göngu í nafni kven­rétt­inda á alþjóða­degi kvenna, var rang­lega ákærð fyrir brot á reglum um fund­ar­höld fyrir það að nokkrir þátt­tak­endur báru borða með ögrandi skila­boðum í göng­unni. Þann 15. mars þegar hún fór fyrir rétt sendi Amnesty Internati­onal með ákall á samfé­lags­miðlum sem náði til þúsunda. Fjöldi stuðn­ings­fólks, fjöl­miðla­fólks og full­trúa erlendra sendi­ráða var í rétt­ar­salnum. Rétt­urinn úrskurðaði að hún hefði ekki gerst brotleg og lét málið niður falla.

Apríl

Mjanmar: Átta þúsund einstak­lingar voru leystir úr haldi eftir sakar­up­ggjöf nýs forseta landsins, Win Myint. Þeirra á meðal voru samviskufangar og einstak­lingar sem Amnesty Internati­onal hafði kallað eftir að leystir yrðu úr haldi.

Bosnía og Hersegóvína: Stjórn­ar­skrár­dóm­stóll úrskurðaði að fórn­ar­lömb nauðgana og önnur fórn­ar­lömb á tímum stríðs­átaka þurfi ekki að borga máls­kostnað þegar kröfu þeirra um stríðsskaða­bætur er hafnað. Amnesty Internati­onal ásamt TRIAL Internati­onal samtök­unum (samtök sem berjast gegn refsi­leysi alþjóð­legra glæpa) hafa lengi barist gegn gjöldum í slíkum málum þar sem það getur ýtt undir það að þolendur leiti réttar síns eða sækjast eftir stríðsskaða­bótum.

Maí

Írland: Stór­kost­legar niður­stöður í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem snéru við banni gegn meðgöngurofi í stjórn­ar­skránni var mikil­vægur sigur fyrir rétt­indi kvenna. Árang­urinn kemur í kjölfar mikillar vinnu aðgerða­sinna, þeirra á meðal frá Amnesty Internati­onal. Árið 2015 gáfum við út skýrsluna Ireland: She is not a crim­inal – The Impact of Ireland’s Abortion Law sem segir frá persónu­legum reynslu­sögum kvenna um takmark­anir á aðgengi að meðgöngurofi. Samtaka­máttur fólksins sannaði sig enn og aftur þar sem írskir ríkis­borg­arar ferð­uðust sérstak­lega til Írlands til að kjósa og láta rödd sína heyrast.

Anwar Ibrahim, samviskufangi, var leystur úr haldi eftir óvænt kosn­inga­úr­slit í Malasíu. Lausn hans markar tímamót fyrir mann­rétt­indi í landinu og gefur von um frekari umbætur.

Búrkína Fasó: Innleidd voru ný refsilög sem afnema dauðarefs­ingu.

Moldavía: Mann­rétt­inda­fræðsla var innleidd í námskrá sem þróuð var af Amnesty Internati­onal í Moldavíu fyrir grunn- og fram­halds­skóla.

Júní

Sýrland: Í kjölfar mikillar rann­sókn­ar­vinnu Amnesty Internati­onal tilkynnti alþjóð­legt bandalag gegn íslamska ríkinu leitt af Banda­ríkj­unum um nýja útreikn­inga á mann­falli óbreyttra borgara. Upphaf­lega hafnaði það niður­stöðum Amnesty Internati­onal um fjölda dauðs­falla óbreyttra borgara í Raqqa og fordæmdi þar til frekari sönn­un­ar­gögn birtust. Í lok júlí stað­festi banda­lagið 77 af 79 málum sem skráð voru í skýrslu Amnesty Internati­onal í júní og mann­fallstölur í Raqqa voru hækk­aðar um 300%. Amnesty Internati­onal telur að þetta sé aðeins topp­urinn á ísjak­anum og í samstarfi við Airwars (óháð félag sem skrá­setur upplýs­ingar og áhrif hern­að­ar­að­gerða á óbreytta borgara í stríðs­átökum) er unnið að frekari rann­sókn til að fá skýrari mynd af mann­falli í átök­unum. Niður­stöður eru vænt­an­legar snemma árs 2019.

Mjanmar: Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu um glæpi gegn mann­kyninu á Róhingjum í Mjanmar. Skýrslan greinir frá hersveitum, örygg­is­sveitum og þrettán liðs­for­ingjum sem eru grun­aðir um glæpi gegn mann­kyninu. Tveimur dögum fyrir útgáfu skýrsl­unnar tilkynnti Evrópu­sam­bandið refsi­að­gerðir gegn sjö liðs­for­ingum, þar af sex sem voru á lista Amnesty Internati­onal.

Júlí

Liu Xia: Lista­kona fékk leyfi til að fara frá Kína til Þýska­lands í júlí eftir næstum átta ár í ólög­legu stofufang­elsi í kjölfar frið­ar­verð­launa Nóbels sem eigin­maður hennar hlaut. Hún var undir ströngu eftir­liti yfir­valda og í takmörkuðu síma­sam­bandi. Amnesty Internati­onal og PEN (alþjóðleg samtök rithöf­unda, þýðenda og ritstjóra) stóðu að sameig­in­legri herferð um lausn Liu Xia þar sem notuð voru þekkt ljóð frá henni.

Ahed Tamimi, 17 ára aðgerðasinni, var leyst úr haldi 21 degi áður en hún átti að ljúka átta mánaða fang­els­is­dómi. Hún var rang­lega fang­elsuð af herrétti á hernumdu svæði Palestínu á Vest­ur­bakk­anum á þeim forsendum að hún hefði ógnað öryggi vel vopn­aðra hermanna.

Márit­anía: Tveir aðgerða­sinnar gegn þræla­haldi voru leystir úr haldi eftir að hafa setið af sér tvö ár af þremur í fang­elsi. Abdallahi Matallah Seck og Moussa Biram komu eftir­far­andi skila­boðum á fram­færi við Amnesty Internati­onal: „Stuðn­ingur ykkar fékk mér til að líða eins og ég stæði ekki einn í barátt­unni fyrir rétt­læti í Márit­aníu,“ sagði Biram. „Ég vil þakka öllum félögum Amnesty. Kærar þakkir fyrir magnað starf ykkar til að leysa úr haldi aðgerða­sinna gegn þræla­haldi í Márít­aníu. Takk fyrir að standa gegn órétt­læti. Við erum stoltir af starfi ykkar.“

Bosnía – Hersegóvína: Þingið innleiddi lög til verndar fórn­ar­lömbum pynd­inga á stríðs­tímum. Þar eru fórn­ar­lömb kynferð­is­legs ofbeldis og nauðgana í stríðs­átök­unum í lok síðustu aldara loks gefið tæki­færi til að sækja sér bætur og stuðning. Amnesty í samstarfi við aðra hags­muna­aðila á svæðinu, hafa lengi barist fyrir slíkri löggjöf til að tryggja aðgang að rétt­læti og bótum fyrir fórn­ar­lömb kynferð­is­legs ofbeldis í stríðs­tátökum.

Ágúst

Taner Kılıç: Formaður Amnesty Internati­onal í Tyrklandi, var leystur úr haldi þann 15. ágúst eftir 14 mánuði í fang­elsi. Rúmlega milljón einstak­lingar um heim allan kallaði eftir lausn Taners og annars baráttu­fólks fyrir mann­rétt­indum í Tyrklandi. Taner þakkaði öllum sem höfðu stutt hann og sagðist vona að herferð í þágu hans myndi hjálpa við að beina kast­ljósi á aðstæður þolenda póli­tískra ofsókna í Tyrklandi. Hand­taka Taners í júní 2017 var byggð á tilhæfu­lausum sakargiftum um að tilheyra hópi hryðju­verka­sam­taka.

Tep Vanny, aðgerðasinni, var loks leyst úr haldi eftir 735 daga í fang­elsi. Hún var á meðal fjölda aðgerða­sinna og mótmæl­enda í Kambódíu sem fengu konung­lega náðun. „Ég set út hendur mínar til að þakka öllum þeim sem tóku þátt í að frelsa mig og leyfðu mér að sameinast börn­unum mínum og foreldrum. Þið hughreystuð mig og forðuðu mér frá því að finnast ég standa alein. Ég er þakklát fyrir góðvild ykkar og starf til að bæta mann­rétt­indi um heim allan.“

September

Kína: 38 þúsund einstak­lingar gripu til aðgerða á netinu eftir fjölda­hand­tökur á Uighurs-fólkinu, Kazaks-fólkinu og öðrum þjóð­ern­is­hópum sem eru að mestu leyti múslimar í norð­aust­ur­hluta Kína. Kona sem við ræddum við taldi að lausn 13 ára dóttur hennar væri vegna herferðar okkar í máli hennar. Að auki var Uighur-maður í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum leystur úr haldi eftir herferð Amnesty til að forða honum frá brott­vísun úr landi til Kína.

Indland: Hæstiréttur landsins afglæpa­væddi samkyn­hneigð sambönd full­orð­inna og bætti við að öll mismunun vegna kynhneigðar væri brot á rétt­indum sem tryggð eru í stjórn­ar­skránni.

Katar: Í sept­ember tilkynntu yfir­völd að farand­fólk þyrfti ekki lengur leyfi vinnu­veit­anda til að fara úr landi. Þetta er fyrsta skrefið í átt að umbótum sem Katar hefur tekið í samstarfi við Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unina. Með rann­sóknum og herferðum hefur Amnesty Internati­onal lengi barist gegn mann­rétt­inda­brotum á farand­fólki í Katar meðal annars í tengslum við heims­meist­ara­mótið 2022.

Evrópu­þingið: Kosið var með ályktun í samræmi við ákall Amnesty Internati­onal um alþjóð­legt bann gegn sjálf­stýr­andi vopnum eða svokölluðu drápsvél­mönnum. Álykt­unin beinist gegn þróun, útbreiðslu og notkun á sjálf­virkum vopnum sem geta valið sín skot­mörk og drepið án ákvörð­un­ar­töku fólks.

Rúanda: Victoire Inga­bire, stjórn­ar­and­stöðu­leið­togi, og Kizitio Mihigo, vinsæll söngvari, voru leyst úr haldi eftir náðun frá Kagame forseta. Þau sæta enn hömlum en Amnesty Internati­onal telur þetta vera skref í rétta átt. Victoire Inga­bire var sakfelld fyrir skoð­anir um tján­ing­ar­frelsi sitt og fékk ekki rétt­láta máls­með­ferð. Amnesty Internati­onal hefur vakið athygli á máli Inga­bires síðustu ár.

Október

Malasía: Á alþjóða­degi gegn dauðarefs­ingu tilkynntu ný stjórn­völd í Malasíu að þau hygðust afnema dauðarefs­inguna að fullu. Þetta kemur í kjöl­farið á mikilli þrýsti­vinnu í Malasíu, þar á meðal á fyrrum stjórn­ar­and­stæð­ingum sem nú eru við völd.

Banda­ríkin: Washington-fylki úrskurðaði að dauðarefs­ingin væri brot gegn stjórn­ar­skránni. Þetta er tutt­ug­asta fylkið í Banda­ríkj­unum til að afnema dauðarefs­inguna.

Víetnam: Eftir tvö og hálft ár í fang­elsi var, Nguyễn Ngọc Như Quỳnh, sem er einnig þekkt undir blogg­nafninu Mẹ Nấm (móðir sveppur) leyst úr haldi. Hún var hand­tekin í október 2016 og haldið í einangrun til júní 2017. Hún var dæmd í tíu ára fang­elsi þann 20. júní 2017. „Þessar góðu fréttir, sem eru mikill léttir eftir tvö ár í fang­elsi, eru einnig áminning…enn eru yfir hundrað einstak­lingar í fang­elsi fyrir að tjá sig á frið­sam­legan máta, á opin­berum vett­vangi, á bloggum eða Face­book“

Nóvember

Suður-Afríka: Eftir áralanga baráttu úrskurðaði dómstóll í Suður-Afríku að stjórn­völd gætu ekki gefið út leyfi fyrir námugreftri á títaníum á Xolobeni-svæðinu án samþykkis frum­byggja­sam­fé­laga. Þetta var stór sigur fyrir Xolobeni-samfé­lagið sem hefur lengið barist fyrir rétt­inum til að vera tekin með í ráðum og veita samþykki um námugröft á þeirra land­svæði. Sumt af samstarfs­fólki mínu hefur verið myrt og ég veit að það sama gæti gerst fyrir mig en ég er ekki hrædd“, sagði Nonhle Mbut­huma, mann­rétt­inda­bar­áttu­kona frá svæðinu.

Sviss: Tillögu um að sviss­nesk lög yrðu æðri alþjóða­lögum var hafnað af kjós­endum í Sviss í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.„Sviss­lend­ingar sýndu að þeir féllu ekki fyrir blekkj­andi loforðum heldur sendu skýr skilaboð um samfélag þar sem mann­rétt­indi ná til allra,“ sagði Kumi Naidoo, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal eftir úrslit kosn­ing­anna.

Lestu einnig