Fréttir
15. maí 2025TikTok hefur ekki enn brugðist við þeim tilmælum Amnesty International um að auka öryggi ungra notenda sem var greint frá í fordæmalausri skýrslu samtakanna sem kom út í nóvember 2023. Skýrslan varpaði ljósi á skaðleg áhrif notkunar forritsins TikTok á andlega og líkamlega heilsu ungmenna og var kallað á TikTok að gera betur.
Rannsóknin í skýrslunni sýnir að börn eiga á hættu að festast í „sístreymi“ af efni sem tengist þunglyndi og sjálfsvígum á TikTok þar sem forritið greinir notkun notenda og sýnir þeim sérsniðnar tillögur að myndefni til að halda þeim háðum að horfa áfram jafnvel þrátt fyrir að innihald efnisins sé skaðlegt.
Amnesty International útbjó gervireikning fyrir 13 ára ungling sem hafði áhuga á efni tengdu geðheilsu. Innan við 20 mínútur frá stofnun reikningsins var helmingur alls myndefnis sem mælt var með í forritinu fyrir þann notanda tengt geðrænum vanda. Fjölmörg myndbönd á fyrsta klukkutímanum voru myndbönd þar sem sjálfsvíg voru sett fram sem jákvæð, eðlileg eða hvatt var til þeirra.
Geðheilbrigðisvika
Í aðdraganda vikunnar 12.–18. maí 2025 sem er tileinkuð vitundarvakningu um geðheilbrigði bað Amnesty International TikTok um upplýsingar um hvaða breytingar fyrirtækið hefði gert frá því skýrslan kom út. TikTok nefndi staðla fyrirtækisins um velferð sem þegar voru til við gerð rannsóknarinnar og viðurkenndi ekki vandann að notendur festust í nokkurs konar „sístreymi“.
Mat TikTok frá árinu 2024 sem var gert vegna reglugerðar Evrópusambandsins um stafræna þjónustu (e. Digital Services Act (DSA)) viðurkenndi að ákveðið samansafn af myndefni, sem brjóta ekki viðmiðunarreglur TikTok, geti valdið skaða með því að magna óviljandi upp neikvæðar tilfinningar hjá sumum notendum. TikTok nefnir möguleika í boði sem hægt er að nýta sér til að koma í veg fyrir það en þessir möguleikar voru þegar til staðar þegar rannsókn Amnesty International var gerð.
Skortur á aðgerðum
Amnesty International spurði TikTok hvað sé verið að gera til að auka öryggi forritsins fyrir unga notendur. Svörin sýna að sjö árum eftir að forritið varð aðgengilegt á alþjóðavísu er fyrirtækið enn að bíða eftir því að utanaðkomandi aðili klári áreiðanleikakönnun á réttindum barna, eina af lykilskyldum samkvæmt alþjóðlegum mannréttindastöðlum fyrir fyrirtæki.
Ávandabindandi
TikTok segist vinna með sérfræðingum um heilsu barna sem hjálpa þeim að hanna forritið með þarfir barna í huga og í forritinu séu nýjar kvaðningar (boð í forriti sem krefjast viðbragða notenda) sem ungir notendur fá sem er ætlað að fá þá til að draga úr notkun sinni.
Samt sem áður er það undir ungum notendum sjálfum komið og foreldrum þeirra að takmarka notkun á forritinu til að vinna á móti ávanabindandi áhrifum þess sem er hannað í þeim tilgangi að viðhalda athygli sem allra lengst líkt því sem spilavíti gera.
Rannsókn Amnesty International bendir á að TikTok safnar öllum persónulegum upplýsingum um notkun notenda sinna og með upplýsingunum spáir TikTok fyrir um áhugamál þeirra, tilfinningalegt ástand og vellíðan.
TikTok dulbýr þessa innrás í einkalíf notenda sem val.
Ákall
TikTok segir í svari til Amnesty International: „Líkt og önnur forrit safnar TikTok upplýsingum sem notendur velja að veita ásamt gögnum sem styður forritið til að efla virkni, öryggi og upplifun notenda“ auk þess sem þau segja að það að horfa á myndband segi ekkert endilega til um persónu hvers og eins.
Samt sem áður byggir TikTok á tilfinningalegu ástandi notenda þegar verið er að ýta fjölmörgum myndböndum sem tengjast þunglyndi og sjálfsvíg að notendum með því að notfæra sér veikleika þeirra með sérsniðnum tillögum án þess að hugað sé að mögulegri skaðsemi myndefnisins.
Vitnisburður ungra notenda í rannsókn Amnesty International sýnir að mörgum ungmennum finnst þau ekki vera vel upplýst um gögn sem forritið safnar og finnst þau ekki geta stjórnað sérsniðnum tillögum eða hvernig gögn þeirra séu notuð.
Sum ríki eru nú að innleiða lög sem neyða samfélagsmiðla eins og TikTok til að meta og draga úr hættum sem steðja að réttindum og heilsu notenda. TikTok ætti að vera fyrri til og gera breytingar strax en ekki bíða eftir því að þess sé krafist.
Skrifaðu undir ákallið hér og krefstu þess að TikTok dragi úr hættum sem steðja að réttindum og heilsu ungra notenda.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu