Fréttir

14. september 2023

Styrktu baráttu stúlkna í Ekvador

Þann 15. sept­ember ýtir Íslands­deild Amnesty Internati­onal úr vör fjár­öfl­un­ar­her­ferð  til styrktar verk­efnis Amnesty Internati­onal á Amer­íku­svæðinu. Verk­efnið styður við níu stúlkur í Amazon-skóg­inum í Ekvador sem berjast fyrir hreinu, heil­næmu og sjálf­bæru umhverfi þar sem þær búa. Stuðn­ing­urinn felst m.a. í frekari rann­sóknum á áhrifum gasbruna á heilsu fólks og umhverfið. Einnig verður lögð áhersla á vitund­ar­vakn­ingu og herferðir, innan lands sem utan, til að þrýsta á stjórn­völd í Ekvador.

Öll framlög renna óskert til þessa verk­efnis.

 

Herferðin

Ljós­myndir af börnum með grímur fyrir vit sér munu vera sýni­legar víða hérlendis sem hluti af herferð Íslands­deildar samtak­anna. Auglýs­inga­efni herferð­ar­innar sem unnið var með Cirkus auglýs­inga­stofu og ljós­myndari er Óttar Guðnason.

Mynd­irnar vísa í skaðleg áhrif meng­unar á heilsu fólks vegna olíu­fram­leiðslu, sérstak­lega barna. Tilgang­urinn er að vekja upp spurn­ingar um hvað okkur finnist ásætt­an­legt fyrir umhverfið og börn um heim allan.

Hægt er að styðja baráttu stúlkn­anna hér.  

Mál stúlknanna

Gasbruni  er notaður við olíu­vinnslu til að brenna jarðgas sem er auka­afurð vinnsl­unnar. Í Amazon-skóg­inum í Ekvador eru 447 gasbrunar sem brenna allan sólar­hringinn, allan ársins hring. Þeir hafa brunnið áratugum saman á Amazon-svæðinu með tilheyr­andi skaða á umhverfinu og heilsu fólks. Þeim fylgir einnig mikil losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem veldur lofts­lags­breyt­ingum.  

Níu stúlkur á Amazon-svæðinu, úr samfé­lagi frum­byggja í Ekvador, höfðuðu mál gegn stjórn­völdum í Ekvador. Þær kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni þeirra á grund­velli rann­sóknar sem sýndi aukna tíðni krabba­meins. Stúlk­urnar fengu lögfræði­að­stoð frá UDAPT, samtökum fólks og samfé­laga sem glíma við afleið­ingar olíu­meng­unar á svæðinu. Héraðs­dóm­stóll úrskurðaði þeim í hag á grund­velli þess að réttur þeirra til heil­næms umhverfis væri virtur að vettugi. Í krafti auðæfa og áhrifa hlut­að­eig­andi aðila hefur úrskurð­inum  ekki verið fram­fylgt og því fóru stúlk­urnar með málið fyrir stjórn­laga­dóm­stól í Ekvador þar sem málið er yfir­stand­andi. Þrátt fyrir mögu­lega jákvæða niður­stöðu þar er ekki gefið að henni verði fram­fylgt nema til komi utan­að­kom­andi þrýst­ingur og stuðn­ingur. Slíkt er ofur­eflið sem frum­byggjar eiga við að etja á svæðinu. 

Víða í Rómönsku-Ameríku getur verið hættu­legt að berjast fyrir umhverfinu gegn lofts­lags­vánni og á það við um Ekvador. Meðlimir samtak­anna UDAPT hafa meðal annars þurft að þola hótanir og líkams­árásir vegna máls­höfð­unar á hendur olíu­iðn­að­inum þar í landi. Herferð Íslands­deild­ar­innar sýnir því ekki myndir af stúlk­unum sjálfum í örygg­is­skyni. 

Frum­byggja­sam­félög eru meðal jaðar­settra hópa sem bera litla sem enga ábyrgð á lofts­lags­breyt­ingum en finna oft einna mest fyrir áhrifum þeirra.  Mikil­vægt er að leyfa röddum þessara hópa að heyrast í barátt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum. Amnesty Internati­onal á Amer­íku­svæðinu stendur því fyrir stóru verk­efni næstu árin sem styður við baráttu stúlkn­anna níu á Amazon-svæðinu, í samstarfi við UDAPT. 

Þitt framlag til umrædds verk­efnis Amnesty Internati­onal skiptir máli til að vekja athygli á rétt­indum frum­byggja  í Ekvador til heil­næms umhverfis og tryggja að rödd þeirra heyrist í barátt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum. Framlög frá Íslandi renna óskert í verk­efnið. 

Lestu einnig