Tæland

Verndum réttindi barna í Tælandi

Stöðvum herferð gegn börnum núna! 

Fyrir tveimur árum hófu tælensk yfir­völd herferð gegn fjölda­mót­mælum sem voru leidd af börnum og ungu fólki. Stór hluti mótmæl­enda eru nemendur undir 18 ára aldri sem krefjast samfé­lags­legra umbóta í stjórn­málum, menntun og efna­hags­legum- og félags­legum mála­flokkum þar sem þeim þykir opin­bera kerfið vera of íhalds­samt og þrúg­andi. Hinsegin börn og börn úr þjóð­ern­isminni­hluta hafa einnig spilað stórt hlut­verk í mótmæl­unum.

Börn hafa verið hand­tekin, saksótt, haft eftirlit með og ógnað vegna þátt­töku þeirra í fjölda­mót­mælum. Þessi herferð tælenskra stjórn­valda gegn börnum hefur vakið heims­at­hygli. Tælensk stjórn­völd refsa börnum sem berjast fyrir mann­rétt­indum fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla. Nú standa tæplega 300 börn undir 18 ára aldri frammi fyrir ákærum. Börn eiga rétt á því að segja skoðun sína og mótmæla frið­sam­lega eins og við öll. Sýndu stuðning þinn fyrir mann­rétt­indum og skrifaðu undir.

Skoraðu á tælensk stjórn­völd að virða tján­ing­ar­frelsi barna. Þau verða að fella niður ákærur á hendur börnum og  hætta herferð sinni gegn mótmælum barna og ungs fólks.

Lestu nánar: Tæland: 15 ára stúlka í haldi fyrir að brjóta lög sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.