Fréttir

14. febrúar 2023

Tæland: Börnum refsað fyrir þátt­töku í mótmælum

Tælensk yfir­völd hafa hand­tekið, saksótt, haft eftirlit með og ógnað börnum vegna þátt­töku þeirra í fjölda­mót­mælum. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að allar ákærur á hendur þeim verði felldar niður og hætt verði að herja á börn til að hindra að þau taki þátt í mótmælum. Ný skýrsla Amnesty Internati­onal, „We are Reclaiming Our Future“ er byggð á viðtölum við 30 börn víðs vegar að í Tælandi sem tóku þátt í fjölda­mót­mælum á árunum 2020 til 2022.

Ólíkt fyrri mótmæla­öldum í Tælandi saman­stendur stór hluti mótmæl­enda af nemendum undir 18 ára aldri. Nemend­urnir krefjast samfé­lags­legra umbóta í stjórn­málum, menntun og efna­hags­legum- og félags­legum mála­flokkum þar sem þeim þykir opin­bera kerfið vera of íhalds­samt og þrúg­andi. Hinsegin börn og börn úr þjóð­ern­isminni­hlutum hafa einnig spilað stórt hlut­verk í mótmæl­unum.

Börn ákærð vegna mótmæla

Mótmæli í Tælandi í sept­ember 2021  ©JACK TAYLOR/AFP -Getty Images

Nú standa næstum 300 börn undir 18 ára aldri frammi fyrir ákærum. Sum eiga margra ára fang­els­isdóm yfir höfði sér þar sem þau hafa verið ásökuð um landráð og óvirð­ingu gagn­vart konungs­ríkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er um að börn séu ákærð á grund­velli laga sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið. Flest voru ásökuð um að brjóta reglur um samkomutak­mark­anir á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins sem nú er búið að afnema.

„Börn sem eiga fram­tíðina fyrir sér standa nú frammi fyrir alvar­legum afleið­ingum fyrir það eitt að taka þátt í frið­sam­legum mótmælum. Tælandi ber skylda til að tryggja funda­frelsi barna en að nýta sér þennan rétt getur verið dýrkeypt fyrir mótmæl­endur sem gætu staðið frammi fyrir áratugum á bak við lás og slá.“

Chanatip Tatiyak­aroonwong, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal í Tælandi.

Skaðlegar aðferðir

Amnesty Internati­onal skráði fjöl­margar aðferðir tælenskra yfir­valda til að hindra réttinn til að mótmæla. Yfir­völd hafa eftirlit með börnum sem hafa mótmælt í þágu lýðræðis, börnum úr þjóð­ern­isminni­hluta hefur verið ógnað fyrir að taka þátt og þau spurð ónauð­syn­legra og nærgöng­ulla spurn­inga við bakgrunns­skoðun, til að mynda hvort viðkom­andi ætti í nánu sambandi við einstak­ling af sama kyni.

Chompoo, 13 ára mótmæl­andi í Bangkok, sagði Amnesty Internati­onal að yfir­völd hefðu haft eftirlit með sér frá því hún hóf baráttu sína í mars 2022. Svipaða sögu er að segja af 16 ára hinsegin aðgerða­sinna sem var eltur af yfir­völdum heim til sín og í skólann. Það hafði áhrif á andlega heilsu hans þar sem hann fór að fá alvarleg kvíða­köst, glímdi við svefn­leysi og aðra streitu vegna stöðugs eftir­lits.

Í sumum tilfellum misbeittu stjórn­völd barna­vernd­ar­lögum til að hindra með órétt­mætum hætti að börn tækju þátt í mótmælum. Anna, nemandi í Bangkok sem berst fyrir úrbætum í mennt­un­ar­kerfinu, sagði lögreglu og full­trúa frá félags­mála­ráðu­neytinu, sem sér að mestu leyti um barna­vernd, hefðu dregið hana og vini hennar út af veit­inga­stað þar sem yfir­völd hefðu óttast að þau ætluðu að mótmæla á stað sem konungs­fjöl­skyldan átti leið fram hjá.

Amnesty Internati­onal greinir einnig frá þrýst­ingi sem yfir­völd beittu foreldra til að hindra og draga úr þátt­töku barna í mótmælum. Þetta skapaði spennu innan fjöl­skyldna og í tveimur tilvikum skráði Amnesty Internati­onal að það hefði leitt til heim­il­isof­beldis gegn börnum sem tóku þátt í mótmælum.

„Þegar fjöl­skyldan mín komst að þátt­töku minni í mótmæla­hreyf­ingu rifumst við mikið. Foreldrar mínir byrjuðu að beita mig líkam­legu ofbeldi og þrýst­ingi með því að taka af mér vasa­pening og farsíma. Ég varð að flýja að heiman og búa með vini mínum.“

Satapat sem tók þátt í lýðræð­is­legum mótmælum árið 2020 þegar hann var 17 ára nemandi í borg­inni í Pattani í suður­hluta Tælands. 

„Til viðbótar við ákærur standa sum börn, sem taka þátt í mótmælum, frammi fyrir þeirri  refs­ingu að foreldrar útskúfi þeim eða beiti þau ofbeldi vegna þrýst­ings frá yfir­völdum.“

Chanatip Tatiyak­aroonwong, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal í Tælandi.

Fjandsamlegt umhverfi

Amnesty Internati­onal hefur fylgst náið með öryggi á mótmælum í Tælandi frá 2020. Það er áhyggju­efni að frá  árinu 2021 hefur lögregla herjað á mótmæli í auknum mæli og beitt stig­vax­andi ofbeldi á mótmælum.

Þrír ungir mótmæl­endur voru 14, 15 og 16 ára þegar þeir voru skotnir fyrir utan lögreglu­stöð í Bangkok þann 16. ágúst 2021. Að sögn var það almennur borgari sem beitti skot­vopni. Warit Somnoi, 15 ára, fékk skot í hálsinn og var í dái í mánuð. Hann lést að lokum af sárum sínum. Lögregla hefur í kjölfar dauða hans ekki afhent sönn­un­ar­gögn sem saksóknari hefur óskað eftir og hefur það valdið töfum á rann­sókn­inni. Opinber saksóknari ákærði að lokum almennan borgara fyrir morð en rétt­ar­höld hafa ekki enn átt sér stað.

Amnesty Internati­onal ræddi einnig við mann­rétt­inda­lög­fræðing sem er með nokkra skjól­stæð­inga undir 18 ára að aldri. Lögfræð­ing­urinn hefur lýst illri meðferð lögreglu, þar á meðal barsmíðum við hand­tökur, drag­böndum til að fjötra mótmæl­endur og notkun gúmmí­skota á mótmælum.

Að sögn notuðu yfir­völd drag­bönd til að fjötra 12 ára gamlan mótmæl­anda þegar lögregla braut á bak aftur mótmæli gegn stjórn­völdum í Bangkok þann 13. júlí 2021. Annar mótmæl­andi, Sainam sem var þá 17 ára, sagðist hafa verið skotinn með gúmmí­skoti á mótmælum í Bangkok.

„Eftir að ég var skotinn reyndi ég að hlaupa í burtu en óeirð­ar­lög­reglan kom að mér bæði að framan  og aftan. Ég var gripinn og látinn falla til jarðar. Síðan man ég að það var sparkað í mig og ég barinn með einhverju hörðu, eins og kylfu eða byssu. Lögreglan gerði líkams­leit, batt mig með drag­böndum og hélt áfram að sparka í mig.“

Sainam, hann gat ekki leitað til læknis fyrr en daginn eftir þegar hann var leystur úr haldi.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að tælensk stjórn­völd felli niður allar ákærur á hendur barna sem tóku þátt í frið­sam­legum mótmælum, hætti að beita ógnunum og eftir­liti, felli úr gildi lög og geri laga­breyt­ingar til að tryggja að réttur barna til að mótmæla sé tryggður í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

„Skilaboð okkar til stjórn­valda eru einföld: Hættið að halda aftur af börnum sem mótmæla og veitið þeim frelsi til að nýta sinn rétt.“

Chanatip Tatiyak­aroonwong, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal í Tælandi.

Ítarefni

Lestu einnig