Tæland

Baráttukonur í haldi

Yfir­völd í Tælandi þagga ítrekað niður í frið­sömum mótmæl­endum. Hundruð einstak­linga hafa verið hand­teknir.

Á meðal þeirra eru tvær baráttu­konur sem hafa verið í hung­ur­verk­falli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn trygg­ingu. Óttast er um heilsu þeirra.

Þær, ásamt öðrum mótmæl­endum, eru í haldi að geðþótta fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla frið­sam­lega.

Amnesty kalla eftir því að baráttu­kon­urnar tvær og aðrir frið­samir mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega verði umsvifa­laust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.

Einnig er þess krafist að baráttu­kon­urnar í hung­ur­verk­falli séu vernd­aðar gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Lestu Meira: aðför að tján­ing­ar­frelsinu í Tælandi þar sem börnum er refsað fyrir þátt­töku í mótmælum.

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.