Góðar fréttir

2. september 2021

Þitt nafn bjargar lífi: Samtaka­máttur til sigurs

Nú er undir­bún­ingur hafinn fyrir árlegu alþjóð­legu herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi sem ýtt verður úr vör síðar á árinu. Árið 2020 söfn­uðust fjöldi undir­skrifta í herferð­inni til stuðn­ings málum tíu þolenda mann­rétt­inda­brota. Á Íslandi söfn­uðust 70.405 undir­skriftir en á heimsvísu var gripið til tæplega 4,5 milljóna aðgerða í heildina. Þessi gífur­legi samstöðu­máttur hefur nú þegar skipt sköpum. Okkur hafa borist nokkur gleði­tíð­indi vegna fram­fara í málum frá herferð­inni í fyrra.

Við fögnum þessum sigrum og vonum að þátt­takan í Þitt nafn bjargar lífi í ár verði ekki síðri til stuðn­ings öðrum einstak­lingum og hópum sem sæta mann­rétt­inda­brotum og þurfa sárlega á hjálp almenn­ings að halda. Þessar góðu fréttir eru til merkis um að undir­skriftir til stjórn­valda sem brjóta gróf­lega á mann­rétt­indum skila árangri.

Þriggja barna faðir frá Búrúndí mun brátt sameinast fjöl­skyldu sinni á ný

Í apríl 2018 var Germain Rukuki, starfs­maður frjálsra félaga­sam­taka og baráttu­maður fyrir mann­rétt­indum, fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta og dæmdur í 32 ára fang­elsi. Hann var fang­els­aður áður en hann fékk tæki­færi til að halda á yngsta barni sínu sem fæddist stuttu eftir að hann var hand­tekinn. Fjöl­skylda hans flúði Búrúndí af ótta við hefnd­arárásir. Germain fékk loks frelsi þann 30. júní 2021 og mun brátt sameinast fjöl­skyldu sinni á ný, þökk sé ríflega 400.000 einstak­lingum sem gripu til aðgerða og kölluðu eftir lausn hans.

Af öllu mínu hjarta þakka ég ykkur öllum sem hafa gripið til aðgerða og gert það að veru­leika að Germain sameinist okkur á ný“, segir Emelyne Mupfa­soni um lausn eigin­manns síns.

Fram­fara­skref fyrir rétt­læti í Suður-Afríku

Vinkon­urnar Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru myrtar þegar þær fóru út á lífið í maí 2017. Þar til nýlega höfðu fjöl­skyldur þeirra haft áhyggjur af vanköntum og töfum á lögreglu­rann­sókn í máli þeirra. Í mars 2021 var málið tekið upp á ný af lögregl­unni í kjölfar þess að 341.106 undir­skriftir bárust til stuðn­ings málinu frá fólki um heim allan. Lögreglan hefur lokið rann­sókn sinni og sent málið áfram til skrif­stofu ríkis­sak­sóknara.

„Ég er bjartsýn. Mér finnst loksins eins og eitt­hvað muni breytast,“ segir Them­beihle, systir Popi.

Baráttu­kona laus úr haldi í Sádi-Arabíu

Nassima al-Sada, baráttu­kona fyrir frelsi kvenna, var hand­tekin og fang­elsuð árið 2018 fyrir frið­sama mann­rétt­inda­bar­áttu. Í fang­elsinu var hún barin af fang­elsi­vörðum og fékk engar heim­sóknir, ekki einu sinni frá lögfræð­ingi sínum. Nassima var frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðn­ingi frá 777.611 einstak­lingum víðs vegar að úr heim­inum. Hún er nú komin í faðm fjöl­skyldu og vina á ný.

Til að fagna lausn hennar var veggl­ista­verki af Nassimu fyrir utan Kaffi Vest breytt í samræmi við lausn hennar en Stefán Óli gerði lista­verkið í tengslum við herferðina á Íslandi í fyrra.

Baráttu­kona fyrir umhverf­is­vernd í Kólumbíu finnst hún öruggari

Gripið var til ríflega 460.0000 aðgerða til stuðn­ings máli baráttu­kon­unnar Jani Silva sem hefur fengið lífláts­hót­anir vegna baráttu sinnar fyrir umhverf­is­vernd á Amazon­svæðinu. Fyrr á þessu ári sagði hún Amnesty Internati­onal: „Ég vil þakka Amnesty Internati­onal þar sem herferðin var mjög góð. Ég er þakklát fyrir öll bréfin. Frá mínum dýpstu hjart­ar­rótum, þökk sé herferð­inni þá er ég á lífi og var ekki drepin vegna þess að þeir vissu af ykkur.

Lista­maður laus úr haldi í Myanmar

Þrír meðlimir úr leik­hópnum, Peacock Generation, sem helgar sig sérstöku gjörn­ingalist­formi sem kallast Thangyat voru í hópi 23.000 fanga í Myanmar sem fengu almenna sakar­upp­gjöf þann 17. apríl 2021. Paing Phyo Min var einn þremenn­ing­anna sem var hand­tekinn í apríl 2019 og dæmdur í sex ára fang­elsi vegna gjörn­ings leik­hópsins þar sem her landsins var gagn­rýndur.

Lestu einnig